Leikskólamál í lamasessi Kolbrún Baldursdóttir og Helga Þórðardóttir skrifa 15. ágúst 2022 13:02 Ástandið í leikskólamálum borgarinnar er óásættanlegt. Enginn mótmælir því, ekki einu sinni meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur. Fyrst þegar hugmyndin um hinar svokölluðu ævintýraborgir, hreyfanlegir einingarleikskólar, var lögð á borð borgarstjórnar fylltust allir von og trú um að nú væri að nást utan um þennan gamla gróna vanda sem er hvað áþreifanlegastur á haustin. Mikil fjölgun hefur verið á umsóknum og má rekja vandann helst til húsnæðisleysis og manneklu. Vandinn hefur aldrei verið eins átakanlegur og nú. Störf í leikskóla eru ekki eftirsótt, alla vega ekki nógu eftirsótt. Launin eru léleg og álag mikið. Hvað fór úrskeiðis með þessar færanlegu einingar og húsnæðismálin er óljóst. Flokkur fólksins hefur spurst fyrir um þessi mál og einnig óskað eftir umræðu um þau í umhverfis- og skipulagsráði.Reykjavíkurborg þarf að taka sig verulega á þegar kemur að leikskólamálum. Reykjavíkurborg getur litið til þeirra lausna sem önnur sveitarfélög hafa beitt. Leikskólamál eru í lagi í mörgum sveitarfélögum sem eru komin fram úr Reykjavík bæði við að eyða biðlistum, þjónustu við börnin og foreldrana og eru dæmi að finna um leikskóla með gjaldfrjálsan mat og jafnvel einstök sveitarfélög hafa fellt niður leikskólagjöld. Ekki bara lofa heldur einnig að standa við loforðin Meirihlutinn í borgarstjórn hefur verið iðinn við að lofa en öðru máli gegnir um efndir. Hér þarf að gera betur. Bréf frá örvæntingarfullum foreldrum hafa hrannast upp í pósthólfum borgarfulltrúa undanfarnar vikur. Börn, jafnvel 20 mánaða gömul hafa fengið pláss á leikskóla sem er ekki til. Þessi staða veldur streitu og kvíða hjá foreldrum. Skylda Reykjavíkurborgar sem sveitarfélag með lögbundna þjónustu er að koma til aðstoðar með öllum mögulegum ráðum. Komið er að þolmörkum. Lausnir Flokkur fólksins, sem situr í minnihluta, hefur lagt fram tillögur til sérstakra lausna á meðan ástandið er slæmt. Ein af tillögum Flokks fólksins er að veita þeim foreldrum sem eru í mestri neyð aðstoð í formi sérstaks styrks á meðan verið að að ljúka framkvæmdum við leikskóla. Hin útfærsla Flokks fólksins er, að á meðan Reykjavíkurborg getur ekki veitt yngstu börnunum leikskólapláss að bjóða foreldrum mánaðarlegan styrk (heimgreiðslur) sem jafngildir niðurgreiðslum Reykjavíkurborgar fyrir leikskólapláss fyrstu tvö árin. Einhverjir foreldrar hafa tækifæri til að vera heima hjá barni sínu fyrstu misserin og geta vel hugsað sér að þiggja mánaðarlegar greiðslur frekar en að þiggja leikskólapláss. Heimgreiðsluúrræðið mun létta á biðlistum. Nóg er komið Þetta ástand kemur sérlega illa niður á foreldrum með lágar tekjur og sem eru ekki með stuðning fjölskyldu. Ungir foreldrar eru ekki allir með foreldra sína og stórfjölskyldu í Reykjavík til að hlaupa undir bagga. Fjölmargar fjölskyldur eru búnar að nýta öll úrræði sem þeim býðst og hafa engin frekari ráð til að fá pössun fyrir börn sín. Hvernig eiga foreldrar að geta stundað vinnu sína? Flokkur fólksins vill að fólkið í borginni verði í fyrsta sæti. Þjónustu er víða ábótavant og er skemmst að minnast langra biðlista í nánast alla þjónustu. Nú bíða 2012 börn eftir þjónustu t.d. sálfræðinga og talmeinafræðinga á vegum skólaþjónustu borgarinnar. Vonir stóðu til að Framsóknarflokkurinn myndi hrista rækilega upp í „gamla“ meirihlutanum . Vissulega er kjörtímabilið nýhafið með Framsóknarflokk sem nýrri viðbót. Fólk, börn og viðkvæmir hópar geta ekki beðið lengur. Það komið nóg af bið, afsökunum og sviknum loforðum. Mikilvægt er að meirihlutinn í borgarstjórn, skóla- og frístundasvið og velferðarsvið bregðist við þessu vandræðaástandi og sendi frá sér skýr skilaboð um að grípa eigi til alvöru aðgerða. Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn ReykjavíkurHelga Þórðardóttir, varaborgarfulltrúi Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Helga Þórðardóttir Flokkur fólksins Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ástandið í leikskólamálum borgarinnar er óásættanlegt. Enginn mótmælir því, ekki einu sinni meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur. Fyrst þegar hugmyndin um hinar svokölluðu ævintýraborgir, hreyfanlegir einingarleikskólar, var lögð á borð borgarstjórnar fylltust allir von og trú um að nú væri að nást utan um þennan gamla gróna vanda sem er hvað áþreifanlegastur á haustin. Mikil fjölgun hefur verið á umsóknum og má rekja vandann helst til húsnæðisleysis og manneklu. Vandinn hefur aldrei verið eins átakanlegur og nú. Störf í leikskóla eru ekki eftirsótt, alla vega ekki nógu eftirsótt. Launin eru léleg og álag mikið. Hvað fór úrskeiðis með þessar færanlegu einingar og húsnæðismálin er óljóst. Flokkur fólksins hefur spurst fyrir um þessi mál og einnig óskað eftir umræðu um þau í umhverfis- og skipulagsráði.Reykjavíkurborg þarf að taka sig verulega á þegar kemur að leikskólamálum. Reykjavíkurborg getur litið til þeirra lausna sem önnur sveitarfélög hafa beitt. Leikskólamál eru í lagi í mörgum sveitarfélögum sem eru komin fram úr Reykjavík bæði við að eyða biðlistum, þjónustu við börnin og foreldrana og eru dæmi að finna um leikskóla með gjaldfrjálsan mat og jafnvel einstök sveitarfélög hafa fellt niður leikskólagjöld. Ekki bara lofa heldur einnig að standa við loforðin Meirihlutinn í borgarstjórn hefur verið iðinn við að lofa en öðru máli gegnir um efndir. Hér þarf að gera betur. Bréf frá örvæntingarfullum foreldrum hafa hrannast upp í pósthólfum borgarfulltrúa undanfarnar vikur. Börn, jafnvel 20 mánaða gömul hafa fengið pláss á leikskóla sem er ekki til. Þessi staða veldur streitu og kvíða hjá foreldrum. Skylda Reykjavíkurborgar sem sveitarfélag með lögbundna þjónustu er að koma til aðstoðar með öllum mögulegum ráðum. Komið er að þolmörkum. Lausnir Flokkur fólksins, sem situr í minnihluta, hefur lagt fram tillögur til sérstakra lausna á meðan ástandið er slæmt. Ein af tillögum Flokks fólksins er að veita þeim foreldrum sem eru í mestri neyð aðstoð í formi sérstaks styrks á meðan verið að að ljúka framkvæmdum við leikskóla. Hin útfærsla Flokks fólksins er, að á meðan Reykjavíkurborg getur ekki veitt yngstu börnunum leikskólapláss að bjóða foreldrum mánaðarlegan styrk (heimgreiðslur) sem jafngildir niðurgreiðslum Reykjavíkurborgar fyrir leikskólapláss fyrstu tvö árin. Einhverjir foreldrar hafa tækifæri til að vera heima hjá barni sínu fyrstu misserin og geta vel hugsað sér að þiggja mánaðarlegar greiðslur frekar en að þiggja leikskólapláss. Heimgreiðsluúrræðið mun létta á biðlistum. Nóg er komið Þetta ástand kemur sérlega illa niður á foreldrum með lágar tekjur og sem eru ekki með stuðning fjölskyldu. Ungir foreldrar eru ekki allir með foreldra sína og stórfjölskyldu í Reykjavík til að hlaupa undir bagga. Fjölmargar fjölskyldur eru búnar að nýta öll úrræði sem þeim býðst og hafa engin frekari ráð til að fá pössun fyrir börn sín. Hvernig eiga foreldrar að geta stundað vinnu sína? Flokkur fólksins vill að fólkið í borginni verði í fyrsta sæti. Þjónustu er víða ábótavant og er skemmst að minnast langra biðlista í nánast alla þjónustu. Nú bíða 2012 börn eftir þjónustu t.d. sálfræðinga og talmeinafræðinga á vegum skólaþjónustu borgarinnar. Vonir stóðu til að Framsóknarflokkurinn myndi hrista rækilega upp í „gamla“ meirihlutanum . Vissulega er kjörtímabilið nýhafið með Framsóknarflokk sem nýrri viðbót. Fólk, börn og viðkvæmir hópar geta ekki beðið lengur. Það komið nóg af bið, afsökunum og sviknum loforðum. Mikilvægt er að meirihlutinn í borgarstjórn, skóla- og frístundasvið og velferðarsvið bregðist við þessu vandræðaástandi og sendi frá sér skýr skilaboð um að grípa eigi til alvöru aðgerða. Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn ReykjavíkurHelga Þórðardóttir, varaborgarfulltrúi Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun