Fer í framboð 95 ára Bjarki Sigurðsson skrifar 16. ágúst 2022 16:50 Lollobrigida á níutíu ára afmælisdaginn árið 2017. EPA/Angelo Carconi Ítalska leikkonan Gina Lollobrigida ætlar að bjóða sig fram í þingkosningunum á Ítalíu sem fara fram á næstunni. Lollobrigida varð 95 ára á árinu en hún er þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Hringjarinn frá Notre Dame og Keisarinn Venus. Lollobrigida skaust upp á stjörnuhimininn árið 1947 þegar hún tók þátt í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ítalía og endaði í þriðja sæti. Eftir það fór hún að leika í kvikmyndum og árið 1953 vann hún til BAFTA-verðlauna fyrir leik sinn í myndinni Brauð, ást og draumar (e. Pane, amore e fantasia). Sama ár lék hún í myndinni Beat the Devil og var það hennar fyrsta kvikmynd þar sem töluð var enska. Hún lék þar á móti Humphrey Bogart en hún átti eftir að leika með fleiri heimsfrægum leikurum, líkt og Burt Lancaster, Anthony Quinn og söngvaranum Frank Sinatra. Hún minnkaði við sig í leiklistinni í byrjun áttunda áratugarins en sneri aftur um skammt skeið tíu árum síðar. Síðustu ár hefur hún einbeitt sér að öðruvísi list en leiklistinni, þar á meðal myndlist og högglist. Nú stefnir hún hins vegar á feril í stjórnmálum og ætlar að bjóða sig fram fyrir Ítalska fullveldisflokkinn. Hún segist vera orðin þreytt á því að hlusta á stjórnmálamenn rífast við hvorn annan án þess að komast að niðurstöðu. „Ég mun berjast fyrir því að fólkið fái að velja, frá heilbrigðismálum til jafnréttismála. Ítalía er í slæmu ástandi, ég vil gera eitthvað gott og jákvætt,“ sagði hún í viðtali við ítalska miðilinn Corriere della Sera á sunnudaginn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lollobrigida fer í framboð en árið 1999 bauð hún sig fram til Evrópuþingsins en tókst ekki að komast þangað inn. Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Skartgripir Ginu Lollobrigidu seldir á uppboði Skartgripir í eigu ítölsku kvikmyndastjörnunnar Ginu Lollobrigidu verða seldir á uppboði í Genf í vikunni. 14. maí 2013 09:08 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira
Lollobrigida skaust upp á stjörnuhimininn árið 1947 þegar hún tók þátt í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ítalía og endaði í þriðja sæti. Eftir það fór hún að leika í kvikmyndum og árið 1953 vann hún til BAFTA-verðlauna fyrir leik sinn í myndinni Brauð, ást og draumar (e. Pane, amore e fantasia). Sama ár lék hún í myndinni Beat the Devil og var það hennar fyrsta kvikmynd þar sem töluð var enska. Hún lék þar á móti Humphrey Bogart en hún átti eftir að leika með fleiri heimsfrægum leikurum, líkt og Burt Lancaster, Anthony Quinn og söngvaranum Frank Sinatra. Hún minnkaði við sig í leiklistinni í byrjun áttunda áratugarins en sneri aftur um skammt skeið tíu árum síðar. Síðustu ár hefur hún einbeitt sér að öðruvísi list en leiklistinni, þar á meðal myndlist og högglist. Nú stefnir hún hins vegar á feril í stjórnmálum og ætlar að bjóða sig fram fyrir Ítalska fullveldisflokkinn. Hún segist vera orðin þreytt á því að hlusta á stjórnmálamenn rífast við hvorn annan án þess að komast að niðurstöðu. „Ég mun berjast fyrir því að fólkið fái að velja, frá heilbrigðismálum til jafnréttismála. Ítalía er í slæmu ástandi, ég vil gera eitthvað gott og jákvætt,“ sagði hún í viðtali við ítalska miðilinn Corriere della Sera á sunnudaginn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lollobrigida fer í framboð en árið 1999 bauð hún sig fram til Evrópuþingsins en tókst ekki að komast þangað inn.
Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Skartgripir Ginu Lollobrigidu seldir á uppboði Skartgripir í eigu ítölsku kvikmyndastjörnunnar Ginu Lollobrigidu verða seldir á uppboði í Genf í vikunni. 14. maí 2013 09:08 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira
Skartgripir Ginu Lollobrigidu seldir á uppboði Skartgripir í eigu ítölsku kvikmyndastjörnunnar Ginu Lollobrigidu verða seldir á uppboði í Genf í vikunni. 14. maí 2013 09:08