Kvartað yfir klofinni ríkisstjórn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. ágúst 2022 13:31 Fulltrúar Evrópusambandsins, sem höfðu það verkefni með höndum að hafa eftirlit með framgangi umsóknar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið á sínum tíma, lýstu því ítrekað yfir að það ylli verulegum áhyggjum að ríkisstjórnin væri klofin í afstöðu sinni til þess hvort ganga ætti þar inn. Einnig að innan stjórnarflokkanna væri eins ekki einhugur um málið. Til að mynda segir þannig í þingsályktunartillögu dagsettri 13. nóvember 2012 sem þingmaðurinn Cristian Dan Preda ritaði sem fulltrúi utanríkismálanefndar þings Evrópusambandsins um framvindu umsóknarinnar og samþykkt var með 56 atkvæðum gegn tveimur: „Þing Evrópusambandsins ítrekar áhyggjur sínar af pólitískum ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaflokkanna varðandi inngönguna í það“. Vísað er í þingsályktunartillögunni einkum til þeirrar staðreyndar að á meðan Samfylkingin var hlynnt inngöngu í Evrópusambandið var Vinstrihreyfingin – grænt framboð það ekki. Fyrir vikið var engin samstaða um það í ríkisstjórninni þegar til dæmis þurfti að samþykkja lokun einstakra kafla umsóknarferlisins að sambandinu. Voru til að mynda ítrekað gerðir ýmsir fyrirvarar í þeim efnum af hálfu einstakra ráðherra. Hefur sjálft ekki kunnað fótum sínum forráð Forystumenn þeirra stjórnmálaflokka sem vilja sjá Ísland ganga í Evrópusambandið, Viðreisnar og Samfylkingarinnar, hafa kallað eftir því í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu að ríkisstjórnin setji inngöngu í sambandið á dagskrá þrátt fyrir þá staðreynd að stjórnarflokkarnir eru allir andvígir því að ganga þar inn, buðu síðast fram undir þeirri stefnu í þingkosningunum síðasta haust og voru meðal annars kosnir út á hana. Flokkarnir tveir, sem vilja inngöngu í Evrópusambandið, fengu samanlagt minna fylgi í þingkosningunum síðasta haust en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Sú staða hefur ekki breytzt miðað við niðurstöður skoðanakannana þó að vart þurfi að taka það fram að kannanir eru ekki það sama og kosningar. Þessir flokkar kalla nú eftir því að stjórnarflokkarnir hunzi það sem þeir sögðu við kjósendur í aðdraganda kosninganna. Fullyrðingar, um að ástæða sé til þess að horfa til Evrópusambandsins með tilliti til öryggismála í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu, standast þess utan enga skoðun. Þó ekki nema fyrir þá staðreynd að sambandið hefur engan veginn kunnað fótum sínum forráð gagnvart stjórnvöldum í Rússlandi þegar kemur að orkuöryggi sem átt hefur stóran þátt í því að setja stöðu efnahagsmála innan þess í fullkomið uppnámi. Samstíga ríkisstjórn forsenda inngöngu í ESB Fyrir liggur þannig að ríkisstjórnin er ekki einungis með stjórnmálaflokk innanborðs sem andvígur er inngöngu í Evrópusambandið heldur hafa allir þrír stjórnarflokkarnir þá stefnu að standa áfram utan sambandsins. Velta má því fyrir sér, fyrir utan annað, hvernig ráðamenn í Brussel tækju því ef slík ríkisstjórn stæði að ósk um inngöngu í Evrópusambandið þegar klofin stjórn gagnvart málinu olli þeim ítrekuðum áhyggjum. Hvað sem annars líður mögulegum viðbrögðum Evrópusambandsins liggur fyrir að umsóknarferlið að því er afar umfangsmikið og tekur nokkur ár. Auk þess kemur víða fram í gögnum frá sambandinu að umsókn um inngöngu feli það í sér að markmiðið sé að ganga þar inn enda hafa fulltrúar þess ítrekað bent á það að fyrir liggi í öllum meginatriðum hvað hún hefði í för með sér. Þar er ekkert til sem heitir að „kíkja í pakkann“. Vert er að hafa þetta í huga þegar forystumenn Viðreisnar og Samfylkingarinnar tala fyrir því að tekin verði skref í þá átt að Ísland gangi í Evrópusambandið án þess að við völd sé ríkisstjórn með þingmeirihluta á bak við sig, kjörinn af íslenzkum kjósendum, sem samstíga er um að ganga þar inn. Hvort sem þeim líkar betur eða verr er um að ræða grundvallarforsendu í þeim efnum og það að mati sambandsins sjálfs. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Utanríkismál Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Fulltrúar Evrópusambandsins, sem höfðu það verkefni með höndum að hafa eftirlit með framgangi umsóknar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið á sínum tíma, lýstu því ítrekað yfir að það ylli verulegum áhyggjum að ríkisstjórnin væri klofin í afstöðu sinni til þess hvort ganga ætti þar inn. Einnig að innan stjórnarflokkanna væri eins ekki einhugur um málið. Til að mynda segir þannig í þingsályktunartillögu dagsettri 13. nóvember 2012 sem þingmaðurinn Cristian Dan Preda ritaði sem fulltrúi utanríkismálanefndar þings Evrópusambandsins um framvindu umsóknarinnar og samþykkt var með 56 atkvæðum gegn tveimur: „Þing Evrópusambandsins ítrekar áhyggjur sínar af pólitískum ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaflokkanna varðandi inngönguna í það“. Vísað er í þingsályktunartillögunni einkum til þeirrar staðreyndar að á meðan Samfylkingin var hlynnt inngöngu í Evrópusambandið var Vinstrihreyfingin – grænt framboð það ekki. Fyrir vikið var engin samstaða um það í ríkisstjórninni þegar til dæmis þurfti að samþykkja lokun einstakra kafla umsóknarferlisins að sambandinu. Voru til að mynda ítrekað gerðir ýmsir fyrirvarar í þeim efnum af hálfu einstakra ráðherra. Hefur sjálft ekki kunnað fótum sínum forráð Forystumenn þeirra stjórnmálaflokka sem vilja sjá Ísland ganga í Evrópusambandið, Viðreisnar og Samfylkingarinnar, hafa kallað eftir því í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu að ríkisstjórnin setji inngöngu í sambandið á dagskrá þrátt fyrir þá staðreynd að stjórnarflokkarnir eru allir andvígir því að ganga þar inn, buðu síðast fram undir þeirri stefnu í þingkosningunum síðasta haust og voru meðal annars kosnir út á hana. Flokkarnir tveir, sem vilja inngöngu í Evrópusambandið, fengu samanlagt minna fylgi í þingkosningunum síðasta haust en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Sú staða hefur ekki breytzt miðað við niðurstöður skoðanakannana þó að vart þurfi að taka það fram að kannanir eru ekki það sama og kosningar. Þessir flokkar kalla nú eftir því að stjórnarflokkarnir hunzi það sem þeir sögðu við kjósendur í aðdraganda kosninganna. Fullyrðingar, um að ástæða sé til þess að horfa til Evrópusambandsins með tilliti til öryggismála í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu, standast þess utan enga skoðun. Þó ekki nema fyrir þá staðreynd að sambandið hefur engan veginn kunnað fótum sínum forráð gagnvart stjórnvöldum í Rússlandi þegar kemur að orkuöryggi sem átt hefur stóran þátt í því að setja stöðu efnahagsmála innan þess í fullkomið uppnámi. Samstíga ríkisstjórn forsenda inngöngu í ESB Fyrir liggur þannig að ríkisstjórnin er ekki einungis með stjórnmálaflokk innanborðs sem andvígur er inngöngu í Evrópusambandið heldur hafa allir þrír stjórnarflokkarnir þá stefnu að standa áfram utan sambandsins. Velta má því fyrir sér, fyrir utan annað, hvernig ráðamenn í Brussel tækju því ef slík ríkisstjórn stæði að ósk um inngöngu í Evrópusambandið þegar klofin stjórn gagnvart málinu olli þeim ítrekuðum áhyggjum. Hvað sem annars líður mögulegum viðbrögðum Evrópusambandsins liggur fyrir að umsóknarferlið að því er afar umfangsmikið og tekur nokkur ár. Auk þess kemur víða fram í gögnum frá sambandinu að umsókn um inngöngu feli það í sér að markmiðið sé að ganga þar inn enda hafa fulltrúar þess ítrekað bent á það að fyrir liggi í öllum meginatriðum hvað hún hefði í för með sér. Þar er ekkert til sem heitir að „kíkja í pakkann“. Vert er að hafa þetta í huga þegar forystumenn Viðreisnar og Samfylkingarinnar tala fyrir því að tekin verði skref í þá átt að Ísland gangi í Evrópusambandið án þess að við völd sé ríkisstjórn með þingmeirihluta á bak við sig, kjörinn af íslenzkum kjósendum, sem samstíga er um að ganga þar inn. Hvort sem þeim líkar betur eða verr er um að ræða grundvallarforsendu í þeim efnum og það að mati sambandsins sjálfs. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun