Þúsundir voru saman komin í miðborg Stokkhólms í gær á menningarhátíð borgarinnar. Um klukkan tíu í gærköldi fannst bakpoki í almenningsgarðinum Kungsträdsgården og garðinum í kjölfarið lokað af lögreglu. Beina þurfti gagnandi vegfarendum og bílaumferð frá garðinum á meðan sprengjusveit var að störfum.
Samkvæmt frétt sænska ríkisútvarpsins varð strax ljóst að innihald pokans væri varhugavert og sprengjusveit því strax kölluð til. Nú hefur lögreglan staðfest að sprengja fannst í honum.
„Sprengjan er nú í rannsókn þar sem úrskurðað verður hvort hún hafi verið virk,“ sagði Erik Åkerlund upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Norrmalm á blaðamannafundi í dag.
Menningarhátíð Stokkhólms fór eins og áður sagði fram um helgina víða um borgina en stöðva þurfti hátíðarhöldin í Kungsträdgården eftir að bakpokinn hófst. Hátíðarhöld héldu þó áfram á Gustav Adolfs torgi og á Skeppsbron.
Aflýsa þurfti viðburðum á Karl XII torgi þar sem torgið var innan þess svæðis sem loka þurfti af vegna sprengjufundarins.
Frumrannsókn er þegar hafin en enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið.