Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. ágúst 2022 13:31 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir launaþjófnað ekki eiga að líðast í samfélaginu og vill taka á slíkum málum af meiri festu. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. Í gær var greint frá því að grunur léki á að milljónir króna hefðu verið hafðar af þremur erlendum starfsmönnum veitingastaðanna Flame og Bambus. Starfsmennirnir þrír voru félagsmenn í Matvís, sem á aðild að Fagfélögunum, en þau fengu ábendingu um málið og könnuðu nánar. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Benóny Harðarson, forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna, að launaþjófnaðarmál komi inn á þeirra borð í hverri viku. Þeim hafi fjölgað að undanförnu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir um grafalvarlegt mál að ræða. „Við höfum verið að vinna að því að setja skýrar lagaramma utan um þetta. Það hefur verið í undirbúningi í ráðuneytinu hjá mér um all langan tíma. Það kom frumvarp fram á þingi núna í vor, en það hefur ekki enn náðst samstaða um að ná almennilega utan um þetta meðal aðila vinnumarkaðarins,“ segir Guðmundur Ingi. Vill takast á við málin af meiri festu Eðli málsins samkvæmt er nokkuð erfitt að kortleggja hversu umfangsmikill launaþjófnaður er hér á landi. Oft séu það aðilar vinnumarkaðarins sem uppgötvi brotin. „Það er síðan spurningin: Hvernig á að takast á við það? Hvernig á að refsa fyrir launaþjófnað? Það er hið lagatæknilega atriði sem stjórnvöld, í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, þurfa að finna út úr. Við erum að vinna í því að reyna að koma á betrumbótum hvað það varðar. Ég tel persónulega, og mín pólitík er sú, að við eigum að takast á við þetta mál af mun meiri festu heldur en verið hefur.“ Þá sé mögulega hægt að ráðast í að kynna fólki sem kemur hingað til lands réttindi sín betur. „Og launaþjófnaður er auðvitað eitthvað sem á ekki að líðast í samfélaginu.“ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Í gær var greint frá því að grunur léki á að milljónir króna hefðu verið hafðar af þremur erlendum starfsmönnum veitingastaðanna Flame og Bambus. Starfsmennirnir þrír voru félagsmenn í Matvís, sem á aðild að Fagfélögunum, en þau fengu ábendingu um málið og könnuðu nánar. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Benóny Harðarson, forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna, að launaþjófnaðarmál komi inn á þeirra borð í hverri viku. Þeim hafi fjölgað að undanförnu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir um grafalvarlegt mál að ræða. „Við höfum verið að vinna að því að setja skýrar lagaramma utan um þetta. Það hefur verið í undirbúningi í ráðuneytinu hjá mér um all langan tíma. Það kom frumvarp fram á þingi núna í vor, en það hefur ekki enn náðst samstaða um að ná almennilega utan um þetta meðal aðila vinnumarkaðarins,“ segir Guðmundur Ingi. Vill takast á við málin af meiri festu Eðli málsins samkvæmt er nokkuð erfitt að kortleggja hversu umfangsmikill launaþjófnaður er hér á landi. Oft séu það aðilar vinnumarkaðarins sem uppgötvi brotin. „Það er síðan spurningin: Hvernig á að takast á við það? Hvernig á að refsa fyrir launaþjófnað? Það er hið lagatæknilega atriði sem stjórnvöld, í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, þurfa að finna út úr. Við erum að vinna í því að reyna að koma á betrumbótum hvað það varðar. Ég tel persónulega, og mín pólitík er sú, að við eigum að takast á við þetta mál af mun meiri festu heldur en verið hefur.“ Þá sé mögulega hægt að ráðast í að kynna fólki sem kemur hingað til lands réttindi sín betur. „Og launaþjófnaður er auðvitað eitthvað sem á ekki að líðast í samfélaginu.“
Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira