Elvar Már: Ekki við KKÍ að sakast Atli Arason skrifar 26. ágúst 2022 23:31 Elvar Már Friðriksson, leikmaður íslenska landsliðsins. Vísir/Hulda Margrét Elvar Már Friðriksson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir orð sín í viðtali eftir leik Íslands og Spánar hafa verið mistúlkið. „Þetta var algjörlega tekið úr samhengi það sem við sögðum. Ég var spurður eftir leikinn hvernig mér leið og ég sagði að ég væri þreyttur og fengið stuttan undirbúning. Það er ekki við KKÍ að sakast eða þjálfarana eða neinn. Það var enginn að benda neinum fingrum eða neitt slíkt. Þetta var bara mistúlkað,“ sagði Elvar Már í viðtali við Stöð 2 í dag. Viðtalið við Elvar í heild má sjá í spilaranum hér að neðan en þar fer Elvar meðal annars yfir þær ástæður af hverju íslenska liðið fékk styttri undirbúning. Framundan er hins vegar mikilvægur leikur landsliðsins við Úkraínu annað kvöld í undankeppni HM. Ísland verður að vinna leikinn til að komast aftur í bílstjórasæti í riðlinum fyrir sæti á heimsmeistaramótinu en Elvar telur Ísland eiga góða möguleika. „Við horfðum aðeins á myndbönd af þeim í dag og þeir líta hrikalega vel út. Þeir eru með marga stóra og góða leikmenn þannig þetta verður mjög erfitt verkefni. Ef við náum að halda tempóinu hátt uppi, reyna mynda þessa stemningu sem hefur verið í þessu húsi og spila okkar leik þá eigum við góða möguleika.“ Leikurinn fer fram í Ólafssal á Ásvöllum í troðfullri höll en nú þegar eru allir miðar á leikinn uppseldir. „Það er ekki þægilegt fyrir þessi lið að koma í lítið íþróttahús þar sem áhorfendur eru nálægt og háværir, við fáum mikinn meðbyr með áhorfendunum. Það er ekkert auðvelt að koma hingað og spila á móti okkur. Við fáum aukna orku þegar við erum að spila hér og þá getum við verið erfiðir,“ sagði Elvar Már Friðriksson, leikmaður Íslands. Klippa: Elvar Már: Ekki við KKÍ að sakast Landslið karla í körfubolta Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Sjá meira
„Þetta var algjörlega tekið úr samhengi það sem við sögðum. Ég var spurður eftir leikinn hvernig mér leið og ég sagði að ég væri þreyttur og fengið stuttan undirbúning. Það er ekki við KKÍ að sakast eða þjálfarana eða neinn. Það var enginn að benda neinum fingrum eða neitt slíkt. Þetta var bara mistúlkað,“ sagði Elvar Már í viðtali við Stöð 2 í dag. Viðtalið við Elvar í heild má sjá í spilaranum hér að neðan en þar fer Elvar meðal annars yfir þær ástæður af hverju íslenska liðið fékk styttri undirbúning. Framundan er hins vegar mikilvægur leikur landsliðsins við Úkraínu annað kvöld í undankeppni HM. Ísland verður að vinna leikinn til að komast aftur í bílstjórasæti í riðlinum fyrir sæti á heimsmeistaramótinu en Elvar telur Ísland eiga góða möguleika. „Við horfðum aðeins á myndbönd af þeim í dag og þeir líta hrikalega vel út. Þeir eru með marga stóra og góða leikmenn þannig þetta verður mjög erfitt verkefni. Ef við náum að halda tempóinu hátt uppi, reyna mynda þessa stemningu sem hefur verið í þessu húsi og spila okkar leik þá eigum við góða möguleika.“ Leikurinn fer fram í Ólafssal á Ásvöllum í troðfullri höll en nú þegar eru allir miðar á leikinn uppseldir. „Það er ekki þægilegt fyrir þessi lið að koma í lítið íþróttahús þar sem áhorfendur eru nálægt og háværir, við fáum mikinn meðbyr með áhorfendunum. Það er ekkert auðvelt að koma hingað og spila á móti okkur. Við fáum aukna orku þegar við erum að spila hér og þá getum við verið erfiðir,“ sagði Elvar Már Friðriksson, leikmaður Íslands. Klippa: Elvar Már: Ekki við KKÍ að sakast
Landslið karla í körfubolta Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Sjá meira