Veruleikatenging Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 17:31 309 kjarasamningar renna út næstu mánuði. Meðal þeirra eru samningar allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands, auk kjarasamnings BSRB við sveitarfélögin og fjöldi samninga ýmissa félaga háskólamenntaðra við ríki og sveitarfélög. Lífskjarasamningurinn sem nær til yfir 100.000 launþega í stærstu stéttarfélögum landsins rennur út fyrir áramót. Framundan eru erfiðar kjaraviðræður með stéttarfélög klofin í herðar niður vegna innbyrðis átaka. Hvað skiptir máli fyrir launafólk? Íslensk heimili eru spákaupmenn á gjaldeyrismarkaði og er nauðugur sá kostur að veðja sífellt á að krónan styrkist. Alla jafna taka spákaupmenn á sig áhættu í von um gróða en mun líklegra er að þeir tapi. Íslensk heimili eru tilneydd í áhættusöm og sveiflukennd viðskipti sem þau tapa alltaf á - því okkar örmynt hefur aldrei styrkst til lengri tíma. Það þarf ekki doktorspróf í sögu til að sannreyna þá fullyrðingu. En fyrir vikið er hið daglega líf fólks sífellt í spennitreyju. Ef tekin væri upp erlend mynt þá myndu þessar sveiflur ekki skipta venjulegt fólk jafnmiklu máli. Verð á neysluvörum yrði stöðugra. Laun héldust í hendur við neysluverð. Verðtryggingin hyrfi. Átök á vinnumarkaði yrðu minni. Af hverju eiga íslensk heimili að taka á sig duttlunga og sveiflur íslensku krónunnar? Þar sem birtingarmyndin er miklu hærra vaxtastig en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar, sem einnig glíma við sambærilega verðbólgu. Fyrir venjulegt fólk sem treysti á loforðaflaum stjórnarflokkanna um Ísland sem lágvaxtaland hafa húsnæðislán fólksins á breytilegum vöxtum hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Slík er nú kjarabótin með íslensku krónunni. Því til viðbótar er ríkissjóður rekinn með tæplega tvöhundruð milljarða halla sem verður seint metið skynsamt framlag til stöðugleika og lágrar verðbólgu. Draumsýn eða tálsýn? Okkar séríslenska króna skapar hættu fyrir heimilin, fyrirtækin og velferðina. Stefna Viðreisnar er að lífskjör verði hér samkeppnishæf og að stöðugleiki fáist fyrir heimilin og atvinnulíf. Að byggja upp fleiri og fjölbreyttari störf til lengri tíma. Að kveðja heimatilbúið og sveiflukennt hagkerfi og fá þess í stað nokkra vissu um hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Þessi draumsýn er hins vegar tálsýn nema við tengjumst eða tökum upp evru. Það er veruleikinn. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Kjaramál Fjármál heimilisins Íslenska krónan Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
309 kjarasamningar renna út næstu mánuði. Meðal þeirra eru samningar allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands, auk kjarasamnings BSRB við sveitarfélögin og fjöldi samninga ýmissa félaga háskólamenntaðra við ríki og sveitarfélög. Lífskjarasamningurinn sem nær til yfir 100.000 launþega í stærstu stéttarfélögum landsins rennur út fyrir áramót. Framundan eru erfiðar kjaraviðræður með stéttarfélög klofin í herðar niður vegna innbyrðis átaka. Hvað skiptir máli fyrir launafólk? Íslensk heimili eru spákaupmenn á gjaldeyrismarkaði og er nauðugur sá kostur að veðja sífellt á að krónan styrkist. Alla jafna taka spákaupmenn á sig áhættu í von um gróða en mun líklegra er að þeir tapi. Íslensk heimili eru tilneydd í áhættusöm og sveiflukennd viðskipti sem þau tapa alltaf á - því okkar örmynt hefur aldrei styrkst til lengri tíma. Það þarf ekki doktorspróf í sögu til að sannreyna þá fullyrðingu. En fyrir vikið er hið daglega líf fólks sífellt í spennitreyju. Ef tekin væri upp erlend mynt þá myndu þessar sveiflur ekki skipta venjulegt fólk jafnmiklu máli. Verð á neysluvörum yrði stöðugra. Laun héldust í hendur við neysluverð. Verðtryggingin hyrfi. Átök á vinnumarkaði yrðu minni. Af hverju eiga íslensk heimili að taka á sig duttlunga og sveiflur íslensku krónunnar? Þar sem birtingarmyndin er miklu hærra vaxtastig en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar, sem einnig glíma við sambærilega verðbólgu. Fyrir venjulegt fólk sem treysti á loforðaflaum stjórnarflokkanna um Ísland sem lágvaxtaland hafa húsnæðislán fólksins á breytilegum vöxtum hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Slík er nú kjarabótin með íslensku krónunni. Því til viðbótar er ríkissjóður rekinn með tæplega tvöhundruð milljarða halla sem verður seint metið skynsamt framlag til stöðugleika og lágrar verðbólgu. Draumsýn eða tálsýn? Okkar séríslenska króna skapar hættu fyrir heimilin, fyrirtækin og velferðina. Stefna Viðreisnar er að lífskjör verði hér samkeppnishæf og að stöðugleiki fáist fyrir heimilin og atvinnulíf. Að byggja upp fleiri og fjölbreyttari störf til lengri tíma. Að kveðja heimatilbúið og sveiflukennt hagkerfi og fá þess í stað nokkra vissu um hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Þessi draumsýn er hins vegar tálsýn nema við tengjumst eða tökum upp evru. Það er veruleikinn. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun