Heimalestur: að berja börn til bókar eða nesta fyrir framtíðina? Anna Söderström skrifar 29. ágúst 2022 19:31 Nú eru grunnskólar aftur teknir til starfa og mörg börn koma heim með lestrarhefti í skólatöskunni með kröfum um daglegan heimalestur. Fyrir margar fjölskyldur getur þó reynst erfitt, jafnvel ómögulegt þrátt fyrir góðan vilja, að uppfylla kröfur um að lesa fimm sinum í viku. Foreldrahlutverkið krefst mikils og í amstri hversdagsins eru ýmis krefjandi verkefni sem foreldrar verða að sinna auk heimalesturs barna. Foreldrar, sem að auki sinna fullu starfi utan heimilis, hafa ekki endilega mikinn tíma aflögu, sérstaklega ef mörg grunnskólabörn eru á heimilinu sem öll eiga að lesa. Þá lengist korters heimalestur til muna. Sama á við ef barn vill alls ekki lesa heima eða getur það ekki. Í slíkum aðstæðum getur korters lestur á dag orðið óyfirstíganleg hindrun sem veldur kvíða og stressi frekar en að vekja lestrargleði. Heimalestur þykir svo sjálfsagður hluti af skólagöngu barna að við höfum gleymt að spyrja okkur hvort það sé virkilega sjálfsagt að skólakerfið geri kröfur til barna og foreldra um daglegar lestrarstundir heima án þess að taka tillit til ólíkra aðstæðna hjá fjölskyldum til þess að mæta slíkum kröfum. Staðlað fyrirkomulag heimalesturs hentar sumum betur en öðrum. Grunnskóli á að vera fyrir alla, ekki bara suma. Þegar ábyrgð á mikilvægri lestrarþjálfun er færð frá skólum á herðar foreldra fylgir sú hætta að börn fái mismikinn stuðning við lestrarþjálfun eftir heimilisaðstæðum. Börnin standa því ekki jafnfætis þegar kemur að möguleikum til lestrarþjálfunar og þetta fyrirkomulag samræmist varla markmiðum um jafnrétti til náms. Þetta er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að börn mæta oft ólíku viðmóti í skóla eftir því hversu oft foreldrar þeirra hafa látið þau lesa heima. Barn sem les oft fær umbun, t.d. límmiða eða stimpil í lestrarheftið, á meðan barn sem les sjaldnar og nær ekki að uppfylla kröfur um heimalestur fær athugasemd og kröfu um að leggja harðar að sér. Spyrja má hvaða áhrif þetta fyrirkomulag hefur á sjálfsmynd þessara barna sem lesanda og nemanda. Að auki má spyrja hvort fyrirkomulag og kröfur um skráningu heimalesturs sé til þess fallið að hvetja og auka áhuga barna á lestri. Það er vissulega hefð fyrir heimalestri grunnskólabarna á Íslandi. Sú staðreynd þýðir þó ekki að ekki megi endurskoða fyrirkomulag heimalesturs og breyta því til að ná betur markmiðum um læsi barna og stuðla að jafnrétti þeirra til náms. Því vil ég skora á kennara og skólayfirvöld: Í stað þess að senda börn heim með lestrarhefti, bjóðið frekar til uppbyggilegs samtals við börn og foreldra um hvernig megi skapa merkingarbært samstarf milli heimilis og skóla sem tekur mið af ólíkum aðstæðum sem börn alast upp við. Þá ættu skólar alls ekki að láta börn sem ekki hafa lesið heima gjalda þess með athugasemdum um að ekki sé nógu mikið lesið heldur styðja þau enn frekar og trygga að öll börn fái þá lestrarþjálfun sem þau þurfa, óháð því hvort foreldrar geti sinnt þjálfuninni eða ekki. Höfundur er doktorsnemi í þjóðfræði og rannsakar lestrarmenningu á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Nú eru grunnskólar aftur teknir til starfa og mörg börn koma heim með lestrarhefti í skólatöskunni með kröfum um daglegan heimalestur. Fyrir margar fjölskyldur getur þó reynst erfitt, jafnvel ómögulegt þrátt fyrir góðan vilja, að uppfylla kröfur um að lesa fimm sinum í viku. Foreldrahlutverkið krefst mikils og í amstri hversdagsins eru ýmis krefjandi verkefni sem foreldrar verða að sinna auk heimalesturs barna. Foreldrar, sem að auki sinna fullu starfi utan heimilis, hafa ekki endilega mikinn tíma aflögu, sérstaklega ef mörg grunnskólabörn eru á heimilinu sem öll eiga að lesa. Þá lengist korters heimalestur til muna. Sama á við ef barn vill alls ekki lesa heima eða getur það ekki. Í slíkum aðstæðum getur korters lestur á dag orðið óyfirstíganleg hindrun sem veldur kvíða og stressi frekar en að vekja lestrargleði. Heimalestur þykir svo sjálfsagður hluti af skólagöngu barna að við höfum gleymt að spyrja okkur hvort það sé virkilega sjálfsagt að skólakerfið geri kröfur til barna og foreldra um daglegar lestrarstundir heima án þess að taka tillit til ólíkra aðstæðna hjá fjölskyldum til þess að mæta slíkum kröfum. Staðlað fyrirkomulag heimalesturs hentar sumum betur en öðrum. Grunnskóli á að vera fyrir alla, ekki bara suma. Þegar ábyrgð á mikilvægri lestrarþjálfun er færð frá skólum á herðar foreldra fylgir sú hætta að börn fái mismikinn stuðning við lestrarþjálfun eftir heimilisaðstæðum. Börnin standa því ekki jafnfætis þegar kemur að möguleikum til lestrarþjálfunar og þetta fyrirkomulag samræmist varla markmiðum um jafnrétti til náms. Þetta er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að börn mæta oft ólíku viðmóti í skóla eftir því hversu oft foreldrar þeirra hafa látið þau lesa heima. Barn sem les oft fær umbun, t.d. límmiða eða stimpil í lestrarheftið, á meðan barn sem les sjaldnar og nær ekki að uppfylla kröfur um heimalestur fær athugasemd og kröfu um að leggja harðar að sér. Spyrja má hvaða áhrif þetta fyrirkomulag hefur á sjálfsmynd þessara barna sem lesanda og nemanda. Að auki má spyrja hvort fyrirkomulag og kröfur um skráningu heimalesturs sé til þess fallið að hvetja og auka áhuga barna á lestri. Það er vissulega hefð fyrir heimalestri grunnskólabarna á Íslandi. Sú staðreynd þýðir þó ekki að ekki megi endurskoða fyrirkomulag heimalesturs og breyta því til að ná betur markmiðum um læsi barna og stuðla að jafnrétti þeirra til náms. Því vil ég skora á kennara og skólayfirvöld: Í stað þess að senda börn heim með lestrarhefti, bjóðið frekar til uppbyggilegs samtals við börn og foreldra um hvernig megi skapa merkingarbært samstarf milli heimilis og skóla sem tekur mið af ólíkum aðstæðum sem börn alast upp við. Þá ættu skólar alls ekki að láta börn sem ekki hafa lesið heima gjalda þess með athugasemdum um að ekki sé nógu mikið lesið heldur styðja þau enn frekar og trygga að öll börn fái þá lestrarþjálfun sem þau þurfa, óháð því hvort foreldrar geti sinnt þjálfuninni eða ekki. Höfundur er doktorsnemi í þjóðfræði og rannsakar lestrarmenningu á Íslandi.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun