Hopwood greindi frá þessu í sjónvarpsviðtali hjá One Africa TV.
Héraðssaksóknari er með til rannsóknar meintar mútugreiðslur og meinta spillingu sem tengjast úthlutun fiskveiðikvóta í Namibíu.
„Fyrst á dagskrá er að komast að því hversu mikið tjónið er og það er talsverð rannsóknarvinna í gangi sem hverfist einmitt um það, ekki aðeins í Namibíu, heldur víðar. Verið er að reyna að finna út hversu háar upphæðir teknar voru út úr Namibíu; hversu mikið Namibía tapaði vegna Samherjamálsins.“
Alls konar leiðir séu færar til að reyna að endurheimta fé; það geti þýtt lögsóknir, samningaviðræður og fleira. Verið sé að vinna að því að kortleggja leiðir.
TI-IS is fortunate to work closely with IPPR in Namibia on our mission for justice in #Fishrot https://t.co/7RfjfzOaOk
— Transparency Int'l Iceland (@TI_Iceland) August 30, 2022
„Íslandsdeild er ekki gáfumannaklúbbur sem situr bara og pælir í spillingu. Við erum stofnuð til að gera gagn. Við erum alþjóðleg samtök sem berst á öllum vígstöðvum; hér heima og á alþjóðagrundvelli. Það segir sig því sjálft að við tökum þátt í baráttu um endurheimt í stórum spillingarmálum þegar möguleiki er á slíku,“ segir Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International í samtali við fréttastofu.