Blaðamennska í ágjöf norðlensks réttarfars Halldór Reynisson skrifar 31. ágúst 2022 13:01 Enn hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra kallað fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna tapaðs síma í eigu húskarls Samherja. Enn heyrist ekkert af yfirheyrslum yfir Samherjamönnum vegna meintar mútustarfssemi í þróunarlandi – örlítið stærra mál en tapaður sími. Á árum áður þegar ég starfaði við blaðamennsku kom það fyrir að valdamiklir einstaklingar í stjórnmálum sæktu að blaðamönnum. Í seinni tíð eru fjárgróðamenn helsta ógnin við góða blaða- og fréttamennsku á Íslandi. Af hverju skiptir máli að rannsaka Samherjamenn og meintar mútur frekar en símastuld? Vegna þess að sótt er að lýðræðinu og réttarríkinu um allan heim – einnig á Íslandi. Erlendis eru það auðmenn og harðstjórar, hérlendis helst þau sem auði safna. Fólk sem felur jafnvel peningana sína (stundum aflað úr menguðum sjó kvótakerfis) en notar þá svo til að koma höggi á andstæðinga sína. Að manni læðist sá grunur að áhrifavald sjófurstanna á “gömlu góðu Akureyri” nái inn á borð lögreglustjórans þar í bæ. Nema að hann sé svo duglegur að leita uppi sérhvern stolinn síma í sínu umdæmi. Dugnaður sem ætti að vera sérstökum saksóknara til eftirbreytni í að leita uppi peningana í kjölfari Samherjamanna. Upp í hugann kemur réttarfarið á öldum áður þegar hungrað fólk var hengt fyrir stuld á snærisspotta á meðan valdsherrar komust upp með að sölsa undir sig lifibrauð annarra. Stundum er eina vörn lýðræðisins “fjórða valdið”, - gagnrýnir blaðamenn sem sjá það sem hlutverk sitt að afhjúpa peningaslóðina. Blaðamenn sem hafa sannleiksleit að leiðarljósi. Starfa í þágu “almannahagsmuna” eins og það heitir á lagamáli. Feður vestræns lýðræðis höfðu það í huga þegar þeir brýndu réttinn til frjálsrar fréttamennsku. Kannski ætti norðlensk löggæsla að rétta kúrsinn með því að leita í smiðju norðlensks skálds frá Gröf á Höfðastönd þegar það segir: Vei þeim dómara´, er veit og sér, Víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns, að víkja´ af götu sannleikans. Höfundur er blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Sjávarútvegur Lögreglan Fjölmiðlar Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Enn hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra kallað fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna tapaðs síma í eigu húskarls Samherja. Enn heyrist ekkert af yfirheyrslum yfir Samherjamönnum vegna meintar mútustarfssemi í þróunarlandi – örlítið stærra mál en tapaður sími. Á árum áður þegar ég starfaði við blaðamennsku kom það fyrir að valdamiklir einstaklingar í stjórnmálum sæktu að blaðamönnum. Í seinni tíð eru fjárgróðamenn helsta ógnin við góða blaða- og fréttamennsku á Íslandi. Af hverju skiptir máli að rannsaka Samherjamenn og meintar mútur frekar en símastuld? Vegna þess að sótt er að lýðræðinu og réttarríkinu um allan heim – einnig á Íslandi. Erlendis eru það auðmenn og harðstjórar, hérlendis helst þau sem auði safna. Fólk sem felur jafnvel peningana sína (stundum aflað úr menguðum sjó kvótakerfis) en notar þá svo til að koma höggi á andstæðinga sína. Að manni læðist sá grunur að áhrifavald sjófurstanna á “gömlu góðu Akureyri” nái inn á borð lögreglustjórans þar í bæ. Nema að hann sé svo duglegur að leita uppi sérhvern stolinn síma í sínu umdæmi. Dugnaður sem ætti að vera sérstökum saksóknara til eftirbreytni í að leita uppi peningana í kjölfari Samherjamanna. Upp í hugann kemur réttarfarið á öldum áður þegar hungrað fólk var hengt fyrir stuld á snærisspotta á meðan valdsherrar komust upp með að sölsa undir sig lifibrauð annarra. Stundum er eina vörn lýðræðisins “fjórða valdið”, - gagnrýnir blaðamenn sem sjá það sem hlutverk sitt að afhjúpa peningaslóðina. Blaðamenn sem hafa sannleiksleit að leiðarljósi. Starfa í þágu “almannahagsmuna” eins og það heitir á lagamáli. Feður vestræns lýðræðis höfðu það í huga þegar þeir brýndu réttinn til frjálsrar fréttamennsku. Kannski ætti norðlensk löggæsla að rétta kúrsinn með því að leita í smiðju norðlensks skálds frá Gröf á Höfðastönd þegar það segir: Vei þeim dómara´, er veit og sér, Víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns, að víkja´ af götu sannleikans. Höfundur er blaðamaður.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar