Borgarstjórn á beinni braut Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 7. september 2022 08:00 „Hver er sérstaða þín flokks?” er ég stundum spurð. “Hver er munurinn á Viðreisn og Sjálfstæðisflokki eða Samfylkingu?” eru spurningar sem fylgja gjarnan á eftir. Það vefst ekki fyrir mér að svara þessu, enda er Viðreisn með sitt eigið hryggjarstykki, sína eigin sérstöðu sem við erum stolt af. Viðreisn er nútímalegur frjálslyndur Evrópuflokkur sem vinnur alltaf að almannahagsmunum og trúir því að jafnrétti og loftslagsmál séu lykilbreytur í öllu sem við gerum, hvort sem er á þingi eða í sveitarstjórnum. Styrkurinn felst í breiddinni Í nútíðinni leynist samvinna margra flokka. Samstarf og málamiðlanir er það sem koma skal. Fjórflokkurinn er liðinn undir lok og nýir flokkar hafa bæst við flóruna. Með þessari þróun í pólitíkinni munum við venjast samstarfi fleiri flokka en áður sem sameinast um sameiginlega sýn og markmið. Þetta kallar á að vinnu við að finna það sem flokkarnir eiga sameiginlegt. En þessi veruleiki kallar líka á það að í samstarfi margra flokka þurfa allir verða að fá sitt svið fyrir það sem aðgreinir þá. Í gær fórum við í borgarstjórn yfir nýjan samstarfssáttmála ólíkra flokka sem mynda meirihlutann í borginni. Samstarfssáttmálinn er einmitt gott dæmi um mikilvægi samvinnu. Í upphafi nýs kjörtímabils sammældumst við um gott samkomulag sem byggir á afar skýrri sameiginlegri sýn á framtíð og þróun borgarinnar. Það þýðir ekki að við séum öll eins og sammála um allt, það er af og frá. Við erum ólíkir flokkar og það er okkar styrkur. Við ræðum opinskátt saman um þau málefni sem aðgreina okkur og komumst að sameiginlegri niðurstöðu. Við erum, hvert og eitt, dugleg að ýta á þau málefni sem við brennum fyrir og minna á sjónarmið ef við teljum að eitthvað hafi gleymst. Ætlum að vera óþreytandi Í samstarfsáttmálanum settum við fram ítarlegan verkefnalista þar sem dregin eru fram 18 verkefni sem hefja á strax og sáttmála um stór sem lítil verkefni sem við munum vinna að á næstu fjórum árum. Við í Viðreisn höfum í meirhluta verið óþreytandi að benda á mikilvægi fjölbreytts reksturs og atvinnulífsins, ýta á eftir því að bilið verði brúað milli fæðingarorlofs og leikskóla, leitað verði leiða til að bæta þjónustu borgarinnar með stafrænum skrefum, bæta skipulag hennar og ferla. Og að fjármálin séu tekin föstum tökum. Aðrir flokkar hafa haft sínar áherslur. En verk þessa meirihluta væru ekki þau sömu ef bara einn flokkur væri við völd, sem hefði ekki ólíka aðila að semja við sig til niðurstöðu. Ný og betri borgarstjórn Umræðan í borgarstjórn í gær var afar góð, uppbyggileg og skemmtileg. Allir flokkar ræddu sín mál, kynntu sín rök og pólitíska sýn. Upptakturinn var sérdeilis góður og málefnalegur og fagna ég því sérstaklega. Borgarstjórn sýndi pólitíska breidd sína og styrk, þvert á flokka sem er afar jákvætt fyrir alla borgarbúa. Framtíðin leynist í samvinnu marga flokka, og við sem leiðum þá vinnu búum yfir yfirsýn sem þarf til að sú samvinna beri árangur. Með þekkingu og reynslu í farteskinu langar mig að byggja frjálst og réttlátt borgarsamfélag og ég hlakka til þess að gera það með allri borgarstjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og forseti borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Borgarstjórn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
„Hver er sérstaða þín flokks?” er ég stundum spurð. “Hver er munurinn á Viðreisn og Sjálfstæðisflokki eða Samfylkingu?” eru spurningar sem fylgja gjarnan á eftir. Það vefst ekki fyrir mér að svara þessu, enda er Viðreisn með sitt eigið hryggjarstykki, sína eigin sérstöðu sem við erum stolt af. Viðreisn er nútímalegur frjálslyndur Evrópuflokkur sem vinnur alltaf að almannahagsmunum og trúir því að jafnrétti og loftslagsmál séu lykilbreytur í öllu sem við gerum, hvort sem er á þingi eða í sveitarstjórnum. Styrkurinn felst í breiddinni Í nútíðinni leynist samvinna margra flokka. Samstarf og málamiðlanir er það sem koma skal. Fjórflokkurinn er liðinn undir lok og nýir flokkar hafa bæst við flóruna. Með þessari þróun í pólitíkinni munum við venjast samstarfi fleiri flokka en áður sem sameinast um sameiginlega sýn og markmið. Þetta kallar á að vinnu við að finna það sem flokkarnir eiga sameiginlegt. En þessi veruleiki kallar líka á það að í samstarfi margra flokka þurfa allir verða að fá sitt svið fyrir það sem aðgreinir þá. Í gær fórum við í borgarstjórn yfir nýjan samstarfssáttmála ólíkra flokka sem mynda meirihlutann í borginni. Samstarfssáttmálinn er einmitt gott dæmi um mikilvægi samvinnu. Í upphafi nýs kjörtímabils sammældumst við um gott samkomulag sem byggir á afar skýrri sameiginlegri sýn á framtíð og þróun borgarinnar. Það þýðir ekki að við séum öll eins og sammála um allt, það er af og frá. Við erum ólíkir flokkar og það er okkar styrkur. Við ræðum opinskátt saman um þau málefni sem aðgreina okkur og komumst að sameiginlegri niðurstöðu. Við erum, hvert og eitt, dugleg að ýta á þau málefni sem við brennum fyrir og minna á sjónarmið ef við teljum að eitthvað hafi gleymst. Ætlum að vera óþreytandi Í samstarfsáttmálanum settum við fram ítarlegan verkefnalista þar sem dregin eru fram 18 verkefni sem hefja á strax og sáttmála um stór sem lítil verkefni sem við munum vinna að á næstu fjórum árum. Við í Viðreisn höfum í meirhluta verið óþreytandi að benda á mikilvægi fjölbreytts reksturs og atvinnulífsins, ýta á eftir því að bilið verði brúað milli fæðingarorlofs og leikskóla, leitað verði leiða til að bæta þjónustu borgarinnar með stafrænum skrefum, bæta skipulag hennar og ferla. Og að fjármálin séu tekin föstum tökum. Aðrir flokkar hafa haft sínar áherslur. En verk þessa meirihluta væru ekki þau sömu ef bara einn flokkur væri við völd, sem hefði ekki ólíka aðila að semja við sig til niðurstöðu. Ný og betri borgarstjórn Umræðan í borgarstjórn í gær var afar góð, uppbyggileg og skemmtileg. Allir flokkar ræddu sín mál, kynntu sín rök og pólitíska sýn. Upptakturinn var sérdeilis góður og málefnalegur og fagna ég því sérstaklega. Borgarstjórn sýndi pólitíska breidd sína og styrk, þvert á flokka sem er afar jákvætt fyrir alla borgarbúa. Framtíðin leynist í samvinnu marga flokka, og við sem leiðum þá vinnu búum yfir yfirsýn sem þarf til að sú samvinna beri árangur. Með þekkingu og reynslu í farteskinu langar mig að byggja frjálst og réttlátt borgarsamfélag og ég hlakka til þess að gera það með allri borgarstjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og forseti borgarstjórnar.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar