Elísabet verður jarðsungin 19. september Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2022 16:15 Elísabet verður borin til grafar 19. september næstkomandi. getty Elísabet önnur Bretadrottning verður jarðsungin frá dómkirkjunni Westminster Abbey mánudaginn 19. september næstkomandi. Elísabet lést umkringd fjölskyldu sinni í Balmoral kastala í Skotlandi á fimmtudag. Hún var orðin 96 ára gömul og hafði setið á valdastóli í sjötíu ár. Sonur hennar Karl var í morgun lýstur konungur. Westminster Abbey er sá staður sem konungar og drottningar Bretlands hafa í aldanna rás verið krýnd. Þá voru þau Elísabet og Filippus prins vígð í hjónaband í kirkjunni árið 1947. Þjóðarleiðtogar frá öllum heimshornum munu ferðast til Lundúna til að vera viðstaddir útförinni til þess að minnast þeirra áratuga sem drottningin þjónaði landi sínu og þjóð. Þá er ráðgert að breskir stjórnmálamenn og fyrrverandi forsætisráðherrar verði viðstaddir útförinni, sem mun vera sýnd í beinni útsendingu í sjónvarpi. Líklegt er, samkvæmt frétt BBC, að David Hoyle sóknarprestur Westminster, sem drottningin skipaði sjálf, muni stjórna útförinni ásamt Justin Welby erkibiskup í Cantebury. Þá er líklegt að Liz Truss forsætisráðherra muni lesa ritningarlestur við athöfnina. Síðasta ferðalag drottningarinnar hefst á morgun Drottningin mun halda af stað í sitt síðasta ferðalag á morgun þegar líkkista hennar, sem BBC segir smíðaða úr eik, verður borin til Edinborgar. Þar verður kistu hennar komið fyrir í dómkirkju Sankti Giles í Edinborg svo almenningur geti vottað henni virðingu sína. Sólarhring síðar verður flogið með hana til Lundúna. Þar getur almenningur vottað henni virðingu sína í fjóra daga í Westminster Hall í Lundúnum. Dagana fyrir útförina munu Karl þriðji Bretakonungur og eiginkona hans Kamilla ferðast til Skotlands, Norður-Írlands og Wales. Landanna þriggja sem auk Englands mynda Bretland. Fyrst fara þau til Skotlands, þar sem þau munu heimsækja skoska þingið og sækja athöfn til minningar um drottninguna. Á þriðjudag munu hjónin halda til Belfast og heimsækja Hillsborough kastala. Þar munu þau einnig sækja athöfn til minningar um drottninguna og hita fyrir norðurírska þingið. Þar á eftir snúa þau aftur til Lundúna til þess að vera viðstödd þegar líkkista Elísabetar kemur til borgarinnar. Á föstudag munu þau ferðast til Wales. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Bretland Kóngafólk Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Elísabet lést umkringd fjölskyldu sinni í Balmoral kastala í Skotlandi á fimmtudag. Hún var orðin 96 ára gömul og hafði setið á valdastóli í sjötíu ár. Sonur hennar Karl var í morgun lýstur konungur. Westminster Abbey er sá staður sem konungar og drottningar Bretlands hafa í aldanna rás verið krýnd. Þá voru þau Elísabet og Filippus prins vígð í hjónaband í kirkjunni árið 1947. Þjóðarleiðtogar frá öllum heimshornum munu ferðast til Lundúna til að vera viðstaddir útförinni til þess að minnast þeirra áratuga sem drottningin þjónaði landi sínu og þjóð. Þá er ráðgert að breskir stjórnmálamenn og fyrrverandi forsætisráðherrar verði viðstaddir útförinni, sem mun vera sýnd í beinni útsendingu í sjónvarpi. Líklegt er, samkvæmt frétt BBC, að David Hoyle sóknarprestur Westminster, sem drottningin skipaði sjálf, muni stjórna útförinni ásamt Justin Welby erkibiskup í Cantebury. Þá er líklegt að Liz Truss forsætisráðherra muni lesa ritningarlestur við athöfnina. Síðasta ferðalag drottningarinnar hefst á morgun Drottningin mun halda af stað í sitt síðasta ferðalag á morgun þegar líkkista hennar, sem BBC segir smíðaða úr eik, verður borin til Edinborgar. Þar verður kistu hennar komið fyrir í dómkirkju Sankti Giles í Edinborg svo almenningur geti vottað henni virðingu sína. Sólarhring síðar verður flogið með hana til Lundúna. Þar getur almenningur vottað henni virðingu sína í fjóra daga í Westminster Hall í Lundúnum. Dagana fyrir útförina munu Karl þriðji Bretakonungur og eiginkona hans Kamilla ferðast til Skotlands, Norður-Írlands og Wales. Landanna þriggja sem auk Englands mynda Bretland. Fyrst fara þau til Skotlands, þar sem þau munu heimsækja skoska þingið og sækja athöfn til minningar um drottninguna. Á þriðjudag munu hjónin halda til Belfast og heimsækja Hillsborough kastala. Þar munu þau einnig sækja athöfn til minningar um drottninguna og hita fyrir norðurírska þingið. Þar á eftir snúa þau aftur til Lundúna til þess að vera viðstödd þegar líkkista Elísabetar kemur til borgarinnar. Á föstudag munu þau ferðast til Wales.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Bretland Kóngafólk Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira