Ráðherrar kasta á milli sín heitri (franskri) kartöflu Ólafur Stephensen skrifar 12. september 2022 10:31 Félag atvinnurekenda sendi Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra erindi 24. ágúst síðastliðinn og hvatti þau til að beita sér fyrir niðurfellingu 76% tolls, sem lagður er á innfluttar franskar kartöflur. Rökin fyrir að fella tollinn niður eru augljós. Hann var lagður á til að vernda innlenda framleiðslu. Lengi vel hefur hann verndað eitt fyrirtæki, Þykkvabæjar, sem framleiddi franskar kartöflur – reyndar úr innfluttum kartöflum að stórum hluta. Hinn 24. ágúst tilkynnti fyrirtækið að það væri hætt framleiðslunni. Hæsti prósentutollur tollskrárinnar verndar þá ekkert lengur. Hann er bara úreltur og ósanngjarn skattur á verzlun, veitingarekstur og neytendur í landinu, sem nemur 300-400 milljónum króna á ári. Svar barst um hæl frá atvinnuvegaráðuneytinu 26. ágúst. Þar sagði: „Af þessu tilefni skal það upplýst að matvælaráðherra hefur ekki aðkomu að ákvörðun tolls fyrir umrædda vöru þar sem hún ber einungis verðtoll og heyrir því slíkur innflutningur undir valdsvið fjármálaráðherra.“ Afrit af bréfinu fór á fjármálaráðuneytið. Í fréttum Stöðvar 2 föstudaginn 9. september sagði Bjarni Benediktsson: „Þetta er ekki á mínu borði. Þetta er hjá landbúnaðarráðherranum eða matvælaráðherranum, að vinna að tollfrelsi með landbúnaðarafurðir. Ég er hlynntur því að lækka tolla. Þetta er oft og tíðum bara skattur á íslenska neytendur.“ Það gengur að sjálfsögðu ekki að stjórnmálamenn firri sig ábyrgð með því að kasta málum á milli sín eins og heitri kartöflu. Í ljósi þess að Svandís og Bjarni hittast tvisvar í viku, á ríkisstjórnarfundum á þriðjudögum og föstudögum, hljóta þau að geta talað saman um málið og komizt að niðurstöðu um hvort þeirra ber ábyrgð á að leggja til breytingar á úreltum verndarskatti. Næsti fundur er á morgun, þá er tækifærið. Næsta skref er svo frumvarp – eða breytingartillaga við einhver af fylgifrumvörpum fjárlaganna – um að fella tollinn niður. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda sendi Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra erindi 24. ágúst síðastliðinn og hvatti þau til að beita sér fyrir niðurfellingu 76% tolls, sem lagður er á innfluttar franskar kartöflur. Rökin fyrir að fella tollinn niður eru augljós. Hann var lagður á til að vernda innlenda framleiðslu. Lengi vel hefur hann verndað eitt fyrirtæki, Þykkvabæjar, sem framleiddi franskar kartöflur – reyndar úr innfluttum kartöflum að stórum hluta. Hinn 24. ágúst tilkynnti fyrirtækið að það væri hætt framleiðslunni. Hæsti prósentutollur tollskrárinnar verndar þá ekkert lengur. Hann er bara úreltur og ósanngjarn skattur á verzlun, veitingarekstur og neytendur í landinu, sem nemur 300-400 milljónum króna á ári. Svar barst um hæl frá atvinnuvegaráðuneytinu 26. ágúst. Þar sagði: „Af þessu tilefni skal það upplýst að matvælaráðherra hefur ekki aðkomu að ákvörðun tolls fyrir umrædda vöru þar sem hún ber einungis verðtoll og heyrir því slíkur innflutningur undir valdsvið fjármálaráðherra.“ Afrit af bréfinu fór á fjármálaráðuneytið. Í fréttum Stöðvar 2 föstudaginn 9. september sagði Bjarni Benediktsson: „Þetta er ekki á mínu borði. Þetta er hjá landbúnaðarráðherranum eða matvælaráðherranum, að vinna að tollfrelsi með landbúnaðarafurðir. Ég er hlynntur því að lækka tolla. Þetta er oft og tíðum bara skattur á íslenska neytendur.“ Það gengur að sjálfsögðu ekki að stjórnmálamenn firri sig ábyrgð með því að kasta málum á milli sín eins og heitri kartöflu. Í ljósi þess að Svandís og Bjarni hittast tvisvar í viku, á ríkisstjórnarfundum á þriðjudögum og föstudögum, hljóta þau að geta talað saman um málið og komizt að niðurstöðu um hvort þeirra ber ábyrgð á að leggja til breytingar á úreltum verndarskatti. Næsti fundur er á morgun, þá er tækifærið. Næsta skref er svo frumvarp – eða breytingartillaga við einhver af fylgifrumvörpum fjárlaganna – um að fella tollinn niður. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun