Ráðherrar kasta á milli sín heitri (franskri) kartöflu Ólafur Stephensen skrifar 12. september 2022 10:31 Félag atvinnurekenda sendi Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra erindi 24. ágúst síðastliðinn og hvatti þau til að beita sér fyrir niðurfellingu 76% tolls, sem lagður er á innfluttar franskar kartöflur. Rökin fyrir að fella tollinn niður eru augljós. Hann var lagður á til að vernda innlenda framleiðslu. Lengi vel hefur hann verndað eitt fyrirtæki, Þykkvabæjar, sem framleiddi franskar kartöflur – reyndar úr innfluttum kartöflum að stórum hluta. Hinn 24. ágúst tilkynnti fyrirtækið að það væri hætt framleiðslunni. Hæsti prósentutollur tollskrárinnar verndar þá ekkert lengur. Hann er bara úreltur og ósanngjarn skattur á verzlun, veitingarekstur og neytendur í landinu, sem nemur 300-400 milljónum króna á ári. Svar barst um hæl frá atvinnuvegaráðuneytinu 26. ágúst. Þar sagði: „Af þessu tilefni skal það upplýst að matvælaráðherra hefur ekki aðkomu að ákvörðun tolls fyrir umrædda vöru þar sem hún ber einungis verðtoll og heyrir því slíkur innflutningur undir valdsvið fjármálaráðherra.“ Afrit af bréfinu fór á fjármálaráðuneytið. Í fréttum Stöðvar 2 föstudaginn 9. september sagði Bjarni Benediktsson: „Þetta er ekki á mínu borði. Þetta er hjá landbúnaðarráðherranum eða matvælaráðherranum, að vinna að tollfrelsi með landbúnaðarafurðir. Ég er hlynntur því að lækka tolla. Þetta er oft og tíðum bara skattur á íslenska neytendur.“ Það gengur að sjálfsögðu ekki að stjórnmálamenn firri sig ábyrgð með því að kasta málum á milli sín eins og heitri kartöflu. Í ljósi þess að Svandís og Bjarni hittast tvisvar í viku, á ríkisstjórnarfundum á þriðjudögum og föstudögum, hljóta þau að geta talað saman um málið og komizt að niðurstöðu um hvort þeirra ber ábyrgð á að leggja til breytingar á úreltum verndarskatti. Næsti fundur er á morgun, þá er tækifærið. Næsta skref er svo frumvarp – eða breytingartillaga við einhver af fylgifrumvörpum fjárlaganna – um að fella tollinn niður. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda sendi Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra erindi 24. ágúst síðastliðinn og hvatti þau til að beita sér fyrir niðurfellingu 76% tolls, sem lagður er á innfluttar franskar kartöflur. Rökin fyrir að fella tollinn niður eru augljós. Hann var lagður á til að vernda innlenda framleiðslu. Lengi vel hefur hann verndað eitt fyrirtæki, Þykkvabæjar, sem framleiddi franskar kartöflur – reyndar úr innfluttum kartöflum að stórum hluta. Hinn 24. ágúst tilkynnti fyrirtækið að það væri hætt framleiðslunni. Hæsti prósentutollur tollskrárinnar verndar þá ekkert lengur. Hann er bara úreltur og ósanngjarn skattur á verzlun, veitingarekstur og neytendur í landinu, sem nemur 300-400 milljónum króna á ári. Svar barst um hæl frá atvinnuvegaráðuneytinu 26. ágúst. Þar sagði: „Af þessu tilefni skal það upplýst að matvælaráðherra hefur ekki aðkomu að ákvörðun tolls fyrir umrædda vöru þar sem hún ber einungis verðtoll og heyrir því slíkur innflutningur undir valdsvið fjármálaráðherra.“ Afrit af bréfinu fór á fjármálaráðuneytið. Í fréttum Stöðvar 2 föstudaginn 9. september sagði Bjarni Benediktsson: „Þetta er ekki á mínu borði. Þetta er hjá landbúnaðarráðherranum eða matvælaráðherranum, að vinna að tollfrelsi með landbúnaðarafurðir. Ég er hlynntur því að lækka tolla. Þetta er oft og tíðum bara skattur á íslenska neytendur.“ Það gengur að sjálfsögðu ekki að stjórnmálamenn firri sig ábyrgð með því að kasta málum á milli sín eins og heitri kartöflu. Í ljósi þess að Svandís og Bjarni hittast tvisvar í viku, á ríkisstjórnarfundum á þriðjudögum og föstudögum, hljóta þau að geta talað saman um málið og komizt að niðurstöðu um hvort þeirra ber ábyrgð á að leggja til breytingar á úreltum verndarskatti. Næsti fundur er á morgun, þá er tækifærið. Næsta skref er svo frumvarp – eða breytingartillaga við einhver af fylgifrumvörpum fjárlaganna – um að fella tollinn niður. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar