Íslenska er aðgengismál! Vaida Bražiūnaitė skrifar 15. september 2022 08:31 Hér er Fjallkona Ísafjarðar að borða banana. Ég er fyrst og fremst mjög þakklát fyrir þann heiður að hafa fengið að vera fjallkona bæjarins í ár, en núna vil ég nota tækifærið og þessa óvenjulegu mynd til að taka þátt í heitu umræðunni um íslensku tunguna og útlendinga. Ég byrjaði að skamma sjálfa mig fyrir að kunna ekki reiprennandi íslensku um leið og ég kom til Íslands, fyrir að vera löt, fyrir að vera ekki nógu klár. En fyrir mér hefur íslenskan verið mjög flókin og ég hef oft verið feimin við að tala og gera mistök. Þó hef ég notað hana frá því að ég kom fyrst til Íslands: ég vann á leikskóla, í grunnskóla, í búð, hóteli, bókasafni, banka og bjó til mörg skapandi verkefni. Þar hef ég oftast talað bara íslensku. En það sem truflaði mig mikið við að bæta íslenskukunnáttuna í gegnum árin var að reyna að skilja rökfræði tungumálsins og fá rými til að komast að kjarnanum. Ég þurfti að skilja málfræðina betur en að eitthvað væri einhvern veginn bara „af því bara“. Þá ákvað ég að byrja á grunni, að fjárfesta í tungumálinu og byrjaði í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands í fyrra, eftir að hafa búið á Íslandi í átta ár. Þetta var ekki sérstaklega auðveld skráning ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég þurfti að sannfæra þau um að hleypa mér inn vegna þess að ég var ekki búsett á höfuðborgarsvæðinu heldur á Vestfjörðum (þar sem einmitt í kringum 15% íbúa eru skilgreindir sem innflytjendur). Eins furðulega og það hljómar bjargaði Covid mér því þá loksins varð námið aðgengilegt í fjarkennslu. Ég var svo sannarlega ánægð með þetta tækifæri til að læra í Háskóla Íslands, loksins! Ég legg mikið upp úr því að læra og tók námslán til að geta gert þetta að fullu starfi. Þetta nám er greiðasta leiðin mín að fullri samfélagslegri þátttöku. Ég verð að fjárfesta í framtíðinni, hugsaði ég. Tíminn mun leiða í ljós hvernig ég mun geta borgað þetta upp eftir nokkur ár - og með hvaða starfi. Vonandi get ég sameinað menntun mína og íslenskukunnáttu. Í lok síðustu annar fékk ég aðeins jákvæð viðbrögð frá kennurunum mínum varðandi það að ég héldi áfram náminu næsta vetur. Ég fékk fallega hvatningu frá kennara eins námskeiðsins, um að ég væri í fyrsti nemandinn í sögu þess námskeiðs sem fékk fullt stiga fyrir munnlegt lokaverkefni. Þetta fannst mér mikil hvatning til að halda áfram. Nokkrum vikum síðar var mér boðið að vera fjallkona á Ísafirði og í tilefni dagsins samdi ég mitt eigið ljóð og las upp fyrir hundruð manns. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég var ánægð eftir bara eitt ár á fullum fókus í náminu að geta skrifað mitt eigið ljóð á þessu flókna tungumáli og hafa tilfinningu fyrir því, fyrir íslenskunni. En það er meira. Ég hef heyrt að það sé stórt vandamál að íslenskukunnátta barna sem eiga erlenda foreldra sé ekki nógu góð. Ég á syni sem þurfa virka íslenska málörvun samhliða kennslu í litháísku, sem er mitt móðurmál. Þeirra nám verður flóknara með árunum og ég vil skilja þá og leiðbeina þeim. Ég er hluti af menningu og samfélagi sem fer að mestu fram á íslensku og þátttaka mín veltur að miklu leyti á íslenskukunnáttu. Núna í haust fór námið aftur af stað - en í staðkennslu. Stemmningin nú er aðeins önnur. Nú er það undir hverjum og einum kennara komið hvort þau veita mér aðgang að kennslustundum. Sumir kennarar veita mér aðgang í gegnum Zoom en aðrir ekki. Það eru dagar sem ég velti fyrir mér hvar ég á að byrja að læra. Það er erfitt að stunda sjálfsnám án leiðsagnar í sumum námskeiðum og satt best að segja finnst mér eins og ég sé að skapa auka streitu og álag kennaranna með því að fá þessa sérmeðferð. Ég berst ekki bara fyrir sjálfa mig - vegna þess að ég er hálfnuð með námið og ætla mér að komast í gegnum það, heldur líka vegna þeirra frábæru kennara í HÍ sem berjast fyrir réttindum mínum. Ég berst fyrir því að þetta sé tekið alvarlega, að það séu sköpuð fjölbreytt og raunveruleg tækifæri til íslenskunáms og að það sé sniðið að þörfum ólíkra hópa. Ég óska þess að landsbyggðarfólk og aðrir sem hafa ekki aðgang að staðkennslu þyrftu ekki að fara bakdyramegin í íslenskunám við HÍ. Íslenskunám á að vera aðgengilegt öllum og ég veit að það eru fleiri nemendur sem myndu vilja fara í þetta nám en vegna ýmissa hindrana hafa ekki möguleika á því að mæta á staðinn. Ég vill sjá námskeið á öllum stigum: fjarkennslu og/eða staðkennslu fyrir alla innflytjendur. Á vinnutíma og utan vinnutíma. Með flókinni málfræði og án hennar. Nú þurfa ráðamenn að gera eins og ætlast er til af duglegu útlendingunum og drífa sig bara og laga þetta. Íslenska er aðgengismál! Höfundur er nemi við HÍ og annar stofnenda Hversdagssafnsins á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Ísafjarðarbær Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hér er Fjallkona Ísafjarðar að borða banana. Ég er fyrst og fremst mjög þakklát fyrir þann heiður að hafa fengið að vera fjallkona bæjarins í ár, en núna vil ég nota tækifærið og þessa óvenjulegu mynd til að taka þátt í heitu umræðunni um íslensku tunguna og útlendinga. Ég byrjaði að skamma sjálfa mig fyrir að kunna ekki reiprennandi íslensku um leið og ég kom til Íslands, fyrir að vera löt, fyrir að vera ekki nógu klár. En fyrir mér hefur íslenskan verið mjög flókin og ég hef oft verið feimin við að tala og gera mistök. Þó hef ég notað hana frá því að ég kom fyrst til Íslands: ég vann á leikskóla, í grunnskóla, í búð, hóteli, bókasafni, banka og bjó til mörg skapandi verkefni. Þar hef ég oftast talað bara íslensku. En það sem truflaði mig mikið við að bæta íslenskukunnáttuna í gegnum árin var að reyna að skilja rökfræði tungumálsins og fá rými til að komast að kjarnanum. Ég þurfti að skilja málfræðina betur en að eitthvað væri einhvern veginn bara „af því bara“. Þá ákvað ég að byrja á grunni, að fjárfesta í tungumálinu og byrjaði í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands í fyrra, eftir að hafa búið á Íslandi í átta ár. Þetta var ekki sérstaklega auðveld skráning ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég þurfti að sannfæra þau um að hleypa mér inn vegna þess að ég var ekki búsett á höfuðborgarsvæðinu heldur á Vestfjörðum (þar sem einmitt í kringum 15% íbúa eru skilgreindir sem innflytjendur). Eins furðulega og það hljómar bjargaði Covid mér því þá loksins varð námið aðgengilegt í fjarkennslu. Ég var svo sannarlega ánægð með þetta tækifæri til að læra í Háskóla Íslands, loksins! Ég legg mikið upp úr því að læra og tók námslán til að geta gert þetta að fullu starfi. Þetta nám er greiðasta leiðin mín að fullri samfélagslegri þátttöku. Ég verð að fjárfesta í framtíðinni, hugsaði ég. Tíminn mun leiða í ljós hvernig ég mun geta borgað þetta upp eftir nokkur ár - og með hvaða starfi. Vonandi get ég sameinað menntun mína og íslenskukunnáttu. Í lok síðustu annar fékk ég aðeins jákvæð viðbrögð frá kennurunum mínum varðandi það að ég héldi áfram náminu næsta vetur. Ég fékk fallega hvatningu frá kennara eins námskeiðsins, um að ég væri í fyrsti nemandinn í sögu þess námskeiðs sem fékk fullt stiga fyrir munnlegt lokaverkefni. Þetta fannst mér mikil hvatning til að halda áfram. Nokkrum vikum síðar var mér boðið að vera fjallkona á Ísafirði og í tilefni dagsins samdi ég mitt eigið ljóð og las upp fyrir hundruð manns. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég var ánægð eftir bara eitt ár á fullum fókus í náminu að geta skrifað mitt eigið ljóð á þessu flókna tungumáli og hafa tilfinningu fyrir því, fyrir íslenskunni. En það er meira. Ég hef heyrt að það sé stórt vandamál að íslenskukunnátta barna sem eiga erlenda foreldra sé ekki nógu góð. Ég á syni sem þurfa virka íslenska málörvun samhliða kennslu í litháísku, sem er mitt móðurmál. Þeirra nám verður flóknara með árunum og ég vil skilja þá og leiðbeina þeim. Ég er hluti af menningu og samfélagi sem fer að mestu fram á íslensku og þátttaka mín veltur að miklu leyti á íslenskukunnáttu. Núna í haust fór námið aftur af stað - en í staðkennslu. Stemmningin nú er aðeins önnur. Nú er það undir hverjum og einum kennara komið hvort þau veita mér aðgang að kennslustundum. Sumir kennarar veita mér aðgang í gegnum Zoom en aðrir ekki. Það eru dagar sem ég velti fyrir mér hvar ég á að byrja að læra. Það er erfitt að stunda sjálfsnám án leiðsagnar í sumum námskeiðum og satt best að segja finnst mér eins og ég sé að skapa auka streitu og álag kennaranna með því að fá þessa sérmeðferð. Ég berst ekki bara fyrir sjálfa mig - vegna þess að ég er hálfnuð með námið og ætla mér að komast í gegnum það, heldur líka vegna þeirra frábæru kennara í HÍ sem berjast fyrir réttindum mínum. Ég berst fyrir því að þetta sé tekið alvarlega, að það séu sköpuð fjölbreytt og raunveruleg tækifæri til íslenskunáms og að það sé sniðið að þörfum ólíkra hópa. Ég óska þess að landsbyggðarfólk og aðrir sem hafa ekki aðgang að staðkennslu þyrftu ekki að fara bakdyramegin í íslenskunám við HÍ. Íslenskunám á að vera aðgengilegt öllum og ég veit að það eru fleiri nemendur sem myndu vilja fara í þetta nám en vegna ýmissa hindrana hafa ekki möguleika á því að mæta á staðinn. Ég vill sjá námskeið á öllum stigum: fjarkennslu og/eða staðkennslu fyrir alla innflytjendur. Á vinnutíma og utan vinnutíma. Með flókinni málfræði og án hennar. Nú þurfa ráðamenn að gera eins og ætlast er til af duglegu útlendingunum og drífa sig bara og laga þetta. Íslenska er aðgengismál! Höfundur er nemi við HÍ og annar stofnenda Hversdagssafnsins á Ísafirði.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun