Fimmtíu til hundrað ný störf í Rangárþingi ytra Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. september 2022 14:06 Sveinn (t.v.) og Jón undirrituðu viljayfirlýsinguna í vikunni. Orkídea er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi á vegum Landsvirkjunar, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Aðsend Um fimmtíu til hundrað ný störf gætu orðið til með nýjum Grænum iðngarði í Rangárþingi ytra, en nú er unnið að kortlagningu á heppilegri atvinnustarfsemi og viðskiptatækifærum sem gætu átt heima innan iðngarðsins. Í vikunni skrifuðu þeir Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Orkídeu og Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra undir viljayfirlýsingu um samstarf um að koma á fót Grænum iðngarði í sveitarfélaginu. Grænn iðngarður nær yfir ákvæðið svæði með ólíkum fyrirtækjum þar sem fyrirtækin leitast við að ná betri nýtni auðlinda, hreinni framleiðslu, stuðla að samvinnu fyrirtækja, draga úr loftslagsbreytingum og mengun ásamt því að fylgja félagslegum stöðlum, samnýta innviði og öðlast betri stýringu á áhættu. Sveinn segir viljayfirlýsinguna mjög ánægjulega. „Við sjáum fyrir okkur í Rangárþingi ytra að þar komi einhver stór notandi raforku og í kringum hann komi fyrirtæki, sem að nýti annað hvort strauma, til dæmis lífrænan úrgang frá þessum framleðanda eða að leggja honum til auðlindir, sem hann þarf á að halda,“ segir Sveinn. Sveinn segir að skoðuð verða sérstaklega verkefni á sviði nýsköpunar í matvælaframleiðslu, líftækni og sjálfbærni sem gætu átt heima í Grænum iðngarði. En verða til einhver ný störf með verkefninu? „Það eru einhvers staðar á bilinu 50 til 100 störf til að byrja með, ég geri mér vonir um það,“ segir Sveinn. Og eitthvað kostar svona verkefni? „Jú, en það fer nú alveg eftir því hvaða iðnaður kemur þarna inn en ég geri ráð fyrir að þetta geti þýtt fjárfestingar upp á tvo til fjóra milljarða.“ Um 50 til 100 ný störf gætu skapast í sveitarfélaginu með nýja verkefninu verði það að veruleiika.Aðsend Rangárþing ytra Nýsköpun Vinnumarkaður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Í vikunni skrifuðu þeir Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Orkídeu og Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra undir viljayfirlýsingu um samstarf um að koma á fót Grænum iðngarði í sveitarfélaginu. Grænn iðngarður nær yfir ákvæðið svæði með ólíkum fyrirtækjum þar sem fyrirtækin leitast við að ná betri nýtni auðlinda, hreinni framleiðslu, stuðla að samvinnu fyrirtækja, draga úr loftslagsbreytingum og mengun ásamt því að fylgja félagslegum stöðlum, samnýta innviði og öðlast betri stýringu á áhættu. Sveinn segir viljayfirlýsinguna mjög ánægjulega. „Við sjáum fyrir okkur í Rangárþingi ytra að þar komi einhver stór notandi raforku og í kringum hann komi fyrirtæki, sem að nýti annað hvort strauma, til dæmis lífrænan úrgang frá þessum framleðanda eða að leggja honum til auðlindir, sem hann þarf á að halda,“ segir Sveinn. Sveinn segir að skoðuð verða sérstaklega verkefni á sviði nýsköpunar í matvælaframleiðslu, líftækni og sjálfbærni sem gætu átt heima í Grænum iðngarði. En verða til einhver ný störf með verkefninu? „Það eru einhvers staðar á bilinu 50 til 100 störf til að byrja með, ég geri mér vonir um það,“ segir Sveinn. Og eitthvað kostar svona verkefni? „Jú, en það fer nú alveg eftir því hvaða iðnaður kemur þarna inn en ég geri ráð fyrir að þetta geti þýtt fjárfestingar upp á tvo til fjóra milljarða.“ Um 50 til 100 ný störf gætu skapast í sveitarfélaginu með nýja verkefninu verði það að veruleiika.Aðsend
Rangárþing ytra Nýsköpun Vinnumarkaður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira