Hundruð þjóðarleiðtoga væntanlegir og rándýr öryggisgæsla á svæðinu Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 18. september 2022 15:02 Karl III Bretlandskonungur hittir Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. AP/ Stefan Rousseau/Pool Búist er við hundruðum þjóðarleiðtoga og hátt settum embættismönnum til London vegna útfarar Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Kostnaður við öryggisgæslu við útförina geti numið meira en 6,4 milljónum punda. Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa lagt leið sína til London fyrir útför Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Einhverjir hafa nú þegar farið á fund Karls III Bretlandskonungs og Liz Truss forsætisráðherra Bretlands. Meðal þeirra sem eru komnir til Englands eru Justin Trudeu, forsætisráðherra Kanada, Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands lendir einnig í Englandi í dag. Sky News greinir frá því að um fimm hundruð þjóðarleiðtogar og hátt settir embættismenn séu væntanlegir frá tvö hundruð löndum vegna jarðarfararinnar. Meðal þeirra ríkja sem sögð eru ekki hafa fengið boð í útför drottningarinnar eru Rússland, Hvíta-Rússland, Mjanmar, Sýrland og Afganistan en sendiherrar frá Íran, Norður-Kóreu og Níkaragva verði viðstaddir. Hér má sjá lista yfir hluta af þeim sem þjóðarleiðtogum sem búist er við að verði viðstaddir útförina. Einnig hafi fregnir borist af því að krónprins Sádi-Arabíu sé væntanlegur til landsins, hann muni hitta Karl III Bretlandskonung en ekki mæta í útförina. Samkvæmt BBC var prinsinum boðið í jarðarför drottningar en boðið sé umdeilt meðal mannréttindasamtaka. Tíu þúsund lögreglumenn ásamt hermönnum og leyniskyttum verði viðstaddir jarðarförina til þess að tryggja öryggi þjóðarleiðtoga og almennings. Öryggisgæsla fyrir meira en milljarð íslenskra króna Samkvæmt Washington Post er búist við því að allt að tvær milljónir manna verði á götum úti í kringum leiðina sem líkkista drottningar mun fara en konungsfjölskyldan muni ganga á eftir vagninum sem ber líkkistuna. Konungsfjölskyldan gangi frá Westminster Hall, þar sem líkkistan hefur legið síðustu daga og að Westminster Abbey þar sem athöfnin fari fram. Einnig sé sérstakt öryggisteymi starfrækt sem fylgist með því fólki sem talið sé gagntekið af konungsfjölskyldunni og sé þeim mögulega hættulegt. Áætlað sé að öryggisgæslan fyrir jarðarförina geti kostað meira en 6,4 milljónir punda eða rúmlega einn milljarð íslenskra króna. Öryggisgæsla fyrir brúðkaup Vilhjálms og Katrínar hafi kostað 6,4 milljónir punda en þar hafi ekki verið sama magn af þjóðarleiðtogum viðstaddir. Til þess að gæta öryggis almennings og fjölskyldunnar er breska leyniþjónustan sögð hafa farið yfir möguleika á hryðjuverkum í kringum viðburðinn ásamt erlendum kollegum sínum. Einnig hafi sprengjuleitarhundar farið yfir svæðið í marga daga til þess að tryggja megi öryggi fólks. Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. Heimir Már Pétursson fréttamaður mun lýsa því sem fyrir augu ber og setja í samhengi. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kanada Bandaríkin Ástralía Elísabet II Bretadrottning Kóngafólk Tengdar fréttir Bein lýsing frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á morgun Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. 18. september 2022 12:22 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa lagt leið sína til London fyrir útför Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Einhverjir hafa nú þegar farið á fund Karls III Bretlandskonungs og Liz Truss forsætisráðherra Bretlands. Meðal þeirra sem eru komnir til Englands eru Justin Trudeu, forsætisráðherra Kanada, Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands lendir einnig í Englandi í dag. Sky News greinir frá því að um fimm hundruð þjóðarleiðtogar og hátt settir embættismenn séu væntanlegir frá tvö hundruð löndum vegna jarðarfararinnar. Meðal þeirra ríkja sem sögð eru ekki hafa fengið boð í útför drottningarinnar eru Rússland, Hvíta-Rússland, Mjanmar, Sýrland og Afganistan en sendiherrar frá Íran, Norður-Kóreu og Níkaragva verði viðstaddir. Hér má sjá lista yfir hluta af þeim sem þjóðarleiðtogum sem búist er við að verði viðstaddir útförina. Einnig hafi fregnir borist af því að krónprins Sádi-Arabíu sé væntanlegur til landsins, hann muni hitta Karl III Bretlandskonung en ekki mæta í útförina. Samkvæmt BBC var prinsinum boðið í jarðarför drottningar en boðið sé umdeilt meðal mannréttindasamtaka. Tíu þúsund lögreglumenn ásamt hermönnum og leyniskyttum verði viðstaddir jarðarförina til þess að tryggja öryggi þjóðarleiðtoga og almennings. Öryggisgæsla fyrir meira en milljarð íslenskra króna Samkvæmt Washington Post er búist við því að allt að tvær milljónir manna verði á götum úti í kringum leiðina sem líkkista drottningar mun fara en konungsfjölskyldan muni ganga á eftir vagninum sem ber líkkistuna. Konungsfjölskyldan gangi frá Westminster Hall, þar sem líkkistan hefur legið síðustu daga og að Westminster Abbey þar sem athöfnin fari fram. Einnig sé sérstakt öryggisteymi starfrækt sem fylgist með því fólki sem talið sé gagntekið af konungsfjölskyldunni og sé þeim mögulega hættulegt. Áætlað sé að öryggisgæslan fyrir jarðarförina geti kostað meira en 6,4 milljónir punda eða rúmlega einn milljarð íslenskra króna. Öryggisgæsla fyrir brúðkaup Vilhjálms og Katrínar hafi kostað 6,4 milljónir punda en þar hafi ekki verið sama magn af þjóðarleiðtogum viðstaddir. Til þess að gæta öryggis almennings og fjölskyldunnar er breska leyniþjónustan sögð hafa farið yfir möguleika á hryðjuverkum í kringum viðburðinn ásamt erlendum kollegum sínum. Einnig hafi sprengjuleitarhundar farið yfir svæðið í marga daga til þess að tryggja megi öryggi fólks. Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. Heimir Már Pétursson fréttamaður mun lýsa því sem fyrir augu ber og setja í samhengi.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kanada Bandaríkin Ástralía Elísabet II Bretadrottning Kóngafólk Tengdar fréttir Bein lýsing frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á morgun Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. 18. september 2022 12:22 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Bein lýsing frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á morgun Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. 18. september 2022 12:22