Saman sköpum við góða orku fyrir samfélagið Rósbjörg Jónsdóttir skrifar 25. september 2022 07:00 Ísland hefur skipað sér í fremstu röð í heiminum þegar kemur að öflun og nýtingu endurnýjanlegrar orku. Þennan árangur ber okkur að nýta betur með því að hlúa að og efla þekkingu enn frekar á þessu sviði, í þágu samfélagsins, til uppbyggingu nýrra viðskiptatækifæra og tengsla, og síðast en ekki síst til að laða að nýja þekkingu til landsins. Þörfin fyrir öflun endurnýjanlegrar orku hefur sjaldan verið meiri en um þessar mundir í heiminum. Við Íslendingar eigum mikil tækifæri í þessum efnum sem við þurfum að sækja, nýta, virkja og efla. Mikil eftirspurn er að fá að læra og heyra af því sem vel hefur tekist hér á landi þegar kemur að orkunýtingu. Við höfum gert okkur gildandi á þessu sviði og eigum mikil verðmæti sem okkur ber að miðla áfram til heimsins þegar við tökumst á við loftslagsbreytingar. Í því felast mikil verðmæti fyrir okkur öll, en virðisauka má einnig skapa fyrir okkur Íslendinga með því að standa fyrir viðburðum um sjálfbæra orkunýtingu og framþróun á þessu sviði. Með því að taka skýrari stöðu í umræðu um ábyrga orkunýtingu getum við sem þjóð skapað aukin verðmæti með nýsköpun og samvinnu milli ólíkra greina. Tekist á við samfélagslegar áskoranir í gegnum klasa Nýlega tók ég við sem framkvæmdastjóri Orkuklasans. Klasasamstarfi sem ætlað að byggja brýr á milli ólíkra aðila og leiða vettvang sem styrkir tengsl og samvinnu ólíkra aðila í nýsköpun sem leiða til aukinna framþróunar. Á þann hátt er hægt að ná sameiginlegum markmiðum hraðar en ella. Í gegnum klasa geta þekkingarsamfélagið, fyrirtæki, stjórnvöld, fjárfestar og frumkvöðlar sótt og deilt þekkingu sín á milli og eflt starf sitt með samvinnu. Í Danmörku hafa klasar hafa verið öflugt verkfæri og er áhugavert er að sjá að nýjustu klasarnir eru á sviði umhverfis- og orkutækni, líftækni og skapandi greina sem eiga það sameiginlegt að byggja á nýsköpun og takast á við samfélagslegar áskoranir. Áherslur dönsku klasanna gefa lýsandi mynd af alþjóðlegum áskorunum framtíðarinnar og eiga margt sammerkt með þeim áskorunum sem Íslendingar standa frammi fyrir. Við Íslendingar höfum margt fram að færa en þurfum líka að nýta þá þekkingu til að fá að læra af öðrum. Á hádegisfundi í Húsi Orkuveitu Reykjavíkur sem ber yfirskriftina Clusters - The Driving Force of Innovation eða Klasar - drifkraftar nýsköpunnar, mun Glenda Napier, framkvæmdastjóra Danska Orkuklasans fara yfir starfsemi Danska orkuklasans – Energy Cluster Danmark. Fleiri öflugir sérfræðingar greina stöðuna, áskoranir og tækifærin framundan auk þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun taka þátt í umræðunni. Samfélag okkar hefði ekki náð þeim árangri sem við getum státað okkur af, ef ekki hefði verið fyrir hugrekki, fjárfestingu, samtal og samvinnu í nýtingu náttúruauðlinda. Það þarf að hlúa að því starfi og byggja áfram um. Ég hef þá trú að samstarf í gegnum klasa sé öflug leið í því starfi og vonast til að sjá sem flest ykkar á fundi Orkuklasans í húsi Orkuveitu Reykjavíkur á morgun kl. 11-13:30, það er að segja á meðan pláss er en hægt er að skrá sig á slóðinni hér að neðan. Látum okkur málin varða og vinnum saman að góðum lausnum. https://energycluster.is/ Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Nýsköpun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur skipað sér í fremstu röð í heiminum þegar kemur að öflun og nýtingu endurnýjanlegrar orku. Þennan árangur ber okkur að nýta betur með því að hlúa að og efla þekkingu enn frekar á þessu sviði, í þágu samfélagsins, til uppbyggingu nýrra viðskiptatækifæra og tengsla, og síðast en ekki síst til að laða að nýja þekkingu til landsins. Þörfin fyrir öflun endurnýjanlegrar orku hefur sjaldan verið meiri en um þessar mundir í heiminum. Við Íslendingar eigum mikil tækifæri í þessum efnum sem við þurfum að sækja, nýta, virkja og efla. Mikil eftirspurn er að fá að læra og heyra af því sem vel hefur tekist hér á landi þegar kemur að orkunýtingu. Við höfum gert okkur gildandi á þessu sviði og eigum mikil verðmæti sem okkur ber að miðla áfram til heimsins þegar við tökumst á við loftslagsbreytingar. Í því felast mikil verðmæti fyrir okkur öll, en virðisauka má einnig skapa fyrir okkur Íslendinga með því að standa fyrir viðburðum um sjálfbæra orkunýtingu og framþróun á þessu sviði. Með því að taka skýrari stöðu í umræðu um ábyrga orkunýtingu getum við sem þjóð skapað aukin verðmæti með nýsköpun og samvinnu milli ólíkra greina. Tekist á við samfélagslegar áskoranir í gegnum klasa Nýlega tók ég við sem framkvæmdastjóri Orkuklasans. Klasasamstarfi sem ætlað að byggja brýr á milli ólíkra aðila og leiða vettvang sem styrkir tengsl og samvinnu ólíkra aðila í nýsköpun sem leiða til aukinna framþróunar. Á þann hátt er hægt að ná sameiginlegum markmiðum hraðar en ella. Í gegnum klasa geta þekkingarsamfélagið, fyrirtæki, stjórnvöld, fjárfestar og frumkvöðlar sótt og deilt þekkingu sín á milli og eflt starf sitt með samvinnu. Í Danmörku hafa klasar hafa verið öflugt verkfæri og er áhugavert er að sjá að nýjustu klasarnir eru á sviði umhverfis- og orkutækni, líftækni og skapandi greina sem eiga það sameiginlegt að byggja á nýsköpun og takast á við samfélagslegar áskoranir. Áherslur dönsku klasanna gefa lýsandi mynd af alþjóðlegum áskorunum framtíðarinnar og eiga margt sammerkt með þeim áskorunum sem Íslendingar standa frammi fyrir. Við Íslendingar höfum margt fram að færa en þurfum líka að nýta þá þekkingu til að fá að læra af öðrum. Á hádegisfundi í Húsi Orkuveitu Reykjavíkur sem ber yfirskriftina Clusters - The Driving Force of Innovation eða Klasar - drifkraftar nýsköpunnar, mun Glenda Napier, framkvæmdastjóra Danska Orkuklasans fara yfir starfsemi Danska orkuklasans – Energy Cluster Danmark. Fleiri öflugir sérfræðingar greina stöðuna, áskoranir og tækifærin framundan auk þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun taka þátt í umræðunni. Samfélag okkar hefði ekki náð þeim árangri sem við getum státað okkur af, ef ekki hefði verið fyrir hugrekki, fjárfestingu, samtal og samvinnu í nýtingu náttúruauðlinda. Það þarf að hlúa að því starfi og byggja áfram um. Ég hef þá trú að samstarf í gegnum klasa sé öflug leið í því starfi og vonast til að sjá sem flest ykkar á fundi Orkuklasans í húsi Orkuveitu Reykjavíkur á morgun kl. 11-13:30, það er að segja á meðan pláss er en hægt er að skrá sig á slóðinni hér að neðan. Látum okkur málin varða og vinnum saman að góðum lausnum. https://energycluster.is/ Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuklasans.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun