Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2022 23:30 Giorgia Meloni helsar stuðningsmanni eftir að hafa greitt atkvæði í þingkosningunum. Alessandra Benedetti - Corbis/Corbis via Getty Images) Útgönguspár gera ráð fyrir því að hægri-öfgakonan Giorgia Meloni og flokkur hennar hafi sigrað í ítölsku þingkosningunum í dag. Allt útlit er fyrir að hún verði fyrsti kvenforsætisráðherra landsins. Meloni leiðir flokkinn Bræður Ítalíu (i. Fratelli d‘Italia). Skoðanakannanir gerðu ráð fyrir því að flokkurinn myndi bæta verulega við sig fylgi frá kosningum árið 2018. Það virðist hafa gengið eftir en ef marka má útgönguspár fær flokkurinn 22-26 prósent fylgi. Búist er við að hægri bandalag hennar og flokkanna Bandalagsins (i. Lega) og Áfram Ítalía (i. Forza Italia) muni hljóta samanlagt um 41 til 45 prósent fylgi og stjórn á báðum deildum ítalska þingisins. Verði þetta raunin er fastlega gert ráð fyrir að Meloni muni mynda hægri sinnuðustu ríkisstjórn Ítalíu síðan Benito Mussolini fór með völdin þar í landi á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Flokkar á mið og vinstri væng ítalskra stjórnmálaflokka munu fá 25,5 til 29,5 prósent fylgi miðað við útgönguspána. Boðað var til kosninga í ár eftir að samsteypuríkisstjórn Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu, sprakk í júlí. Það er ekki óalgengt að ríkisstjórnir springi á Ítalíu en á síðustu 30 árum hafa fjórtán forsætisráðherrar og nítján ríkisstjórnir tekið við. Kjörstjórn var lítil eða aðeins um 63,82 prósent og fer hún niður um tíu prósentustig frá kosningum árið 2018. Hver er Meloni? Meloni tók við sem leiðtogi Bræðra Ítalíu árið 2014 en hún hafði áður verið ungmennaráðherra í ríkisstjórn Silvio Berlusconi frá árinu 2008 til 2011, og varð þá yngsti ráðherrann í sögu Ítalíu. Hún hefur setið sem þingmaður í neðri deild frá árinu 2006 og frá árinu 2020 hefur hún verið formaður flokks íhalds- og umbótasinna Evrópu. Verði hún forsætisráðherra yrði hún fyrsti öfgahægri forsætisráðherrann frá því að einræðisherrann Benito Mussolini var við völd frá 1922 til 1945. Þá yrði hún einn yngsti forsætisráðherrann í sögunni og fyrsta konan. Giorgia Meloni á fjöldafundi í aðdraganda kosninganna.Salvatore Laporta/KONTROLAB/LightRocket via Getty Images) Sjálf hefur Meloni gefið það út að hún líti ekki á sjálfa sig sem fasista en sem táningur var hún í ungliðahreyfingu nýfasista sem studdi Mussolini. Það vekur þó athygli að hún styður Atlantshafsbandalagið og aðgerðir til stuðnings Úkraínu. Aðrir flokkar á hægri vængnum hafa hallast frekar að sjónarmiðum Rússlandsforseta og gagnrýnt refsiaðgerðir Vesturlandanna. Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga Ítalir ganga til þingkosninga í dag og baráttan hörð milli flokkanna á hægri og vinstri væng. Allt stefnir í að öfgahægriflokkurinn Bræður Ítalíu muni vinna stórsigur og fyrsti öfgahægrimaðurinn sitji á forsætisráðherrastóli frá brotthvarfi einræðisherrans Benito Mussolini. 25. september 2022 13:48 Hægriflokkarnir stefna á stórsigur með öfgahægrikonu í fararbroddi Ítalir ganga til þingkosninga á morgun og er baráttan hörð á milli flokkanna á hægri og vinstri vængnum. Væntanleg orkukreppa og stríðið í Úkraínu hafa áhrif á kosningarnar í ár en allt stefnir í að öfgahægriflokkur fái forsætisráðherrastólinn í fyrsta sinn frá því að Mussolini var í embætti. Kona gæti í fyrsta sinn í sögunni orðið forsætisráðherra Ítalíu. 24. september 2022 10:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Meloni leiðir flokkinn Bræður Ítalíu (i. Fratelli d‘Italia). Skoðanakannanir gerðu ráð fyrir því að flokkurinn myndi bæta verulega við sig fylgi frá kosningum árið 2018. Það virðist hafa gengið eftir en ef marka má útgönguspár fær flokkurinn 22-26 prósent fylgi. Búist er við að hægri bandalag hennar og flokkanna Bandalagsins (i. Lega) og Áfram Ítalía (i. Forza Italia) muni hljóta samanlagt um 41 til 45 prósent fylgi og stjórn á báðum deildum ítalska þingisins. Verði þetta raunin er fastlega gert ráð fyrir að Meloni muni mynda hægri sinnuðustu ríkisstjórn Ítalíu síðan Benito Mussolini fór með völdin þar í landi á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Flokkar á mið og vinstri væng ítalskra stjórnmálaflokka munu fá 25,5 til 29,5 prósent fylgi miðað við útgönguspána. Boðað var til kosninga í ár eftir að samsteypuríkisstjórn Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu, sprakk í júlí. Það er ekki óalgengt að ríkisstjórnir springi á Ítalíu en á síðustu 30 árum hafa fjórtán forsætisráðherrar og nítján ríkisstjórnir tekið við. Kjörstjórn var lítil eða aðeins um 63,82 prósent og fer hún niður um tíu prósentustig frá kosningum árið 2018. Hver er Meloni? Meloni tók við sem leiðtogi Bræðra Ítalíu árið 2014 en hún hafði áður verið ungmennaráðherra í ríkisstjórn Silvio Berlusconi frá árinu 2008 til 2011, og varð þá yngsti ráðherrann í sögu Ítalíu. Hún hefur setið sem þingmaður í neðri deild frá árinu 2006 og frá árinu 2020 hefur hún verið formaður flokks íhalds- og umbótasinna Evrópu. Verði hún forsætisráðherra yrði hún fyrsti öfgahægri forsætisráðherrann frá því að einræðisherrann Benito Mussolini var við völd frá 1922 til 1945. Þá yrði hún einn yngsti forsætisráðherrann í sögunni og fyrsta konan. Giorgia Meloni á fjöldafundi í aðdraganda kosninganna.Salvatore Laporta/KONTROLAB/LightRocket via Getty Images) Sjálf hefur Meloni gefið það út að hún líti ekki á sjálfa sig sem fasista en sem táningur var hún í ungliðahreyfingu nýfasista sem studdi Mussolini. Það vekur þó athygli að hún styður Atlantshafsbandalagið og aðgerðir til stuðnings Úkraínu. Aðrir flokkar á hægri vængnum hafa hallast frekar að sjónarmiðum Rússlandsforseta og gagnrýnt refsiaðgerðir Vesturlandanna.
Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga Ítalir ganga til þingkosninga í dag og baráttan hörð milli flokkanna á hægri og vinstri væng. Allt stefnir í að öfgahægriflokkurinn Bræður Ítalíu muni vinna stórsigur og fyrsti öfgahægrimaðurinn sitji á forsætisráðherrastóli frá brotthvarfi einræðisherrans Benito Mussolini. 25. september 2022 13:48 Hægriflokkarnir stefna á stórsigur með öfgahægrikonu í fararbroddi Ítalir ganga til þingkosninga á morgun og er baráttan hörð á milli flokkanna á hægri og vinstri vængnum. Væntanleg orkukreppa og stríðið í Úkraínu hafa áhrif á kosningarnar í ár en allt stefnir í að öfgahægriflokkur fái forsætisráðherrastólinn í fyrsta sinn frá því að Mussolini var í embætti. Kona gæti í fyrsta sinn í sögunni orðið forsætisráðherra Ítalíu. 24. september 2022 10:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga Ítalir ganga til þingkosninga í dag og baráttan hörð milli flokkanna á hægri og vinstri væng. Allt stefnir í að öfgahægriflokkurinn Bræður Ítalíu muni vinna stórsigur og fyrsti öfgahægrimaðurinn sitji á forsætisráðherrastóli frá brotthvarfi einræðisherrans Benito Mussolini. 25. september 2022 13:48
Hægriflokkarnir stefna á stórsigur með öfgahægrikonu í fararbroddi Ítalir ganga til þingkosninga á morgun og er baráttan hörð á milli flokkanna á hægri og vinstri vængnum. Væntanleg orkukreppa og stríðið í Úkraínu hafa áhrif á kosningarnar í ár en allt stefnir í að öfgahægriflokkur fái forsætisráðherrastólinn í fyrsta sinn frá því að Mussolini var í embætti. Kona gæti í fyrsta sinn í sögunni orðið forsætisráðherra Ítalíu. 24. september 2022 10:00