Talaði við rétta fólkið og sagði réttu hlutina Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2022 21:18 Giorgia Meloni, líklegasti verðandi forsætisráðherra Ítalíu. Getty/Franco Origlia Ítalir vildu breytingar og Giorgia Meloni varð niðurstaðan. Þetta segir ítalskur doktorsnemi sem hefur ekki þungar áhyggjur af uppgangi þjóðernispopúlisma í heimalandi sínu. Sameinuð Ítalía, fyrir alla Ítali, sagði Meloni þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína í gærkvöldi. En mörgum þykir Meloni frekar táknmynd sundrungar. Hún lýsti sig fyrr á árinu „andstæðing hinsegin-áróðurs“ og stuðningsmann hinnar „náttúrulegu fjölskyldu“, þ.e. hins hefðbundna fjölskyldumynsturs með móður og föður. Hún vill stöðva straum flóttamanna til Ítalíu og vakti reiði í heimalandinu þegar hún lofaði einræðisherrann Benito Mussolini. Þá hóf hún stjórnmálaferilinn í ungliðahreyfingu nýfasista. Því hefur verið fleygt að vegferð hennar í pólitík sé í grunninn hefndarför gegn vinstri sinnuðum föður hennar, sem yfirgaf hana í frumbernsku. Roberto Luigi Pagani, doktorsnemi við Háskóla Íslands og staddur hjá fjölskyldu sinni á Ítalíu, segist ósammála Meloni um flest. En hann virði hana fyrir að hafa sigrast á fátækt og erfiðum uppvexti. „Hún kemur fyrir sem mjög svona einföld kona sem talar einfalt og margir til vinstri hafa gagnrýnt þetta og gert grín að henni sem er hræðilegt,“ segir Roberto. „Hún fór að tala við fjölskyldur, við ungt fólk, við eldra fólk og þetta er meirihluti af fólki sem kýs á Ítalíu. En vinstri flokkarnir voru að tala sérstaklega held ég við minnihluta. Það er margt fólk sem er mjög reitt, það hefur verið rosa erfitt eftir tvö ár með Covid og allt þetta og ég held að hún hafi sagt í rauninni rétta hluti.“ Hann hafi ekki þungar áhyggjur af þessum uppgangi þjóðernispopúlisma á Ítalíu. „Það er búið að fara hægri og vinstri á Ítalíu síðusutu sextiu ár og ekki mikið búið að breytast i rauninni. Sama hvað. Þannig að flestir á Ítalíu eru ekki sérstaklega áhyggjufullir, þeir eru bara búnir að kjósa eitthvað nýtt, prófa eitthvað nýtt. Það er hægri ríkisstjórn núna en heimurinn er ekki að fara að enda held ég,“ segir Roberto. Ítalía Kosningar á Ítalíu Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Sameinuð Ítalía, fyrir alla Ítali, sagði Meloni þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína í gærkvöldi. En mörgum þykir Meloni frekar táknmynd sundrungar. Hún lýsti sig fyrr á árinu „andstæðing hinsegin-áróðurs“ og stuðningsmann hinnar „náttúrulegu fjölskyldu“, þ.e. hins hefðbundna fjölskyldumynsturs með móður og föður. Hún vill stöðva straum flóttamanna til Ítalíu og vakti reiði í heimalandinu þegar hún lofaði einræðisherrann Benito Mussolini. Þá hóf hún stjórnmálaferilinn í ungliðahreyfingu nýfasista. Því hefur verið fleygt að vegferð hennar í pólitík sé í grunninn hefndarför gegn vinstri sinnuðum föður hennar, sem yfirgaf hana í frumbernsku. Roberto Luigi Pagani, doktorsnemi við Háskóla Íslands og staddur hjá fjölskyldu sinni á Ítalíu, segist ósammála Meloni um flest. En hann virði hana fyrir að hafa sigrast á fátækt og erfiðum uppvexti. „Hún kemur fyrir sem mjög svona einföld kona sem talar einfalt og margir til vinstri hafa gagnrýnt þetta og gert grín að henni sem er hræðilegt,“ segir Roberto. „Hún fór að tala við fjölskyldur, við ungt fólk, við eldra fólk og þetta er meirihluti af fólki sem kýs á Ítalíu. En vinstri flokkarnir voru að tala sérstaklega held ég við minnihluta. Það er margt fólk sem er mjög reitt, það hefur verið rosa erfitt eftir tvö ár með Covid og allt þetta og ég held að hún hafi sagt í rauninni rétta hluti.“ Hann hafi ekki þungar áhyggjur af þessum uppgangi þjóðernispopúlisma á Ítalíu. „Það er búið að fara hægri og vinstri á Ítalíu síðusutu sextiu ár og ekki mikið búið að breytast i rauninni. Sama hvað. Þannig að flestir á Ítalíu eru ekki sérstaklega áhyggjufullir, þeir eru bara búnir að kjósa eitthvað nýtt, prófa eitthvað nýtt. Það er hægri ríkisstjórn núna en heimurinn er ekki að fara að enda held ég,“ segir Roberto.
Ítalía Kosningar á Ítalíu Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira