Bingóferðin sem breyttist í kennslustund Hildur Inga Magnadóttir skrifar 28. september 2022 09:30 Eftirvæntingin leyndi sér ekki. Börnin höfðu beðið alla vikuna eftir fyrsta bingóinu sínu en þau höfðu ekki nokkra hugmynd um hvað bingó væri enda bara þriggja og fimm ára. Þau höfðu þó áttað sig á að miðað við spennu okkar foreldranna var það eitthvað mjög skemmtilegt. Þessi fjölskyldustund hafði ekki á neinn hátt átt að verða að kennslustund en hún varð það, alveg óvart. Rétt áður en við gengum inn í salinn skutu ýmsar hugsanir upp kollinum hjá okkur foreldrunum: ,,Ahh, hafa börn á þessum aldri eitthvað að gera í bingó? Munu þau trufla aðra bingó spilara?”. Börnin fengu að velja eitt spjald á mann, það var mikið skoðað og pælt: ,,nei þetta gengur ekki, það er spotti á þessu spjaldi, afhverju má ég ekki fá fjögur?” Þeim var hjartanlega sama um hvað var í vinning, það var bara eitthvað svo ævintýralegt við þetta. Tölurnar voru lesnar upp í hrönnum og börnin fengu aðstoð við að kíkja á spjöldin sín: ,,Oddur 71, þá kíkir þú á O, ertu með 7 og 1? O jæja, kannski færðu næstu tölu”. Gluggarnir lokuðust hver af öðrum og allt í einu var bara ein tala eftir á spjaldi þriggja ára drengsins og ótrúlegt en satt þá var sú síðasta lesin upp. ,,BINGÓ!” Hann fékk stutta útskýringu á því hvað þyrfti að gera, gekk með spjaldið sitt upp á svið í fylgd með föður sínum. Vinningurinn var svo stór að það var engin leið fyrir manninn unga að taka við honum. Sjúkk, gott að fá aðstoð frá pabba. Sigri hrósandi kom hann til baka, prílaði í mömmufang og hvíslaði stoltur í eyrað mitt: ,,ég þorði að fara sjálfur upp á svið”. Stuttu seinna var svo athyglin farin, eins og við var að búast hjá þriggja ára, og hann fékk að skottast yfir í næsta hús til ömmu og afa. Þá að þeirri fimm ára. Forvitnin var mikil, allt svo nýtt og henni fannst skrítið að í þessum leik mætti ekki bara opna og loka gluggum á spjaldinu þegar hana langaði til. ,,Mamma, ég er alveg í spreng”. Bara tvær tölur eftir á spjaldinu hjá mér og spennan í hámarki: ,,Viltu prófa að fara sjálf?” sagði ég eftir svolitla umhugsun, sér í lagi þar sem baðherbergið var í augnsýn, sem hún og gerði eftir smá hik. Stuttu seinna kom stelpuskottan til baka, eitt stórt bros og sagði: ,,mamma, ég gat þetta alveg sjálf, þú þurftir ekki að labba með mér“. Ekkert bingó hjá henni í þetta skiptið en það skipti engu máli. Sigurtilfinningin var samt til staðar. Þegar ég lagðist á koddann um kvöldið áttaði ég mig á þvi hversu frábæra kennslustund ég hafði hlotið og velti fyrir mér hversu oft sambærilegar aðstæður færu framhjá okkur í daglegu lífi. Það var dýrmætt að fara yfir sigra dagsins og voru þeir mikið ræddir næstu daga. Áminningin um að stíga skref til baka var kærkomin. Að treysta þroskaferli barnanna, að leyfa þeim að takast á við áskoranir upp á eigin spýtur og vera þeim innan handar eftir þörfum. Stolt, hugrökk og glöð börn fengu smá innspýtingu í sjálfstraustið þennan dag. Eflaust fara mörg tækifæri framhjá okkur foreldrum þar sem við getum stuðlað að auknu sjálfstæði barnanna okkar. Oft á tíðum er það af gömlum vana, við viljum auðvelda börnunum okkar lífið og eigum það til að pakka þeim inn í bómull. En af hverju gerum við það? Næst þegar við stöndum okkur að því að ,,vernda” þau fyrir áskorunum lífsins, stöldrum þá við og spyrjum okkur frekar að því hvernig við getum verið til staðar og stutt við þau án þess að ræna þau þroskatækifærinu sem þau standa frammi fyrir. Getur verið að það sé okkar eigin óþolinmæði og mikill hraði samfélagsins sem gerir það að verkum að við höfum ekki tíma til að staldra við og leyfa börnunum að prófa sig áfram? Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Inga Magnadóttir Heilsa Börn og uppeldi Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Eftirvæntingin leyndi sér ekki. Börnin höfðu beðið alla vikuna eftir fyrsta bingóinu sínu en þau höfðu ekki nokkra hugmynd um hvað bingó væri enda bara þriggja og fimm ára. Þau höfðu þó áttað sig á að miðað við spennu okkar foreldranna var það eitthvað mjög skemmtilegt. Þessi fjölskyldustund hafði ekki á neinn hátt átt að verða að kennslustund en hún varð það, alveg óvart. Rétt áður en við gengum inn í salinn skutu ýmsar hugsanir upp kollinum hjá okkur foreldrunum: ,,Ahh, hafa börn á þessum aldri eitthvað að gera í bingó? Munu þau trufla aðra bingó spilara?”. Börnin fengu að velja eitt spjald á mann, það var mikið skoðað og pælt: ,,nei þetta gengur ekki, það er spotti á þessu spjaldi, afhverju má ég ekki fá fjögur?” Þeim var hjartanlega sama um hvað var í vinning, það var bara eitthvað svo ævintýralegt við þetta. Tölurnar voru lesnar upp í hrönnum og börnin fengu aðstoð við að kíkja á spjöldin sín: ,,Oddur 71, þá kíkir þú á O, ertu með 7 og 1? O jæja, kannski færðu næstu tölu”. Gluggarnir lokuðust hver af öðrum og allt í einu var bara ein tala eftir á spjaldi þriggja ára drengsins og ótrúlegt en satt þá var sú síðasta lesin upp. ,,BINGÓ!” Hann fékk stutta útskýringu á því hvað þyrfti að gera, gekk með spjaldið sitt upp á svið í fylgd með föður sínum. Vinningurinn var svo stór að það var engin leið fyrir manninn unga að taka við honum. Sjúkk, gott að fá aðstoð frá pabba. Sigri hrósandi kom hann til baka, prílaði í mömmufang og hvíslaði stoltur í eyrað mitt: ,,ég þorði að fara sjálfur upp á svið”. Stuttu seinna var svo athyglin farin, eins og við var að búast hjá þriggja ára, og hann fékk að skottast yfir í næsta hús til ömmu og afa. Þá að þeirri fimm ára. Forvitnin var mikil, allt svo nýtt og henni fannst skrítið að í þessum leik mætti ekki bara opna og loka gluggum á spjaldinu þegar hana langaði til. ,,Mamma, ég er alveg í spreng”. Bara tvær tölur eftir á spjaldinu hjá mér og spennan í hámarki: ,,Viltu prófa að fara sjálf?” sagði ég eftir svolitla umhugsun, sér í lagi þar sem baðherbergið var í augnsýn, sem hún og gerði eftir smá hik. Stuttu seinna kom stelpuskottan til baka, eitt stórt bros og sagði: ,,mamma, ég gat þetta alveg sjálf, þú þurftir ekki að labba með mér“. Ekkert bingó hjá henni í þetta skiptið en það skipti engu máli. Sigurtilfinningin var samt til staðar. Þegar ég lagðist á koddann um kvöldið áttaði ég mig á þvi hversu frábæra kennslustund ég hafði hlotið og velti fyrir mér hversu oft sambærilegar aðstæður færu framhjá okkur í daglegu lífi. Það var dýrmætt að fara yfir sigra dagsins og voru þeir mikið ræddir næstu daga. Áminningin um að stíga skref til baka var kærkomin. Að treysta þroskaferli barnanna, að leyfa þeim að takast á við áskoranir upp á eigin spýtur og vera þeim innan handar eftir þörfum. Stolt, hugrökk og glöð börn fengu smá innspýtingu í sjálfstraustið þennan dag. Eflaust fara mörg tækifæri framhjá okkur foreldrum þar sem við getum stuðlað að auknu sjálfstæði barnanna okkar. Oft á tíðum er það af gömlum vana, við viljum auðvelda börnunum okkar lífið og eigum það til að pakka þeim inn í bómull. En af hverju gerum við það? Næst þegar við stöndum okkur að því að ,,vernda” þau fyrir áskorunum lífsins, stöldrum þá við og spyrjum okkur frekar að því hvernig við getum verið til staðar og stutt við þau án þess að ræna þau þroskatækifærinu sem þau standa frammi fyrir. Getur verið að það sé okkar eigin óþolinmæði og mikill hraði samfélagsins sem gerir það að verkum að við höfum ekki tíma til að staldra við og leyfa börnunum að prófa sig áfram? Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun