Þar eigum við heima Logi Einarsson skrifar 28. september 2022 11:14 Valdhafar í Rússlandi misreiknuðu sig illa þegar þeir ákváðu að ráðast inn í Úkraínu. Þeir vanmátu viðnámsþrótt Úkraínumanna og viðbrögð Vesturlanda. Ætlunin var að taka landið með leiftursókn og þeir virtust halda að þeim yrði tekið fagnandi sem frelsurum. Sú varð aldeilis ekki raunin heldur þjappaði innrásin fólki saman í Úkraínu. Þunglamaleg og gamaldags herstjórnarlist hefur líka haft sitt að segja og vondur andi í rússneska hernum, þar sem hermenn skilja eðlilega ekki hvers vegna þeir eru látnir standa í þessu. Örvæntingarfull herkvaðning hefur opnað augu rússnesks almennings fyrir fánýti þessa stríðs og margir karlmenn flýja land frekar en að gerast fallbyssufóður fyrir stórveldisdrauma Pútíns. Nánast daglega berast nýjar fréttir af ógnvænlegum atburðum í tengslum við þetta stríð sem ekki sér fyrir endann á, nú síðast úr Eystrasalti. Rússar ofmátu þann hljómgrunn sem þeir héldu að þeim myndu fá á Vesturlöndum, þar sem fáir hafa orðið til þess að taka undir áróður þeirra. Pútín og hans menn gerðu sömu mistök og alræðisssinnar allra tíma hafa jafnan gert. Þeir vanmátu frelsisást almennings og þann mikla kraft sem býr í mannréttindabaráttu, sem verður sýnileg í samfélögum þar sem gagnrýnin umræða þrífst. Þeir vanmátu þau gríðarlegu lífsgæði sem felast í því að búa í opnu samfélagi og hversu mikils fólk metur það að geta um frjálst höfuð strokið. Í slíkum samfélögum eru reknir öflugir og sjálfstæðir fjölmiðlar sem sjá til þess að við séum upplýst án þess að hagsmunahópar hafi erindi sem erfiði við að hafa áhrif á þau. Í opnum samfélögum getum við viðrað skoðanir okkar óhrædd um að það leiði til fangelsisvistar, atvinnumissis eða annarra ofsókna. Þar hafa ólíkir hópar raddir sem hafa möguleika á því að heyrast, ekki bara þeir sem með völdin fara heldur líka hópir sem hafa verið jaðarsettir vegna kyns eða fötlunar, uppruna eða kynhneigðar. Við teljum þessi lífsgæði jafn sjálfsögð og loftið sem við öndum að okkur en um þau er engu að síður tekist út um allan heim. Konur rísa upp í Íran og heimta sinn rétt og ef til vill á sú bylgja eftir að rísa hærra í löndum sem búa við eitraða blöndu feðraveldis og trúræðis. Í Evrópu er líka tekist á um mannréttindi, við höfum að undanförnu fylgst með uppgangi hægri afla sem nærast á andúð á hinsegin fólki og innflytjendum. Í opnum samfélögum hljóta slík sjónarmið að heyrast og við þurfum að takast á við þau af festu og vernda viðkvæma hópa fyrir hatursfullri orðræðu en fyrst og fremst þurfum við að standa vörð um mannréttindi allra. Evrópusambandið er myndað kringum þessi gildi. Þjóðirnar þar hafa þar sett sér sameiginlegar leikreglur á markaði og stjórnsýslu sem þær verða allar að hlíta, burtséð frá hernaðarstyrk einstakra þjóða. Hernaðarstyrkinn hafa svo þessar þjóðir leitast við að leiða saman á vettvangi NATÓ, sem stofnað var sem varnarbandalag. Við Íslendingar getum ekki staðið utan við heiminn, jafnvel þótt okkur langaði til. Átök heimsins birtast með margvíslegu móti í lífskjörum okkar. Bensínverðið hækkar og hveitið líka. Íslensk fyrirtæki fá hærra verð fyrir fiskinn sinn. Loftslagsmálin eru sameiginlegt verkefni alls mannkyns og má út öll landamæri, allir verða að leggja þar sitt af mörkum, einstaklingar, þjóðir, þjóðabandalög, allir menn. Við Íslendingar eigum að hafa rödd á vettvangi þjóðanna og tala hátt og skýrt fyrir þeim gildum sem við trúum á og aðhyllumst: virðingu fyrir mannréttindum, jafnrétti og lýðræði. Við eigum að skipa okkur í flokk með þeim þjóðum sem bæði tala fyrir þessum gildum og starfa í anda þeirra og taka skýra afstöðu gegn þeim öflum sem ógna þeim. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Logi Einarsson Evrópusambandið Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Þjóð að tala við sjálfa sig Fastir pennar Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Valdhafar í Rússlandi misreiknuðu sig illa þegar þeir ákváðu að ráðast inn í Úkraínu. Þeir vanmátu viðnámsþrótt Úkraínumanna og viðbrögð Vesturlanda. Ætlunin var að taka landið með leiftursókn og þeir virtust halda að þeim yrði tekið fagnandi sem frelsurum. Sú varð aldeilis ekki raunin heldur þjappaði innrásin fólki saman í Úkraínu. Þunglamaleg og gamaldags herstjórnarlist hefur líka haft sitt að segja og vondur andi í rússneska hernum, þar sem hermenn skilja eðlilega ekki hvers vegna þeir eru látnir standa í þessu. Örvæntingarfull herkvaðning hefur opnað augu rússnesks almennings fyrir fánýti þessa stríðs og margir karlmenn flýja land frekar en að gerast fallbyssufóður fyrir stórveldisdrauma Pútíns. Nánast daglega berast nýjar fréttir af ógnvænlegum atburðum í tengslum við þetta stríð sem ekki sér fyrir endann á, nú síðast úr Eystrasalti. Rússar ofmátu þann hljómgrunn sem þeir héldu að þeim myndu fá á Vesturlöndum, þar sem fáir hafa orðið til þess að taka undir áróður þeirra. Pútín og hans menn gerðu sömu mistök og alræðisssinnar allra tíma hafa jafnan gert. Þeir vanmátu frelsisást almennings og þann mikla kraft sem býr í mannréttindabaráttu, sem verður sýnileg í samfélögum þar sem gagnrýnin umræða þrífst. Þeir vanmátu þau gríðarlegu lífsgæði sem felast í því að búa í opnu samfélagi og hversu mikils fólk metur það að geta um frjálst höfuð strokið. Í slíkum samfélögum eru reknir öflugir og sjálfstæðir fjölmiðlar sem sjá til þess að við séum upplýst án þess að hagsmunahópar hafi erindi sem erfiði við að hafa áhrif á þau. Í opnum samfélögum getum við viðrað skoðanir okkar óhrædd um að það leiði til fangelsisvistar, atvinnumissis eða annarra ofsókna. Þar hafa ólíkir hópar raddir sem hafa möguleika á því að heyrast, ekki bara þeir sem með völdin fara heldur líka hópir sem hafa verið jaðarsettir vegna kyns eða fötlunar, uppruna eða kynhneigðar. Við teljum þessi lífsgæði jafn sjálfsögð og loftið sem við öndum að okkur en um þau er engu að síður tekist út um allan heim. Konur rísa upp í Íran og heimta sinn rétt og ef til vill á sú bylgja eftir að rísa hærra í löndum sem búa við eitraða blöndu feðraveldis og trúræðis. Í Evrópu er líka tekist á um mannréttindi, við höfum að undanförnu fylgst með uppgangi hægri afla sem nærast á andúð á hinsegin fólki og innflytjendum. Í opnum samfélögum hljóta slík sjónarmið að heyrast og við þurfum að takast á við þau af festu og vernda viðkvæma hópa fyrir hatursfullri orðræðu en fyrst og fremst þurfum við að standa vörð um mannréttindi allra. Evrópusambandið er myndað kringum þessi gildi. Þjóðirnar þar hafa þar sett sér sameiginlegar leikreglur á markaði og stjórnsýslu sem þær verða allar að hlíta, burtséð frá hernaðarstyrk einstakra þjóða. Hernaðarstyrkinn hafa svo þessar þjóðir leitast við að leiða saman á vettvangi NATÓ, sem stofnað var sem varnarbandalag. Við Íslendingar getum ekki staðið utan við heiminn, jafnvel þótt okkur langaði til. Átök heimsins birtast með margvíslegu móti í lífskjörum okkar. Bensínverðið hækkar og hveitið líka. Íslensk fyrirtæki fá hærra verð fyrir fiskinn sinn. Loftslagsmálin eru sameiginlegt verkefni alls mannkyns og má út öll landamæri, allir verða að leggja þar sitt af mörkum, einstaklingar, þjóðir, þjóðabandalög, allir menn. Við Íslendingar eigum að hafa rödd á vettvangi þjóðanna og tala hátt og skýrt fyrir þeim gildum sem við trúum á og aðhyllumst: virðingu fyrir mannréttindum, jafnrétti og lýðræði. Við eigum að skipa okkur í flokk með þeim þjóðum sem bæði tala fyrir þessum gildum og starfa í anda þeirra og taka skýra afstöðu gegn þeim öflum sem ógna þeim. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun