Fíflagangur eða leið til að hafa óeðlileg áhrif? Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2022 14:00 Sigurði Gunnari Þorsteinssyni og félögum í Tindastóli er spáð afar góðu gengi í vetur af flestum, en tveir spáðu liðinu neðsta sæti í árlegri spá fyrir Subway-deildina. vísir/bára Í hópi þjálfara, fyrirliða og formanna félaganna tólf í Subway-deild karla eru ákveðnir aðilar sem spáðu algjörlega á skjön við kollega sína í spá um gengi liðanna í vetur, sem birt var í dag. Spáin um lokastöðu í Subway-deildinni er árlegur viðburður þar sem hitað er upp fyrir komandi keppnistímabil en ný leiktíð hefst eftir viku. Keflavík er spáð deildarmeistaratitlinum en Hetti og ÍR er spáð falli. Miðað við gengi liða á síðustu leiktíð, og félagaskipti í sumar, er svo sem ekkert óeðlilegt við það og spána má sjá í heild sinni hér að neðan. Það má hins vegar segja að nokkur atkvæði í kosningunni séu mjög óeðlileg og spurning hvort að einhverjir þeirra 36 sem tóku þátt hafi séð spána sem tækifæri fyrir fíflagang eða til að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöðurnar. Tveir með Tindastól á botninum og tveir með KR á toppnum Ljóst er að niðurstöður í spánni hafa sín áhrif á umræðuna, að minnsta kosti í upphafi leiktíðar, og því auðveldara fyrir lið að „koma á óvart“ ef þeim er spáð slöku gengi eða „valda vonbrigðum“ ef þeim er spáð ofarlega. Í spánni í ár settu til að mynda tveir aðilar hið ógnarsterka lið Tindastóls í 12. sæti, á meðan að aðrir spáðu liðinu í 1.-5. sæti. Tveir spáðu líka föllnu stórveldi KR efsta sæti á meðan að aðrir settu liðið í 6.-12. sæti. Einn spáði nýliðum Hauka efsta sætinu og annar spáði ÍR efsta sætinu, þó að ÍR hafi á endanum fengið fæst stig og þannig endað neðst í spánni. Haukar fengu atkvæði í öll sæti nema 2. sæti en flestir spáðu nýliðunum í 7.-12. sæti. Allir nema einn settu svo ÍR í 9.-12. sæti. Svona spáðu þeir 36 sem tóku þátt fyrir um gengi ÍR. Einn setti liðið í efsta sæti.KKÍ Hér að neðan má sjá spána í heild (Hámark 432 stig, lágmark 36): Keflavík 402 stig Tindastóll 363 stig Njarðvík 329 stig Valur 300 stig Þór Þ. 287 stig Stjarnan 280 stig Breiðablik 204 stig Haukar 165 stig Grindavík 158 stig KR 154 stig Höttur 87 stig ÍR 79 stig Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Spáin um lokastöðu í Subway-deildinni er árlegur viðburður þar sem hitað er upp fyrir komandi keppnistímabil en ný leiktíð hefst eftir viku. Keflavík er spáð deildarmeistaratitlinum en Hetti og ÍR er spáð falli. Miðað við gengi liða á síðustu leiktíð, og félagaskipti í sumar, er svo sem ekkert óeðlilegt við það og spána má sjá í heild sinni hér að neðan. Það má hins vegar segja að nokkur atkvæði í kosningunni séu mjög óeðlileg og spurning hvort að einhverjir þeirra 36 sem tóku þátt hafi séð spána sem tækifæri fyrir fíflagang eða til að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöðurnar. Tveir með Tindastól á botninum og tveir með KR á toppnum Ljóst er að niðurstöður í spánni hafa sín áhrif á umræðuna, að minnsta kosti í upphafi leiktíðar, og því auðveldara fyrir lið að „koma á óvart“ ef þeim er spáð slöku gengi eða „valda vonbrigðum“ ef þeim er spáð ofarlega. Í spánni í ár settu til að mynda tveir aðilar hið ógnarsterka lið Tindastóls í 12. sæti, á meðan að aðrir spáðu liðinu í 1.-5. sæti. Tveir spáðu líka föllnu stórveldi KR efsta sæti á meðan að aðrir settu liðið í 6.-12. sæti. Einn spáði nýliðum Hauka efsta sætinu og annar spáði ÍR efsta sætinu, þó að ÍR hafi á endanum fengið fæst stig og þannig endað neðst í spánni. Haukar fengu atkvæði í öll sæti nema 2. sæti en flestir spáðu nýliðunum í 7.-12. sæti. Allir nema einn settu svo ÍR í 9.-12. sæti. Svona spáðu þeir 36 sem tóku þátt fyrir um gengi ÍR. Einn setti liðið í efsta sæti.KKÍ Hér að neðan má sjá spána í heild (Hámark 432 stig, lágmark 36): Keflavík 402 stig Tindastóll 363 stig Njarðvík 329 stig Valur 300 stig Þór Þ. 287 stig Stjarnan 280 stig Breiðablik 204 stig Haukar 165 stig Grindavík 158 stig KR 154 stig Höttur 87 stig ÍR 79 stig
Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira