Sprengjuhótunin barst til UPS í Bandaríkjunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. september 2022 12:08 Fragtflugvél UPS var lent í Keflavík um klukkan ellefu í gærkvöld vegna sprengjuhótunar. epa Keflavíkurflugvelli var lokað í nótt eftir að flugvél var lent vegna sprengjuhótunar sem barst bandaríska flutningafyrirtækinu UPS og beindist að pakka um borð. Í honum reyndust vera eftirlíkingar af skotvopnum, flugeldar og vökvi sem lögregla er með til rannsóknar. Fragtflugvél flutningafyrirtækinsins UPS var á leið frá Köln í Þýskalandi til Kentucky í Bandaríkjunum þegar áhöfn vélarinnar barst sprengjuhótun. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir hótunina hafa borist til UPS í Bandaríkjunum. „Og þeir höfðu samband við áhöfnina og tilkynntu þeim um þennan pakka sem mögulega væri um borð í vélinni.“ Keflavíkurflugvöllur var á þessum tíma næsti völlur og því var óskað eftir leyfi til lendingar um klukkan ellefu í gærkvöld. Flugvélin var rýmd á flugbrautinni eftir lendingu. „Áhöfn vélarinnar skaut út neyðarrennum og yfirgaf vélina með þeim hætti,“ segir Ásmundur. Vellinum var í kjölfarið lokað um tíma og vísa þurfti frá fimm flugvélum sem voru væntanlegar. Tvær fóru til Egilsstaða, ein til Akureyrar og tvær til Skotands. Vélin var dregin inn á svokallað Hot cargo svæði þar sem hættulegur varningur er meðhöndlaður en svæðið er staðsett eins langt frá flugstöð og flugbrautum innan haftasvæðis og hægt er. Þar var viðbúnaðurinn mikill og um þrjátíu manns úr lögreglu, sprengjusveit ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu komu að aðgerðinni. Ásmundur segir sprengjusérfræðinga hafa farið um borð til að finna pakkann. Keflavíkurflugvelli var lokað á meðan aðgerðir lögreglu stóðu yfir.vísir/vilhelm Rannsaka vökva sem var í pakkanum Leitin er ekki sögð hafa tekið mjög langan tíma en við gegnumlýsingu á pakkanum kom í ljós að torkennilegir hlutir voru í honum. „Í pakkanum reyndist vera eftirlíkingar af skotvopnum, flugeldar og vökvi sem við vitum ekki hvað er, en rannsókn á honum stendur yfir.“ Rannsókn á því hver stóð að sprengjuhótuninni er á valdi bandarískra yfirvalda en íslenska lögregla rannsakar einhverja anga líkt og vökvann um borð. Málið verður því unnið í samvinnu. Aðgerðum lauk ekki fyrr en á níunda tímanum í morgun en Ásmundur segir ýmsa þætti hafa verið tímafreka, líkt og að færa flugvélina. Öllum vélum sem var snúið frá hefur verið lent í Keflavík og atvikið hefur ekki frekari áhrif á ætlunarflug í dag. Fréttir af flugi Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
Fragtflugvél flutningafyrirtækinsins UPS var á leið frá Köln í Þýskalandi til Kentucky í Bandaríkjunum þegar áhöfn vélarinnar barst sprengjuhótun. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir hótunina hafa borist til UPS í Bandaríkjunum. „Og þeir höfðu samband við áhöfnina og tilkynntu þeim um þennan pakka sem mögulega væri um borð í vélinni.“ Keflavíkurflugvöllur var á þessum tíma næsti völlur og því var óskað eftir leyfi til lendingar um klukkan ellefu í gærkvöld. Flugvélin var rýmd á flugbrautinni eftir lendingu. „Áhöfn vélarinnar skaut út neyðarrennum og yfirgaf vélina með þeim hætti,“ segir Ásmundur. Vellinum var í kjölfarið lokað um tíma og vísa þurfti frá fimm flugvélum sem voru væntanlegar. Tvær fóru til Egilsstaða, ein til Akureyrar og tvær til Skotands. Vélin var dregin inn á svokallað Hot cargo svæði þar sem hættulegur varningur er meðhöndlaður en svæðið er staðsett eins langt frá flugstöð og flugbrautum innan haftasvæðis og hægt er. Þar var viðbúnaðurinn mikill og um þrjátíu manns úr lögreglu, sprengjusveit ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu komu að aðgerðinni. Ásmundur segir sprengjusérfræðinga hafa farið um borð til að finna pakkann. Keflavíkurflugvelli var lokað á meðan aðgerðir lögreglu stóðu yfir.vísir/vilhelm Rannsaka vökva sem var í pakkanum Leitin er ekki sögð hafa tekið mjög langan tíma en við gegnumlýsingu á pakkanum kom í ljós að torkennilegir hlutir voru í honum. „Í pakkanum reyndist vera eftirlíkingar af skotvopnum, flugeldar og vökvi sem við vitum ekki hvað er, en rannsókn á honum stendur yfir.“ Rannsókn á því hver stóð að sprengjuhótuninni er á valdi bandarískra yfirvalda en íslenska lögregla rannsakar einhverja anga líkt og vökvann um borð. Málið verður því unnið í samvinnu. Aðgerðum lauk ekki fyrr en á níunda tímanum í morgun en Ásmundur segir ýmsa þætti hafa verið tímafreka, líkt og að færa flugvélina. Öllum vélum sem var snúið frá hefur verið lent í Keflavík og atvikið hefur ekki frekari áhrif á ætlunarflug í dag.
Fréttir af flugi Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira