Þjálfari spænska kvennalandsliðsins gerir 14 breytingar eftir uppreisn leikmanna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. október 2022 09:30 Jorge Vilda ræðir við Ona Batlle, leikmann Manchester United og spænska landsliðsins. Batlle er einn af þeim 14 leikmönnum sem var tekin úr hópnum. Angel Martinez/Getty Images Jorge Vilda, þjálfari spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur gert 14 breytingar á liði sínu fyrir leiki liðsins í október eftir að stór hluti landsliðshópsins sendi bréf á spænska knattspyrnusambandið þar sem því er haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Spænska liðið mætir Svíþjóð og Bandaríkjunum í vináttulandsleikjum síðar í mánuðinum, en aðeins níu af þeim 23 leikmönnum sem voru valdir í verkefni liðsins í undankeppni HM í september halda sæti sínu. Meðal þeirra sem ekki verða í hópnum í komandi verkefni eru þær Irene Paredes, fyrirliði spænska landsliðsins, og markamaskínan Jenni Hermoso. Ástæða þess að Vilda gerir svo margar breytingar á hópnum er líklega sú að í seinustu viku sendu 15 leikmenn hópsins spænska knattspyrnusambandinu bréf þar sem kom fram að þær myndu hafna því að vera í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. Leikmennirnir vilja ekki spila fyrir þjálfarann og telja hann hafa haft slæm áhrif á heilsu þeirra, bæði líkamlega og andlega. Landsliðkonurnar höfnuðu því þó síðar að hafa kallað eftir því að þjálfaranum yrði sagt upp starfi sínu í kjölfar þess að spænska knattspyrnusambandið tilkynnti að leikmennirnir yrðu ekki valdir í frekari landsliðsverkefni fyrr en afsökun frá þeim bærist. Þjálfarinn sár og segir stöðuna ósanngjarna Þjálfarinn Jorge Vilda tjáði sig um málið á dögunum og segist vera mjög sár. Hann segir stöðuna ósanngjarna, en undir hans stjórn hefur liðið unnið tæplega 70 prósent leikja sinna. „Ég óska engum að ganga í gegnum það sem ég er að ganga í gegnum þessa dagana,“ sagði Vilda. „Ég er virkilega sár og þetta er ósanngjörn staða sem enginn á skilið að lenda í. Mér finnst ég hafa verið hafður að fífli og þetta rugl skaðar spænskan fótbolta. Þetta er niðurlæging á heimsmælikvarða.“ „Mín lausn er þessi listi af leikmönnum sem ég valdi. Ég get ekki séð aðra lausn eins og er. Ég verð að kalla til þá leikmenn sem vilja 100 prósent vera hérna. Ég hef ekki íhugað að segja af mér. Það væri ósanngjarnt gagnvart því sem við höfum gert í fortíðinni og gagnvart því sem við erum í dag,“ sagði Vilda að lokum. Fótbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Sjá meira
Spænska liðið mætir Svíþjóð og Bandaríkjunum í vináttulandsleikjum síðar í mánuðinum, en aðeins níu af þeim 23 leikmönnum sem voru valdir í verkefni liðsins í undankeppni HM í september halda sæti sínu. Meðal þeirra sem ekki verða í hópnum í komandi verkefni eru þær Irene Paredes, fyrirliði spænska landsliðsins, og markamaskínan Jenni Hermoso. Ástæða þess að Vilda gerir svo margar breytingar á hópnum er líklega sú að í seinustu viku sendu 15 leikmenn hópsins spænska knattspyrnusambandinu bréf þar sem kom fram að þær myndu hafna því að vera í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. Leikmennirnir vilja ekki spila fyrir þjálfarann og telja hann hafa haft slæm áhrif á heilsu þeirra, bæði líkamlega og andlega. Landsliðkonurnar höfnuðu því þó síðar að hafa kallað eftir því að þjálfaranum yrði sagt upp starfi sínu í kjölfar þess að spænska knattspyrnusambandið tilkynnti að leikmennirnir yrðu ekki valdir í frekari landsliðsverkefni fyrr en afsökun frá þeim bærist. Þjálfarinn sár og segir stöðuna ósanngjarna Þjálfarinn Jorge Vilda tjáði sig um málið á dögunum og segist vera mjög sár. Hann segir stöðuna ósanngjarna, en undir hans stjórn hefur liðið unnið tæplega 70 prósent leikja sinna. „Ég óska engum að ganga í gegnum það sem ég er að ganga í gegnum þessa dagana,“ sagði Vilda. „Ég er virkilega sár og þetta er ósanngjörn staða sem enginn á skilið að lenda í. Mér finnst ég hafa verið hafður að fífli og þetta rugl skaðar spænskan fótbolta. Þetta er niðurlæging á heimsmælikvarða.“ „Mín lausn er þessi listi af leikmönnum sem ég valdi. Ég get ekki séð aðra lausn eins og er. Ég verð að kalla til þá leikmenn sem vilja 100 prósent vera hérna. Ég hef ekki íhugað að segja af mér. Það væri ósanngjarnt gagnvart því sem við höfum gert í fortíðinni og gagnvart því sem við erum í dag,“ sagði Vilda að lokum.
Fótbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Sjá meira