Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2022 07:21 Kwarteng og Truss á ársþingi Íhaldsflokksins. AP/Stefan Rousseau Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. Kwarteng og forsætisráðherrann Liz Truss sögðu síðast í gær að það stæði alls ekki til að falla frá afnáminu, þrátt fyrir að um væri að ræða einn umdeildasta liðinn í fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram á dögunum og olli falli sterlingspundsins og gríðarlegum titringi á fjármála- og húsnæðismörkuðum. Breskir miðlar segja ráðherrunum hafa orðið ljóst við upphaf ársþings Íhaldsflokksins að þingmenn myndu gera uppreisn ef þeir yrðu neyddir til þess að greiða atkvæði með afnámi skattþrepsins. Þá hafi menn verið farnir að tala um það að koma þyrfti Truss frá sem fyrst en skoðanakannanir sýna mikla sókn Verkamannaflokksins í kjölfar þess að fjárlagafrumvarpið var kynnt. Truss sagði síðast í gær, í viðtali við BBC, að hún hygðist alls ekki víkja frá stefnu sinni og því þykir málið allt hið vandræðalegasta. Í viðtölum í morgun hefur Kwarteng ekki viljað viðurkenna að afnám skattþrepsins hafi verið mistök en sagði það hins vegar hafa beint athyglinni frá frumvarpinu í heild, sem hann stæði enn með. Hann sagðist ekki hafa í hyggju að segja af sér, jafnvel þótt seðlabankinn hefði neyðst til að verja gríðarlegum fjármunum til að verja lífeyrissjóðakerfið vegna klúðursins. Þrátt fyrir algjöra U-beygju ríkisstjórnarinnar benda miðlar á að fleiri umdeildar skattalækkanir sé að finna í fjárlagafrumvarpinu og þá eigi enn eftir að upplýsa hvernig á að greiða fyrir þær. Getgátur hafa verið uppi um að mikill niðurskurður sé framundan í ríkisfjármálunum en í viðtölum í morgun vildi Kwarteng ekki kannast við það. Bretland Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Kwarteng og forsætisráðherrann Liz Truss sögðu síðast í gær að það stæði alls ekki til að falla frá afnáminu, þrátt fyrir að um væri að ræða einn umdeildasta liðinn í fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram á dögunum og olli falli sterlingspundsins og gríðarlegum titringi á fjármála- og húsnæðismörkuðum. Breskir miðlar segja ráðherrunum hafa orðið ljóst við upphaf ársþings Íhaldsflokksins að þingmenn myndu gera uppreisn ef þeir yrðu neyddir til þess að greiða atkvæði með afnámi skattþrepsins. Þá hafi menn verið farnir að tala um það að koma þyrfti Truss frá sem fyrst en skoðanakannanir sýna mikla sókn Verkamannaflokksins í kjölfar þess að fjárlagafrumvarpið var kynnt. Truss sagði síðast í gær, í viðtali við BBC, að hún hygðist alls ekki víkja frá stefnu sinni og því þykir málið allt hið vandræðalegasta. Í viðtölum í morgun hefur Kwarteng ekki viljað viðurkenna að afnám skattþrepsins hafi verið mistök en sagði það hins vegar hafa beint athyglinni frá frumvarpinu í heild, sem hann stæði enn með. Hann sagðist ekki hafa í hyggju að segja af sér, jafnvel þótt seðlabankinn hefði neyðst til að verja gríðarlegum fjármunum til að verja lífeyrissjóðakerfið vegna klúðursins. Þrátt fyrir algjöra U-beygju ríkisstjórnarinnar benda miðlar á að fleiri umdeildar skattalækkanir sé að finna í fjárlagafrumvarpinu og þá eigi enn eftir að upplýsa hvernig á að greiða fyrir þær. Getgátur hafa verið uppi um að mikill niðurskurður sé framundan í ríkisfjármálunum en í viðtölum í morgun vildi Kwarteng ekki kannast við það.
Bretland Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira