Íslandsmeistarinn í brauðtertugerð er Ísfirðingur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. október 2022 20:31 Gunna Sigga er algjör snillingur að setja saman brauðtertur, hér er hún með eina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún er ekki lengi að hrista brauðtertur fram úr erminni, hvort sem þær eru með rækjum, túnfiski, skinku, laxi eða einhverju allt öðru. Hér erum við að tala um Íslandsmeistarann í brauðtertugerð, sem býr á Ísafirði en skrapp örstutt til Reykjavíkur til að ná í titilinn. Gunna Sigga (Guðrún Sigríður Matthíasdóttir)eins og hún er alltaf kölluð á Ísafirði er mikill snillingur þegar kemur að bakstri, matargerð og öllu öðru, sem tilheyrir slíkum eldhússtörfum. Hún sá nýlega auglýst Íslandsmeistaramót í brauðtertugerð í verslun Ormsson í Reykjavík í tilefni 100 ára afmæli verslunarinnar. Hún brunaði suður, kom við hjá systur sinni og græjaði brauðtertuna og fór með hana í keppnina. Nokkrum klukkutímum síðar fékk hún tilkynningu um að hún hafi unnið. Ástæðan var sú að brauðtertan hennar var svo bragðgóð, falleg og ekki ofhlaðin. Falleg brauðterta frá Gunnu Siggu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta var rækjuterta og hún var mjög vestfirsk tertan. Hún var með salatblöðum, sem voru ræktuð í Önundarfirði, sítrónurnar voru líka ræktaðar í Önundarfirði, rækjan var frá Kampa á Ísafirði og ýmislegt annað, sem ég notaði var allt héðan,“ segir Gunna Sigga. En hvernig er að vera Íslandsmeistari í brauðtertugerð? „Þetta er rosalega gaman, þetta er öðruvísi, það er gott að það séu til fleiri Íslandsmeistarakeppnir heldur en bara íþróttir.“ Ertu ekki stolt af þessum titli? „Jú, ég er það, það verð ég að viðurkenna og margir aðrir eru stoltir af mér að hafa gert þetta,“ segir Gunna Sigga. Gunna Sigga segist fá mikið af pöntunum af allskonar brauðtertum en eftir að hún varð Íslandsmeistari þá hefur síminn ekki stoppað og alls staðar þar sem hún kemur þá er umræðuefnið brauðtertur. Gunna Sigga fékk 100.000 króna gjafabréf frá Ormsson eftir að hún vann keppnina.Aðsend Ísafjarðarbær Brauðtertur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Gunna Sigga (Guðrún Sigríður Matthíasdóttir)eins og hún er alltaf kölluð á Ísafirði er mikill snillingur þegar kemur að bakstri, matargerð og öllu öðru, sem tilheyrir slíkum eldhússtörfum. Hún sá nýlega auglýst Íslandsmeistaramót í brauðtertugerð í verslun Ormsson í Reykjavík í tilefni 100 ára afmæli verslunarinnar. Hún brunaði suður, kom við hjá systur sinni og græjaði brauðtertuna og fór með hana í keppnina. Nokkrum klukkutímum síðar fékk hún tilkynningu um að hún hafi unnið. Ástæðan var sú að brauðtertan hennar var svo bragðgóð, falleg og ekki ofhlaðin. Falleg brauðterta frá Gunnu Siggu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta var rækjuterta og hún var mjög vestfirsk tertan. Hún var með salatblöðum, sem voru ræktuð í Önundarfirði, sítrónurnar voru líka ræktaðar í Önundarfirði, rækjan var frá Kampa á Ísafirði og ýmislegt annað, sem ég notaði var allt héðan,“ segir Gunna Sigga. En hvernig er að vera Íslandsmeistari í brauðtertugerð? „Þetta er rosalega gaman, þetta er öðruvísi, það er gott að það séu til fleiri Íslandsmeistarakeppnir heldur en bara íþróttir.“ Ertu ekki stolt af þessum titli? „Jú, ég er það, það verð ég að viðurkenna og margir aðrir eru stoltir af mér að hafa gert þetta,“ segir Gunna Sigga. Gunna Sigga segist fá mikið af pöntunum af allskonar brauðtertum en eftir að hún varð Íslandsmeistari þá hefur síminn ekki stoppað og alls staðar þar sem hún kemur þá er umræðuefnið brauðtertur. Gunna Sigga fékk 100.000 króna gjafabréf frá Ormsson eftir að hún vann keppnina.Aðsend
Ísafjarðarbær Brauðtertur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira