Hlýnun gerði þurrka í sumar tuttugufalt líklegri en ella Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2022 23:41 Fólk á gangi við bakka Yesa-uppistöðulónsins nærri Pamplona á Spáni í september. Lónið stendur lágt eftir mikinn þurrk. AP/Alvaro Barrientos Þurrkar í þremur heimsálfum í sumar voru tuttugufalt líklegri til að eiga sér stað en ella vegna hnattrænnar hlýnunar. Stórfljót þornuðu upp, uppskerubrestur varð og skógareldar kviknuðu í þurrkunum í Evrópu, Kína og Bandaríkjunum. Grípa þurfti til takmarkana á vatnsnotkun í sumum Evrópulöndum vegna þurrkanna í sumar og í Kína var sumarið það þurrasta í sextíu ár. Yangtze-fljót var um tíma helmingi mjórra en það er í vanalegu árferði. Í Bandaríkjunum var ekki aðeins þurrt í vesturríkjunum þar sem þurrkar eru tíðir heldur einnig í norðausturríkjunum sem eiga ekki að venjast svo þurru loftslagi, að sögn AP-fréttastofunnar. Rannsóknum á áhrifum loftslagsbreytinga af völdum manna á einstaka veðuratburði hefur fleygt fram á undanförnum árum. Niðurstaða vísindahópsins World Weather Attribution er að þurrkarnir ættu sér aðeins stað á fjögur hundruð ára fresti á norðurhveli jarðar ef ekki væri fyrir hnattræna hlýnun. Nú megi vænta slíkra þurrka á tuttugu ára fresti. Niðurstaðan miðast við þá hlýnun sem þegar er orðin, um það bil 1,2 gráður miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Hlýnunin heldur hins vegar áfram og bendir rannsókn hópsins til þess að hægt sé að vænta þurrka eins og þeirra sem urðu í sumar á tíu ára fresti við 0,8 gráðu hlýnun til viðbótar. Þurrkarnir og hamfaraflóðin í Pakistan í sumar bera fingraför loftslagsbreytinga, að sögn Maartens van Aalst, loftslagsvísindamanns við Kólumbíuháskóla í Bandaríkjunum og eins höfunda rannsóknarinnar. „Fólk finnur klárlega fyrir áhrifunum og þau valda miklum usla,“ segir van Aalst við AP, „ekki aðeins í fátækum löndum eins og flóðin í Pakistan heldur í sumum ríkustu hlutum heimsins eins og Miðvestur-Evrópu.“ Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Þurrkar afhjúpuðu 113 milljón ára gömul risaeðluspor Risaeðluspor sem eru talin vera um 113 milljón ára gömul komu í ljós á árbotni í Risaeðludal í Texas vegna gríðarlega þurrka sem hafa herjað á ríkið undanfarnar vikur. 24. ágúst 2022 10:29 Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. 19. ágúst 2022 13:40 Fundu „hið spænska Stonehenge“ aftur eftir mikla þurrka Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963. 19. ágúst 2022 11:26 Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Grípa þurfti til takmarkana á vatnsnotkun í sumum Evrópulöndum vegna þurrkanna í sumar og í Kína var sumarið það þurrasta í sextíu ár. Yangtze-fljót var um tíma helmingi mjórra en það er í vanalegu árferði. Í Bandaríkjunum var ekki aðeins þurrt í vesturríkjunum þar sem þurrkar eru tíðir heldur einnig í norðausturríkjunum sem eiga ekki að venjast svo þurru loftslagi, að sögn AP-fréttastofunnar. Rannsóknum á áhrifum loftslagsbreytinga af völdum manna á einstaka veðuratburði hefur fleygt fram á undanförnum árum. Niðurstaða vísindahópsins World Weather Attribution er að þurrkarnir ættu sér aðeins stað á fjögur hundruð ára fresti á norðurhveli jarðar ef ekki væri fyrir hnattræna hlýnun. Nú megi vænta slíkra þurrka á tuttugu ára fresti. Niðurstaðan miðast við þá hlýnun sem þegar er orðin, um það bil 1,2 gráður miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Hlýnunin heldur hins vegar áfram og bendir rannsókn hópsins til þess að hægt sé að vænta þurrka eins og þeirra sem urðu í sumar á tíu ára fresti við 0,8 gráðu hlýnun til viðbótar. Þurrkarnir og hamfaraflóðin í Pakistan í sumar bera fingraför loftslagsbreytinga, að sögn Maartens van Aalst, loftslagsvísindamanns við Kólumbíuháskóla í Bandaríkjunum og eins höfunda rannsóknarinnar. „Fólk finnur klárlega fyrir áhrifunum og þau valda miklum usla,“ segir van Aalst við AP, „ekki aðeins í fátækum löndum eins og flóðin í Pakistan heldur í sumum ríkustu hlutum heimsins eins og Miðvestur-Evrópu.“
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Þurrkar afhjúpuðu 113 milljón ára gömul risaeðluspor Risaeðluspor sem eru talin vera um 113 milljón ára gömul komu í ljós á árbotni í Risaeðludal í Texas vegna gríðarlega þurrka sem hafa herjað á ríkið undanfarnar vikur. 24. ágúst 2022 10:29 Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. 19. ágúst 2022 13:40 Fundu „hið spænska Stonehenge“ aftur eftir mikla þurrka Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963. 19. ágúst 2022 11:26 Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Þurrkar afhjúpuðu 113 milljón ára gömul risaeðluspor Risaeðluspor sem eru talin vera um 113 milljón ára gömul komu í ljós á árbotni í Risaeðludal í Texas vegna gríðarlega þurrka sem hafa herjað á ríkið undanfarnar vikur. 24. ágúst 2022 10:29
Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. 19. ágúst 2022 13:40
Fundu „hið spænska Stonehenge“ aftur eftir mikla þurrka Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963. 19. ágúst 2022 11:26
Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37