Ahmad Abu Marhia sóttist eftir hæli í Ísrael. Samtök hinsegin fólks þar segja að hann hafi beðið niðurstöðu í máli sínu í tvö ár. Honum hafi verið hótað lífláti í Palestínu.
Breska ríkisútvarpið BBC segir óljóst hvers vegna Abu Marhia var staddur í Hebron en ísraelskir fjölmiðlar hafa eftir vinum hans að honum hafi verið rænt og hann fluttur á Vesturbakkann. Fjölskylda hans segir hann þó hafa komið reglulega til Hebron til að heimsækja hana.
Myndband af vettvangi morðsins er í dreifingu á samfélagsmiðlum og miklar vangaveltur eru uppi um hvað morðingjanum gekk til. Lögreglan segir að það ekki liggi ekki fyrir.
Íhaldsmenn í bæði Palestínu og Ísrael hafna samkynhneigðum. Dagblaðið Times of Israel segir að um níutíu hinsegin Palestínumenn sækist eftir hæli í Ísrael vegna mismununar í Palestínu.