Gloppótt lögregluvald? Bjarni Már Magnússon skrifar 10. október 2022 10:31 Nokkur umræða hefur spunnist um valdbeitingarheimildir íslenskra löggæsluyfirvalda í kringum hugmyndir um svokallaðar forvirkar rannsóknaraðferðir lögreglu. Grundvallarreglur íslenskra laga um lögregluvald hafa hins vegar hlotið litla athygli. Þær verðskulda hana þó enda óþarflega óskýrar. Lögregluvald Valdheimildir lögreglunnar ganga undir hinu gagnsæja nafni lögregluvald. Í útskýringum í greinargerð við 9. gr. frumvarpsins, sem varð að lögreglulögum nr. 90/1996, er lögregluvald skilgreint með eftirfarandi hætti: „Fræðilega er lögregluvald ein tegund opinbers valds sem stjórnvöld fara með. Nánar telst lögregluvald til réttarvörsluvalds eins og fullnustuvald sýslumanna, enda felst í hvoru tveggja valdbeitingarheimild ef þörf krefur. Með „lögregluvaldi“ er nánar átt við vald sem lögreglunni einni er falið til að gefa fyrirskipanir og til að grípa til aðgerða gagnvart þegnunum, með valdbeitingu ef nauðsynlegt er.“ Í lögregluvaldi felst heimild til að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa samkvæmt 14. gr. lögreglulaga. Eitt af grundvallarstefunum í lögskýringum er að almennt eru reglur, sem heimila ríkisvaldinu að beita þvingunum og skerða frelsi manna og réttindi, skýrðar þröngt. Slík ákvæði verða ekki talin ná til annarra atvika eða fela í sér frekari skerðingar en orðalag þeirra kveður á um. Af þessu leiðir að það má ætla að lagaákvæði um lögregluvald beri að skýra þröngt. Lögreglan Í 7. gr. lögreglulaga er fjallað um starfssvæði lögreglunnar. Samkvæmt 1. mgr. greinarinnar hafa lögreglumenn „lögregluvald hvar sem er á landinu.“ Með öðrum orðum lögreglan getur gripið til valdbeitingar hvar sem er á landinu ef það telst nauðsynlegt. Að mati undirritaðs er umrætt ákvæði ekki nægilega skýrt. Hvað felst nákvæmlega í hugtakinu land? Land í þröngri merkingu getur varla falið í sér hugtakið sjó eða loftrýmið þar yfir. Það má því spyrja þeirrar spurningar hvort nægileg heimild sé til staðar í lögreglulögum fyrir lögregluna til að beita lögregluvaldi gagnvart skipum og áhöfnum þeirra á íslenskum hafsvæðum eða flugvélum sem skráðar eru hérlendis sem eru komnar út á sjó. Landhelgisgæslan Nokkuð sérstaka landfræðilega takmörkun á lögregluvaldi er að finna í lögum um Landhelgisgæslu Íslands. Í 3. gr. þeirra laga er starfssvæði Gæslunnar skilgreint með svohljóðandi hætti: „Starfssvæði Landhelgisgæslu Íslands er hafið umhverfis Ísland, þ.e. innsævið, landhelgin, efnahagslögsagan og landgrunnið, auk úthafsins samkvæmt reglum þjóðaréttar. Landhelgisgæsla Íslands sinnir einnig verkefnum á landi í samstarfi við lögreglu og önnur yfirvöld.“ Í 1. mgr. 6. gr. sömu laga er skilgreint hvaða starfsmenn Gæslunnar fara með lögregluvald, við hvaða aðstæður og hvar þeir fara með þetta vald: „Eftirtaldir starfsmenn Landhelgisgæslu Íslands fara með lögregluvald þegar þeir annast eða aðstoða við löggæslu samkvæmt lögum þessum í efnahagslögsögu Íslands: Forstjóri og löglærðir fulltrúar hans. Áhafnir skipa og loftfara Landhelgisgæslu Íslands. Sprengjusérfræðingar. Yfirmenn í stjórnstöð og vaktstöð siglinga.” Merkilegt er að 1. mgr. 6. gr. tiltekur einvörðungu efnahagslögsöguna en ekki önnur lögsögubelti sem talin eru upp í 3. gr. Í þessu samhengi verður að hafa í huga að 55. gr. hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna og 1. mgr. 3. gr. laga um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn kveða á um að efnahagslögsagan sé svæði utan landhelgi (sjá kort til glöggvunar). Auk þess verður að hafa í huga að lögsaga ríkja tekur til færri efnisatriða í efnahagslögsögunni en í landhelginni og á innsævi. Ef hugtakið efnahagslögsaga í 1. mgr. 6. gr. laga um Gæsluna er túlkað í samræmi við skýrt orðalag ákvæðisins, til samræmis við megin milliríkjasamninginn um hafið sem Ísland er aðili að og megin íslensku löggjöfina um íslensk hafsvæði er varla hægt að álykta með öðrum hætti en svo að lykilákvæðið um lögregluvald í lögum um Gæsluna nái hvorki til innsævis (t.d. Faxaflóa, Breiðafjarðar, Ísafjarðardjúps, Húnaflóa, Skagafjarðar og Eyjafjarðar) né 12 sjómílna landhelginnar. Samkvæmt ofangreindu má efast um að lögreglan og Landhelgisgæslan fari með lögregluvald á innsævi eða landhelgi Íslands og að lögreglan geti beitt lögregluvaldi um borð í íslenskum flugvélum yfir sjó samkvæmt lögunum sem gilda um umræddar stofnanir. Það er nokkuð einkennileg staða. Lagabreytingar Hverjar svo sem afleiðingarnar af ofangreindu eru og óháð þeirri staðreynd að álitaefnið hefur ekki fangað athygli lögmanna, dómara eða annarra, þá er varla tækt að lykilákvæði í íslenskum lögum um lögregluvald séu ekki skýrari en raun ber vitni. Lykilatriði er að löggjafinn stígi inn í og geri breytingar á umræddum lögum. Hér er lagt til að 1. mgr. 7. gr. lögreglulaga verði breytt þannig að hún segi eitthvað á þá leið að lögreglumenn hafi lögregluvald hvar sem er á íslensku yfirráðasvæði og þar sem lögsaga íslenska ríkisins nær til að þjóðarétti eins og nánar er kveðið á um í lögunum (nánari útfærslu er svo að finna í nýjum lagaákvæðum). Eins er lagt til að í 1. mgr. 6. gr. laga um Landhelgisgæsluna verði hugtakinu efnahagslögsaga skipt út fyrir orðunum starfssvæði Landhelgisgæslu Íslands, sem er eins og áður segir skilgreint í 3. gr. laganna, þannig að það nái til fleiri hafsvæða en efnahagslögsöguna. Með því móti myndu gloppurnar sem hér hefur verið greint frá hverfa. Höfundur er prófessor við lagadeild Bifrastar. Ofangreint byggir á erindi undirritaðs, Beiting lögregluvalds á tæpasta vaði, sem flutt var fimmtu ráðstefnunni um Löggæslu og Samfélag við Háskólann á Akureyri þann 5. október síðastliðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Lögreglan Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur spunnist um valdbeitingarheimildir íslenskra löggæsluyfirvalda í kringum hugmyndir um svokallaðar forvirkar rannsóknaraðferðir lögreglu. Grundvallarreglur íslenskra laga um lögregluvald hafa hins vegar hlotið litla athygli. Þær verðskulda hana þó enda óþarflega óskýrar. Lögregluvald Valdheimildir lögreglunnar ganga undir hinu gagnsæja nafni lögregluvald. Í útskýringum í greinargerð við 9. gr. frumvarpsins, sem varð að lögreglulögum nr. 90/1996, er lögregluvald skilgreint með eftirfarandi hætti: „Fræðilega er lögregluvald ein tegund opinbers valds sem stjórnvöld fara með. Nánar telst lögregluvald til réttarvörsluvalds eins og fullnustuvald sýslumanna, enda felst í hvoru tveggja valdbeitingarheimild ef þörf krefur. Með „lögregluvaldi“ er nánar átt við vald sem lögreglunni einni er falið til að gefa fyrirskipanir og til að grípa til aðgerða gagnvart þegnunum, með valdbeitingu ef nauðsynlegt er.“ Í lögregluvaldi felst heimild til að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa samkvæmt 14. gr. lögreglulaga. Eitt af grundvallarstefunum í lögskýringum er að almennt eru reglur, sem heimila ríkisvaldinu að beita þvingunum og skerða frelsi manna og réttindi, skýrðar þröngt. Slík ákvæði verða ekki talin ná til annarra atvika eða fela í sér frekari skerðingar en orðalag þeirra kveður á um. Af þessu leiðir að það má ætla að lagaákvæði um lögregluvald beri að skýra þröngt. Lögreglan Í 7. gr. lögreglulaga er fjallað um starfssvæði lögreglunnar. Samkvæmt 1. mgr. greinarinnar hafa lögreglumenn „lögregluvald hvar sem er á landinu.“ Með öðrum orðum lögreglan getur gripið til valdbeitingar hvar sem er á landinu ef það telst nauðsynlegt. Að mati undirritaðs er umrætt ákvæði ekki nægilega skýrt. Hvað felst nákvæmlega í hugtakinu land? Land í þröngri merkingu getur varla falið í sér hugtakið sjó eða loftrýmið þar yfir. Það má því spyrja þeirrar spurningar hvort nægileg heimild sé til staðar í lögreglulögum fyrir lögregluna til að beita lögregluvaldi gagnvart skipum og áhöfnum þeirra á íslenskum hafsvæðum eða flugvélum sem skráðar eru hérlendis sem eru komnar út á sjó. Landhelgisgæslan Nokkuð sérstaka landfræðilega takmörkun á lögregluvaldi er að finna í lögum um Landhelgisgæslu Íslands. Í 3. gr. þeirra laga er starfssvæði Gæslunnar skilgreint með svohljóðandi hætti: „Starfssvæði Landhelgisgæslu Íslands er hafið umhverfis Ísland, þ.e. innsævið, landhelgin, efnahagslögsagan og landgrunnið, auk úthafsins samkvæmt reglum þjóðaréttar. Landhelgisgæsla Íslands sinnir einnig verkefnum á landi í samstarfi við lögreglu og önnur yfirvöld.“ Í 1. mgr. 6. gr. sömu laga er skilgreint hvaða starfsmenn Gæslunnar fara með lögregluvald, við hvaða aðstæður og hvar þeir fara með þetta vald: „Eftirtaldir starfsmenn Landhelgisgæslu Íslands fara með lögregluvald þegar þeir annast eða aðstoða við löggæslu samkvæmt lögum þessum í efnahagslögsögu Íslands: Forstjóri og löglærðir fulltrúar hans. Áhafnir skipa og loftfara Landhelgisgæslu Íslands. Sprengjusérfræðingar. Yfirmenn í stjórnstöð og vaktstöð siglinga.” Merkilegt er að 1. mgr. 6. gr. tiltekur einvörðungu efnahagslögsöguna en ekki önnur lögsögubelti sem talin eru upp í 3. gr. Í þessu samhengi verður að hafa í huga að 55. gr. hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna og 1. mgr. 3. gr. laga um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn kveða á um að efnahagslögsagan sé svæði utan landhelgi (sjá kort til glöggvunar). Auk þess verður að hafa í huga að lögsaga ríkja tekur til færri efnisatriða í efnahagslögsögunni en í landhelginni og á innsævi. Ef hugtakið efnahagslögsaga í 1. mgr. 6. gr. laga um Gæsluna er túlkað í samræmi við skýrt orðalag ákvæðisins, til samræmis við megin milliríkjasamninginn um hafið sem Ísland er aðili að og megin íslensku löggjöfina um íslensk hafsvæði er varla hægt að álykta með öðrum hætti en svo að lykilákvæðið um lögregluvald í lögum um Gæsluna nái hvorki til innsævis (t.d. Faxaflóa, Breiðafjarðar, Ísafjarðardjúps, Húnaflóa, Skagafjarðar og Eyjafjarðar) né 12 sjómílna landhelginnar. Samkvæmt ofangreindu má efast um að lögreglan og Landhelgisgæslan fari með lögregluvald á innsævi eða landhelgi Íslands og að lögreglan geti beitt lögregluvaldi um borð í íslenskum flugvélum yfir sjó samkvæmt lögunum sem gilda um umræddar stofnanir. Það er nokkuð einkennileg staða. Lagabreytingar Hverjar svo sem afleiðingarnar af ofangreindu eru og óháð þeirri staðreynd að álitaefnið hefur ekki fangað athygli lögmanna, dómara eða annarra, þá er varla tækt að lykilákvæði í íslenskum lögum um lögregluvald séu ekki skýrari en raun ber vitni. Lykilatriði er að löggjafinn stígi inn í og geri breytingar á umræddum lögum. Hér er lagt til að 1. mgr. 7. gr. lögreglulaga verði breytt þannig að hún segi eitthvað á þá leið að lögreglumenn hafi lögregluvald hvar sem er á íslensku yfirráðasvæði og þar sem lögsaga íslenska ríkisins nær til að þjóðarétti eins og nánar er kveðið á um í lögunum (nánari útfærslu er svo að finna í nýjum lagaákvæðum). Eins er lagt til að í 1. mgr. 6. gr. laga um Landhelgisgæsluna verði hugtakinu efnahagslögsaga skipt út fyrir orðunum starfssvæði Landhelgisgæslu Íslands, sem er eins og áður segir skilgreint í 3. gr. laganna, þannig að það nái til fleiri hafsvæða en efnahagslögsöguna. Með því móti myndu gloppurnar sem hér hefur verið greint frá hverfa. Höfundur er prófessor við lagadeild Bifrastar. Ofangreint byggir á erindi undirritaðs, Beiting lögregluvalds á tæpasta vaði, sem flutt var fimmtu ráðstefnunni um Löggæslu og Samfélag við Háskólann á Akureyri þann 5. október síðastliðinn.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun