Framlengingin: Blikar eiga að stefna á topp fjóra og Njarðvík olli mestum vonbrigðum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. október 2022 07:00 Strákarnir í Körfuboltakvöldi veltu fyrir sér hvort partýið í Kópavogi væri komið til að vera. Vísir/Stöð 2 Sport Fyrsta umferð Subway-deildar karla í körfubolta var til umfjöllunnar í seinasta þætti af Körfuboltakvöldi og hinn vinsæli liður „Framlengingin“ var að sjálfsögðu á sinum stað. Eins og alltaf fóru Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, og sérfræðingar í setti um víðan völl. Með Kjartani voru þeir Matthías Orri Sigurðarson og Jón Halldór Eðvaldsson. Fyrsta umræðuefni Framlengingarinnar var partýið í Kópavogi. Breiðablik hefur litið vel út á undirbúningstímabilinu þar sem liðið meðal annars vann Icelandic Glacial mótið sem haldið er í Þorlákshöfn og gerði sér svo lítið fyrir og vann Þórsara í Þorlákshöfn í fyrstu umferð deildarinnar. Kjartan Atli vildi einfaledlega fá að vita hversu langt liðið gæti náð á tímabilinu. „Ég held að Blikarnig eigi bara að stefna á topp fjóra og fá heimaleikjarétt,“ svaraði Matthías. „Ég sé ekkert annað lið, fyrir utan Keflavík og Tindastól, sem eru að gera einhverskonar atlögu að þessu fyrsta eða öðru sæti. Þannig að það er eina liðið sem ég sé nákvæmlega núna sem er að fara að „challenge-a“ þá.“ Kjartan tók þetta skrefi lengra, og þó að hann hafi kannski ekki spáð Blikum titlinum, þá ýjaði hann sannarlega að því að liðið gæti orðið í umræðunni þegar líða fer á tímabilið. Jón Halldór hafði hins vegar engan áhuga á að taka undir þau orð. „Þetta var rosalega flott hjá þeim að vinna Þór í gær,“ sagði Jón og hristi hausinn. „Geggjað og allt það, en ég held að þeir ættu að stefna á það að fara í úrslitakeppnina. Byrjum á því og tölum svo saman eftir það.“ „Akkúrat núna skal ég vera hundrað prósent sammála því að Keflavík og Tindastóll eru framar en Breiðablik. En ef við tökum þetta alla leið þá eru Breiðablik fremstir af því að þeir skoruðu langflestu stigin og körfubolti gengur út á að skora sem flest stig. En Breiðablik er ekki að fara að vinna nokkurn skapaðan hlut. Hættiði þessu rugli,“ sagði Jón og bað strákana vinsamlegast um að fara bara í næsta mál. Klippa: Körfuboltakvöld: Framlengingin Næsta umræðuefni Framlengingarinnar var hvaða lið hafi valdið mestum vonbrigðum í fyrstu umferð deildarinnar. Þar voru strákarnir sammála og voru harðir á því að Njarðvíkingar hafi verið það lið sem olli mestum vonbrigðum, enda þurfti liðið að sætta sig við tap gegn ÍR sem spáð er falli úr deildinni. „Njarðvík. By a f*****g country mile,“ sagði Jón Halldór ákveðinn. „Þetta er bara stórveldi í íslenskum körfubolta og þeir litu út eins og þeir væru bara að koma í deildina í gær. Ég varð bara fyrir þvílíkum vonbrigðum.“ Matthías tók í sama streng. „Þarna get ég verið sammála Jonna. Það var ekkert sem ég sá í Njarðvík í gær sem heillaði mig,“ sagði Matthías áður en strákarnir sögðu einfaldlega skilið við umræðuna um Njarðvík og héldu áfram með þáttinn. Strákarnir ræddu einnig um hver væri besta viðbót sumarsins í deildinni, stöðu Jóns Axels hjá Grindavík og mál Pablo Hernandez og þriggja ára reglunnar hjá Þór Þorlákshöfn, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Eins og alltaf fóru Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, og sérfræðingar í setti um víðan völl. Með Kjartani voru þeir Matthías Orri Sigurðarson og Jón Halldór Eðvaldsson. Fyrsta umræðuefni Framlengingarinnar var partýið í Kópavogi. Breiðablik hefur litið vel út á undirbúningstímabilinu þar sem liðið meðal annars vann Icelandic Glacial mótið sem haldið er í Þorlákshöfn og gerði sér svo lítið fyrir og vann Þórsara í Þorlákshöfn í fyrstu umferð deildarinnar. Kjartan Atli vildi einfaledlega fá að vita hversu langt liðið gæti náð á tímabilinu. „Ég held að Blikarnig eigi bara að stefna á topp fjóra og fá heimaleikjarétt,“ svaraði Matthías. „Ég sé ekkert annað lið, fyrir utan Keflavík og Tindastól, sem eru að gera einhverskonar atlögu að þessu fyrsta eða öðru sæti. Þannig að það er eina liðið sem ég sé nákvæmlega núna sem er að fara að „challenge-a“ þá.“ Kjartan tók þetta skrefi lengra, og þó að hann hafi kannski ekki spáð Blikum titlinum, þá ýjaði hann sannarlega að því að liðið gæti orðið í umræðunni þegar líða fer á tímabilið. Jón Halldór hafði hins vegar engan áhuga á að taka undir þau orð. „Þetta var rosalega flott hjá þeim að vinna Þór í gær,“ sagði Jón og hristi hausinn. „Geggjað og allt það, en ég held að þeir ættu að stefna á það að fara í úrslitakeppnina. Byrjum á því og tölum svo saman eftir það.“ „Akkúrat núna skal ég vera hundrað prósent sammála því að Keflavík og Tindastóll eru framar en Breiðablik. En ef við tökum þetta alla leið þá eru Breiðablik fremstir af því að þeir skoruðu langflestu stigin og körfubolti gengur út á að skora sem flest stig. En Breiðablik er ekki að fara að vinna nokkurn skapaðan hlut. Hættiði þessu rugli,“ sagði Jón og bað strákana vinsamlegast um að fara bara í næsta mál. Klippa: Körfuboltakvöld: Framlengingin Næsta umræðuefni Framlengingarinnar var hvaða lið hafi valdið mestum vonbrigðum í fyrstu umferð deildarinnar. Þar voru strákarnir sammála og voru harðir á því að Njarðvíkingar hafi verið það lið sem olli mestum vonbrigðum, enda þurfti liðið að sætta sig við tap gegn ÍR sem spáð er falli úr deildinni. „Njarðvík. By a f*****g country mile,“ sagði Jón Halldór ákveðinn. „Þetta er bara stórveldi í íslenskum körfubolta og þeir litu út eins og þeir væru bara að koma í deildina í gær. Ég varð bara fyrir þvílíkum vonbrigðum.“ Matthías tók í sama streng. „Þarna get ég verið sammála Jonna. Það var ekkert sem ég sá í Njarðvík í gær sem heillaði mig,“ sagði Matthías áður en strákarnir sögðu einfaldlega skilið við umræðuna um Njarðvík og héldu áfram með þáttinn. Strákarnir ræddu einnig um hver væri besta viðbót sumarsins í deildinni, stöðu Jóns Axels hjá Grindavík og mál Pablo Hernandez og þriggja ára reglunnar hjá Þór Þorlákshöfn, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum