Víkingur fær heimaleikjabann vegna hegðun stuðningsmanna Atli Arason skrifar 12. október 2022 19:15 Nokkrir stuðningsmenn Víkings urðu sér til skammar í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Hulda Margrét Víkingur Reykjavík fær hámarkssekt frá KSÍ og verður að leika næsta heimaleik sinn á hlutlausum vegna framkomu stuðningsmanna liðsins í úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn FH. Víkingur varð bikarmeistari eftir 3-2 sigur á FH í úrslitaleiknum þann 1. október. Eftir leikinn var kvartað vegna óláta ölvaðra stuðningsmanna Víkings eins og Vísir hefur áður greint frá. Víkingur sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem félagið harmaði framkomu nokkurra skemmdra epla. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fundaði í gær vegna málsins og komst að þeirri niðurstöðu að Víkingur ætti að fá hámarkssekt, 200.000 krónur, samkvæmt grein 12.9.d. í reglubók KSÍ. Liðið þarf jafnframt að leika næsta leik sinn án áhorfenda. „Í ljósi alvarleika þeirra brota sem lýst er í skýrslu eftirlitsmanns, að rétt sé að úrskurða knattspyrnulið Víkings R. í mfl. karla í heimaleikjabann sem nemur 1 leik í keppnum á vegum KSÍ. Þannig verði knattspyrnuliði félagsins í mfl. karla gert að leika næsta heimaleik sinn í keppnum á vegum KSÍ á hlutlausum velli,“ segir í tilkynningu KSÍ. Þá fær FH einnig sekt vegna framkomu stuðningsmanna sinna í leiknum upp á 50.000 krónur. Nánar má lesa um niðurstöðu Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ með því að smella hér. Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík FH Reykjavík Tengdar fréttir Börn með tárin í augunum meðal drukkinna stuðningsmanna Faðir sem fór með börnin sín tvö á bikarúrslitaleik Víkings og FH segir að drukknir áhorfendur hafi sett svartan blett á upplifunina. Honum fannst öryggisgæslu á leiknum ábótavant. Samskiptastjóri KSÍ segir að hún hafi verið með hefðbundnum hætti og erfitt sé að koma í veg fyrir skrílslæti stuðningsmanna. 4. október 2022 11:06 Harma hegðun „nokkurra skemmdra epla“ Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem framkoma nokkurra stuðningsmanna á bikarúrslitaleiknum um helgina er hörmuð. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum og vill ná tali af mönnunum. 3. október 2022 12:20 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Sjá meira
Víkingur varð bikarmeistari eftir 3-2 sigur á FH í úrslitaleiknum þann 1. október. Eftir leikinn var kvartað vegna óláta ölvaðra stuðningsmanna Víkings eins og Vísir hefur áður greint frá. Víkingur sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem félagið harmaði framkomu nokkurra skemmdra epla. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fundaði í gær vegna málsins og komst að þeirri niðurstöðu að Víkingur ætti að fá hámarkssekt, 200.000 krónur, samkvæmt grein 12.9.d. í reglubók KSÍ. Liðið þarf jafnframt að leika næsta leik sinn án áhorfenda. „Í ljósi alvarleika þeirra brota sem lýst er í skýrslu eftirlitsmanns, að rétt sé að úrskurða knattspyrnulið Víkings R. í mfl. karla í heimaleikjabann sem nemur 1 leik í keppnum á vegum KSÍ. Þannig verði knattspyrnuliði félagsins í mfl. karla gert að leika næsta heimaleik sinn í keppnum á vegum KSÍ á hlutlausum velli,“ segir í tilkynningu KSÍ. Þá fær FH einnig sekt vegna framkomu stuðningsmanna sinna í leiknum upp á 50.000 krónur. Nánar má lesa um niðurstöðu Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ með því að smella hér.
Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík FH Reykjavík Tengdar fréttir Börn með tárin í augunum meðal drukkinna stuðningsmanna Faðir sem fór með börnin sín tvö á bikarúrslitaleik Víkings og FH segir að drukknir áhorfendur hafi sett svartan blett á upplifunina. Honum fannst öryggisgæslu á leiknum ábótavant. Samskiptastjóri KSÍ segir að hún hafi verið með hefðbundnum hætti og erfitt sé að koma í veg fyrir skrílslæti stuðningsmanna. 4. október 2022 11:06 Harma hegðun „nokkurra skemmdra epla“ Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem framkoma nokkurra stuðningsmanna á bikarúrslitaleiknum um helgina er hörmuð. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum og vill ná tali af mönnunum. 3. október 2022 12:20 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Sjá meira
Börn með tárin í augunum meðal drukkinna stuðningsmanna Faðir sem fór með börnin sín tvö á bikarúrslitaleik Víkings og FH segir að drukknir áhorfendur hafi sett svartan blett á upplifunina. Honum fannst öryggisgæslu á leiknum ábótavant. Samskiptastjóri KSÍ segir að hún hafi verið með hefðbundnum hætti og erfitt sé að koma í veg fyrir skrílslæti stuðningsmanna. 4. október 2022 11:06
Harma hegðun „nokkurra skemmdra epla“ Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem framkoma nokkurra stuðningsmanna á bikarúrslitaleiknum um helgina er hörmuð. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum og vill ná tali af mönnunum. 3. október 2022 12:20