Munu reyna allt til að koma í veg fyrir lokun starfstöðvar Hafró í Ólafsvík Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2022 14:00 Kristinn Jónasson er bæjarstjóri Snæfellsbæjar þar sem meðal annars má finna Ólafsvík, Rif og Hellissand. Snb „Okkur líst engan veginn á þessi áform og erum í raun mjög ósátt að Hafró sé að gera þetta.“ Þetta segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, um þau áform Hafrannsóknastofnunar að loka starfstöð stofnunarinnar í Ólafsvík. Kristinn segir að fulltrúar sveitarfélagsins hafi nú þegar átt fundi með Þorsteini Sigurðssyni, forstjóra Hafró, og þingmönnum Norðvesturkjördæmis þar sem óánægjunni var komið á framfæri. Þá munu þeir eiga fund með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra á mánudaginn. „Við munum gera allt til að reyna að snúa þessu við, reyna að tryggja okkur stuðning ráðherra og þingmanna þannig að þetta gangi ekki eftir,“ segir Kristinn. Stangast á við stefnu ríkisstjórnarinnar Bæjarstjórinn segir sömuleiðis að þessi áform stangist á við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að fjölga störfum á landsbyggðinni. Kristinn rifjar upp að í sjávarútvegsráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar, árið 2016, hafi verið samið um samstarf tveggja vísindastofnana í Ólafsvík – Hafrannsóknastofnunar og sjávarrannsóknarsetursins Varar – og þar hafi verið stefnt að því að tryggja fimm störf í Ólafsvík tengdum starfseminni. Skessuhorn sagði frá því í gær starfsmanni Hafró í Ólafsvík hefði borist bréf um að starfsstöðinni þar yrði lokað frá og með 1. janúar 2023, vegna uppsagnar á samningi um reksturinn. Kæmi fram í bréfinu að undirbúningur lokunarinnar væri þegar hafinn og að starfsmanninum hafi verið boðið starf á annarri starfstöð stofnunarinnar. Áhersla á vistkerfi Breiðafjarðar Á heimasíðu Hafró segir um starfstöðina í Ólafsvík, sem staðsett er við höfnina að Norðurtanga, að sérstök áhersla sé lögð á vistkerfi Breiðafjarðar í rannsóknum starfsmanna þar. „Meðal verkefna er regluleg umhverfisvöktun þar sem rýnt er í grunnstoðir vistkerfisins með mælingum á efnaþáttum og frumframleiðslu. Einnig fara fram rannsóknir á svifþörungum, svifdýrum og fæðuvef. Starfsmenn taka einnig þátt í gagnasöfnun úr afla sem eru nýtt í stofnmatsráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Þá eru starfsmenn oft þáttakendur í ýmsum rannsóknum á umhverfisáhrifum af framkvæmdum og nýtingu á Breiðafjarðarsvæðinu,“ segir á vef Hafró. Áður hefur komið fram að Hafró hafi gengið erfiðlega að manna starfstöðina og sömuleiðis að takmarkað fjármagn réði því að ákveðið hafi verið að loka starfstöðinni. Snæfellsbær Vinnumarkaður Byggðamál Sjávarútvegur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Þetta segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, um þau áform Hafrannsóknastofnunar að loka starfstöð stofnunarinnar í Ólafsvík. Kristinn segir að fulltrúar sveitarfélagsins hafi nú þegar átt fundi með Þorsteini Sigurðssyni, forstjóra Hafró, og þingmönnum Norðvesturkjördæmis þar sem óánægjunni var komið á framfæri. Þá munu þeir eiga fund með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra á mánudaginn. „Við munum gera allt til að reyna að snúa þessu við, reyna að tryggja okkur stuðning ráðherra og þingmanna þannig að þetta gangi ekki eftir,“ segir Kristinn. Stangast á við stefnu ríkisstjórnarinnar Bæjarstjórinn segir sömuleiðis að þessi áform stangist á við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að fjölga störfum á landsbyggðinni. Kristinn rifjar upp að í sjávarútvegsráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar, árið 2016, hafi verið samið um samstarf tveggja vísindastofnana í Ólafsvík – Hafrannsóknastofnunar og sjávarrannsóknarsetursins Varar – og þar hafi verið stefnt að því að tryggja fimm störf í Ólafsvík tengdum starfseminni. Skessuhorn sagði frá því í gær starfsmanni Hafró í Ólafsvík hefði borist bréf um að starfsstöðinni þar yrði lokað frá og með 1. janúar 2023, vegna uppsagnar á samningi um reksturinn. Kæmi fram í bréfinu að undirbúningur lokunarinnar væri þegar hafinn og að starfsmanninum hafi verið boðið starf á annarri starfstöð stofnunarinnar. Áhersla á vistkerfi Breiðafjarðar Á heimasíðu Hafró segir um starfstöðina í Ólafsvík, sem staðsett er við höfnina að Norðurtanga, að sérstök áhersla sé lögð á vistkerfi Breiðafjarðar í rannsóknum starfsmanna þar. „Meðal verkefna er regluleg umhverfisvöktun þar sem rýnt er í grunnstoðir vistkerfisins með mælingum á efnaþáttum og frumframleiðslu. Einnig fara fram rannsóknir á svifþörungum, svifdýrum og fæðuvef. Starfsmenn taka einnig þátt í gagnasöfnun úr afla sem eru nýtt í stofnmatsráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Þá eru starfsmenn oft þáttakendur í ýmsum rannsóknum á umhverfisáhrifum af framkvæmdum og nýtingu á Breiðafjarðarsvæðinu,“ segir á vef Hafró. Áður hefur komið fram að Hafró hafi gengið erfiðlega að manna starfstöðina og sömuleiðis að takmarkað fjármagn réði því að ákveðið hafi verið að loka starfstöðinni.
Snæfellsbær Vinnumarkaður Byggðamál Sjávarútvegur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira