Roma í vandræðum | Öll lið F-riðils jöfn að stigum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2022 21:30 Andrea Belotti skoraði fyrir Roma í kvöld en myndin er þó lýsandi fyrir stöðu Rómverja í Evrópudeildinni. EPA-EFE/JULIO MUNOZ Heil umferð fór fram í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Ensku liðin Arsenal og Manchester United unnu nauma sigra, lærisveinar José Mourinho í Roma eru í basli og öll lið F-riðils eru með fimm stig að loknum fjórum leikjum. Í A-riðli vann Arsenal nauman 1-0 útisigur gegn Alfons Sampsted og félögum í Bodø/Glimt. Bukayo Saka skoraði eina markið eftir klaufagang í vörn heimamanna. Arsenal er á toppi riðilsins með níu stig, þar á eftir kemur PSV með sjö en þessi lið eiga eftir að mætast þar sem leik þeirra var frestað. Bodø/Glimt er með fjögur stig Zürich er enn í leit að sínu fyrsta. Í B-riðli eru Fenerbahçe og Rennes komin áfram eftir leiki kvöldsins en bæði lið eru með tíu stig og því enn óljóst hver vinnur riðilinn. AEK Larnaca er með þrjú stig í þriðja sæti á meðan Dynamo Kyiv er án stiga. Í C-riðli mættust Roma og Real Betis í einum af stórleikjum kvöldsins, honum lauk með 1-1 jafntefli. Sergio Canales kom heimaliðinu yfir en Andrea Belotti jafnaði í síðari hálfleik. Það þýðir að Roma er sem stendur í þriðja sæti með fjögur stig á meðan Ludogorets Razgrad er í öðru sæti með sjö stig og Betis er á toppnum með 10 stig og komið áfram. Royale Union frá Belgíu er komið upp úr D-riðli eftir 3-3 jafntefli við Braga í kvöld. Belgarnir eru með 10 stig, Braga með sjö þar á eftir og Union Berlín í þriðja sætinu með sex stig. Malmö rekur svo lestina án stiga. Í E-riðli vann Manchester United 1-0 sigur á Omonia frá Kýpur á meðan Real Sociedad vann 3-0 sigur á Sheriff Tiraspol. Sociedad er komið áfram á meðan Man United lætur sig dreyma um að ná toppsætinu. Í F-riðli eru öll liðin – Feyenoord, Midtjylland, Lazio og Sturm Graz - með fimm stig þegar fjórar umferðir eru búnar. Báðum leikjum kvöldsins lauk með 2-2 jafntefli. Feyenoord og Midtjylland mættust í Hollandi þar sem Elías Rafn Ólafsson sat allan tímann á bekk gestanna. Lazio og Sturm Graz gerðu svo jafntefli á Ítalíu. Í G-riðli er Freiburg komið áfram eftir 4-0 sigur á Nantes í kvöld. Freiburg er með 12 stig, Qarabag með sjö, Nantes þrjú og Olympiacos á botninum með eitt stig. Ögmundur Kristinsson var ekki í leikmannahóp Olympiacos þó aðalmarkvörður liðsins væri meiddur. SCENES #UEL pic.twitter.com/i8J70GCdl5— UEFA Europa League (@EuropaLeague) October 13, 2022 Í H-riðli vann Trabzonspor óvæntan 4-0 sigur á Monaco. Bæði lið eru með sex stig en Ferencvárosi er á toppnum með níu stig í fyrsta sæti á meðan Rauða Stjarnan er á botni riðilsins með þrjú stig. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir McTominay hetja Man United eftir að þrjátíu skot höfðu farið forgörðum Manchester United vann eins nauman sigur og mögulegt er þegar Omonia Nicosia frá Kýpur heimsótti Old Trafford í kvöld. Lokatölur 1-0 þökk sé marki Scott McTominay í uppbótartíma þá á Man Utd enn möguleika á að vinna E-riðil. 13. október 2022 20:55 Saka tryggði Skyttunum sigur í Noregi Bukayo Saka skoraði eina mark Arsenal í naumum 1-0 útisigri á Bodø/Glimt í Evrópudeildinni í fótbolta. Alfons Sampsted lék allan leikinn í hægri bakverði Noregsmeistaranna. 13. október 2022 18:35 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fleiri fréttir Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Sjá meira
Í A-riðli vann Arsenal nauman 1-0 útisigur gegn Alfons Sampsted og félögum í Bodø/Glimt. Bukayo Saka skoraði eina markið eftir klaufagang í vörn heimamanna. Arsenal er á toppi riðilsins með níu stig, þar á eftir kemur PSV með sjö en þessi lið eiga eftir að mætast þar sem leik þeirra var frestað. Bodø/Glimt er með fjögur stig Zürich er enn í leit að sínu fyrsta. Í B-riðli eru Fenerbahçe og Rennes komin áfram eftir leiki kvöldsins en bæði lið eru með tíu stig og því enn óljóst hver vinnur riðilinn. AEK Larnaca er með þrjú stig í þriðja sæti á meðan Dynamo Kyiv er án stiga. Í C-riðli mættust Roma og Real Betis í einum af stórleikjum kvöldsins, honum lauk með 1-1 jafntefli. Sergio Canales kom heimaliðinu yfir en Andrea Belotti jafnaði í síðari hálfleik. Það þýðir að Roma er sem stendur í þriðja sæti með fjögur stig á meðan Ludogorets Razgrad er í öðru sæti með sjö stig og Betis er á toppnum með 10 stig og komið áfram. Royale Union frá Belgíu er komið upp úr D-riðli eftir 3-3 jafntefli við Braga í kvöld. Belgarnir eru með 10 stig, Braga með sjö þar á eftir og Union Berlín í þriðja sætinu með sex stig. Malmö rekur svo lestina án stiga. Í E-riðli vann Manchester United 1-0 sigur á Omonia frá Kýpur á meðan Real Sociedad vann 3-0 sigur á Sheriff Tiraspol. Sociedad er komið áfram á meðan Man United lætur sig dreyma um að ná toppsætinu. Í F-riðli eru öll liðin – Feyenoord, Midtjylland, Lazio og Sturm Graz - með fimm stig þegar fjórar umferðir eru búnar. Báðum leikjum kvöldsins lauk með 2-2 jafntefli. Feyenoord og Midtjylland mættust í Hollandi þar sem Elías Rafn Ólafsson sat allan tímann á bekk gestanna. Lazio og Sturm Graz gerðu svo jafntefli á Ítalíu. Í G-riðli er Freiburg komið áfram eftir 4-0 sigur á Nantes í kvöld. Freiburg er með 12 stig, Qarabag með sjö, Nantes þrjú og Olympiacos á botninum með eitt stig. Ögmundur Kristinsson var ekki í leikmannahóp Olympiacos þó aðalmarkvörður liðsins væri meiddur. SCENES #UEL pic.twitter.com/i8J70GCdl5— UEFA Europa League (@EuropaLeague) October 13, 2022 Í H-riðli vann Trabzonspor óvæntan 4-0 sigur á Monaco. Bæði lið eru með sex stig en Ferencvárosi er á toppnum með níu stig í fyrsta sæti á meðan Rauða Stjarnan er á botni riðilsins með þrjú stig.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir McTominay hetja Man United eftir að þrjátíu skot höfðu farið forgörðum Manchester United vann eins nauman sigur og mögulegt er þegar Omonia Nicosia frá Kýpur heimsótti Old Trafford í kvöld. Lokatölur 1-0 þökk sé marki Scott McTominay í uppbótartíma þá á Man Utd enn möguleika á að vinna E-riðil. 13. október 2022 20:55 Saka tryggði Skyttunum sigur í Noregi Bukayo Saka skoraði eina mark Arsenal í naumum 1-0 útisigri á Bodø/Glimt í Evrópudeildinni í fótbolta. Alfons Sampsted lék allan leikinn í hægri bakverði Noregsmeistaranna. 13. október 2022 18:35 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fleiri fréttir Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Sjá meira
McTominay hetja Man United eftir að þrjátíu skot höfðu farið forgörðum Manchester United vann eins nauman sigur og mögulegt er þegar Omonia Nicosia frá Kýpur heimsótti Old Trafford í kvöld. Lokatölur 1-0 þökk sé marki Scott McTominay í uppbótartíma þá á Man Utd enn möguleika á að vinna E-riðil. 13. október 2022 20:55
Saka tryggði Skyttunum sigur í Noregi Bukayo Saka skoraði eina mark Arsenal í naumum 1-0 útisigri á Bodø/Glimt í Evrópudeildinni í fótbolta. Alfons Sampsted lék allan leikinn í hægri bakverði Noregsmeistaranna. 13. október 2022 18:35