„Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ Sindri Sverrisson skrifar 17. október 2022 10:09 Þorleifur Þorleifsson var með frábæran stuðningsmannahóp sem hann var afar þakklátur fyrir. @icelandbackyardultra „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. Þorleifur varð að sætta sig við tap gegn Mari Järsk í vor en að þessu sinni, með frábærum stuðningi sinna aðstandenda, hafði Þorleifur betur og var bara nokkuð hress þegar hann ræddi við Garp Elísabetarson, eftir að hafa hlaupið í einn og hálfan sólarhring. „Ég er feginn að þetta er búið. Það er ansi kalt í brautinni,“ sagði Þorleifur og bað um vettlinga. „Maður rétt stoppaði til að pissa og stífnaði alveg upp,“ bætti hann við. Þorleifur kláraði 37 hringi, eða samtals 247,9 kílómetra, en í bakgarðshlaupi hlaupa keppendur 6,7 kílómetra hring á innan við klukkutíma og þurfa svo að fara af stað aftur þegar klukkutíminn er liðinn. Þorleifur þurfti því að hlaupa hring eftir hring og vonast jafnframt eftir því að aðrir gæfust upp. Hann var sérstaklega ánægður með stuðninginn sem hann fékk og var ekki í vafa um hvað væri honum efst í huga eftir sigurinn: „Þakklæti til fjölskyldunnar. Í fyrra leið manni vel og svo bara allt í einu var maður stopp, settist niður á stein og fór að gráta. Núna gekk þetta allt upp. Maður fann að maður vildi ekki svíkja alla, fékk geggjaða aðstoð,“ sagði Þorleifur og faðmaði fjölskylduna sína. Brjálað rok og ískalt Hann er nú kominn með farseðilinn á HM í Tennesse á næsta ári, líkt og sigurvegarar í hverju landi. Núna tekur hins vegar við verðskulduð hvíld frá vinnu: „Ég var bara búinn að bóka tvær vikur í frí. Ég er búinn að fá fullan stuðning frá öllum og endalaust af fólki búið að styðja mann, vinnufélagar og fleiri. Þetta skiptir öllu. Síðasta nótt var alveg mjög erfið. Það var brjálað rok hérna á ákveðnum köflum og manni var ískalt. Svo kom maður inn í skóginn, í skjólið, og varð þá allt of heitt. Eins í morgun. Maður var alveg að bugast en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur og viðurkenndi að auðvitað hefði oft hvarflað að sér að hætta. „Myrkrið er ótrúlega bugandi og þetta fannst mér klikka síðast. Að allt í einu vann myrkrið mig og maður var alveg búinn. Systur mínar, konan og dæturnar spurðu hvað þær gætu gert, og það er bara búin að vera hérna sólarhringsvakt fyrir mig,“ sagði Þorleifur og bætti við að sú vakt gilti raunar fram á morgun. „Ég þarf kannski að láta vita að það þurfi ekki að mæta,“ bætti hann við hlæjandi. Hér að neðan má sjá útsendingu þar sem fylgst er með heimsmeistarakeppninni í beinni víðs vegar um heim. Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Mari var farin að sjá ofsjónir: „Er ofurhetja“ Ofurhlaupakonan Mari Järsk varð að sætta sig við við annað sæti í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal um helgina. Í boði var að vinna sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum í Tennessee í Bandaríkjunum í október á næsta ári. 17. október 2022 09:39 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Þorleifur varð að sætta sig við tap gegn Mari Järsk í vor en að þessu sinni, með frábærum stuðningi sinna aðstandenda, hafði Þorleifur betur og var bara nokkuð hress þegar hann ræddi við Garp Elísabetarson, eftir að hafa hlaupið í einn og hálfan sólarhring. „Ég er feginn að þetta er búið. Það er ansi kalt í brautinni,“ sagði Þorleifur og bað um vettlinga. „Maður rétt stoppaði til að pissa og stífnaði alveg upp,“ bætti hann við. Þorleifur kláraði 37 hringi, eða samtals 247,9 kílómetra, en í bakgarðshlaupi hlaupa keppendur 6,7 kílómetra hring á innan við klukkutíma og þurfa svo að fara af stað aftur þegar klukkutíminn er liðinn. Þorleifur þurfti því að hlaupa hring eftir hring og vonast jafnframt eftir því að aðrir gæfust upp. Hann var sérstaklega ánægður með stuðninginn sem hann fékk og var ekki í vafa um hvað væri honum efst í huga eftir sigurinn: „Þakklæti til fjölskyldunnar. Í fyrra leið manni vel og svo bara allt í einu var maður stopp, settist niður á stein og fór að gráta. Núna gekk þetta allt upp. Maður fann að maður vildi ekki svíkja alla, fékk geggjaða aðstoð,“ sagði Þorleifur og faðmaði fjölskylduna sína. Brjálað rok og ískalt Hann er nú kominn með farseðilinn á HM í Tennesse á næsta ári, líkt og sigurvegarar í hverju landi. Núna tekur hins vegar við verðskulduð hvíld frá vinnu: „Ég var bara búinn að bóka tvær vikur í frí. Ég er búinn að fá fullan stuðning frá öllum og endalaust af fólki búið að styðja mann, vinnufélagar og fleiri. Þetta skiptir öllu. Síðasta nótt var alveg mjög erfið. Það var brjálað rok hérna á ákveðnum köflum og manni var ískalt. Svo kom maður inn í skóginn, í skjólið, og varð þá allt of heitt. Eins í morgun. Maður var alveg að bugast en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur og viðurkenndi að auðvitað hefði oft hvarflað að sér að hætta. „Myrkrið er ótrúlega bugandi og þetta fannst mér klikka síðast. Að allt í einu vann myrkrið mig og maður var alveg búinn. Systur mínar, konan og dæturnar spurðu hvað þær gætu gert, og það er bara búin að vera hérna sólarhringsvakt fyrir mig,“ sagði Þorleifur og bætti við að sú vakt gilti raunar fram á morgun. „Ég þarf kannski að láta vita að það þurfi ekki að mæta,“ bætti hann við hlæjandi. Hér að neðan má sjá útsendingu þar sem fylgst er með heimsmeistarakeppninni í beinni víðs vegar um heim.
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Mari var farin að sjá ofsjónir: „Er ofurhetja“ Ofurhlaupakonan Mari Järsk varð að sætta sig við við annað sæti í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal um helgina. Í boði var að vinna sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum í Tennessee í Bandaríkjunum í október á næsta ári. 17. október 2022 09:39 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Mari var farin að sjá ofsjónir: „Er ofurhetja“ Ofurhlaupakonan Mari Järsk varð að sætta sig við við annað sæti í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal um helgina. Í boði var að vinna sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum í Tennessee í Bandaríkjunum í október á næsta ári. 17. október 2022 09:39
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti