Framtíð ASÍ Arnþór Sigurðsson skrifar 18. október 2022 12:31 Staðan innan Alþýðusambands íslands er mörgum hugleikin eftir að þingi ASÍ var frestað vegna þess að þingið var óstarfhæft. Á þinginu sjálfu og fyrstu dagana eftir þingið var mikið af tilfinningum og mörg orð látin falla sem bæta ekki ástandið. Þessar hugleiðingar mínar eru ekki settar fram til þess að dæma persónur eða leggja drög að frekari illindum. Heldur til þess að velta upp hugmyndum að breyttu fyrirkomulagi. Sjálfur hef ég verið þeirrar skoðunar að ASÍ skipti miklu máli og að verkalýðshreyfingin þurfi að hafa snertiflöt fyrir sameiginlegar áherslur og samvinnuvetvang. Eftir þetta þing sem má segja að sé hálfnað má sjá að félögin og samböndin sem mynda Alþýðusambandið rekast illa saman. Það má vel kenna einstaklingum um og það má líka benda á áherslumun. Sjálfur er ég félagi í VR svo að það komi fram. VR er langstærsta félagið innan ASÍ og er því töluverður munur á starfsemi VR heldur en er í minni félögum. Hagsmunir VR félaga eru hinsvegar þeir sömu og þeirra sem eru í minnstu einingunum í ASÍ. En einhverra hluta vegna finnst mörgum tilveru hreyfingarinnar ógnað þegar VR tekur til máls eða leggur fram mál. Svoleiðis hefur það verið um langa hríð og allt frá því að VR var innlimað í ASÍ. Nú er ég ekki að slá fram fullyrðingu sem ekki stenst heldur hefur VR á mörgum misserum verið hornreka innan ASÍ. Ekki ætla ég að fjalla um upphafið eða söguna, hana geta þeir kynnt sér sem vilja lesið sögu ASÍ. En að þessu sögðu leita á mann spurningar um skipulagið sem verkalýðshreyfingi hefur skapað sér. Og nú þarf ég að árétta að þetta er ekki skrifað neinum til höfuðs heldur til þess að reyna að greina vandann og spyrja hvort að hlutirnir þurfi að vera akkrúat eins og þeir eru. Er kannski ráð að breyta þessu fyrirkomulagi, minnka ASÍ eða leggja niður þennan strúktur sem virðist vera valdastrúktur þar sem menn eru tilbúnir til þess að leggja stein í götu samherja sinna bara út af valda taflinu einu saman? Getur verið að ASÍ sé að einhverju leiti þrándur í götu baráttunnar sem þarf að heyja? Mætti breyta þessu fyrirkomulagi þannig að ASÍ séu áfram þau regnhlífasamtök sem þau eru en að fella út valdastöðurnar sem verða oft bitbeinið. Það mætti reka ASÍ áfram sem miðpunkt upplýsinga, stuðningsnet og greiningarstöð fyrir hreyfinguna og halda reglulega þing um stefnur og strauma án þess að valdatafl um fólk og stóla sé viðhaldið. Í gegnum tíðina hafa félög og sambönd tekið höndum saman í kjaraviðræðum og þannig verður það áfram. Það verður engin breyting á því fyrirkomulagi hvernig samið er við atvinnurekendur. Í vetur munu flestir ef ekki allir kjarasamningar verða án aðkomu ASÍ, það hefur gerst áður og það á eftir að gerast aftur. Þá má spyrja hvers vegna allt þetta valdabrölt ef það skiptir svona litlu máli þegar kemur að stóra málinu sem eru kjaraviðræður. Öllum er ljóst að það þarf einhverskonar samvinnu og samræmdar aðgerðir á einhverjum tímapunkti en við hjótum að spyrja okkur hvort að þetta þurfi að vera akkúrat eins og það er núna. Sjálfur sé ég ekki lausnina en ég sé vandamálin. Vandinn er margþættur, hann snýst um völdin sem augljóslega má sjá, hann snýst líka um stefnu og áherslur. Með því að stefna öllum undir einn hatt verður eitthvað útundan og sjónarmið ná ekki upp á yfirborðið. Með þessum hugleiðingum mínu er ekki hvatt til að kljúfa ASÍ eða kljúfa hreyfinguna heldur að leggja til að það verði farið í naflaskoðun. Skoða hvort að það sé hreyfingunni lífsnauðsýnlegt að halda úti valdatafli sem veldur beinlínis sundrungu. Það er þörf á því að ræða þessi mál vegna þess að þetta skiptir mál og það er líka þörf á því að tala um þessi mál með virðingu, virðingu fyrir skoðunum annara með sátt í huga. ASÍ var ætlað það hlutverk að sameina en þessa dagana virðist því vera þveröfugt farið. Höfundur er félagi í VR og varamaður í stjórn VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Stéttarfélög Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Staðan innan Alþýðusambands íslands er mörgum hugleikin eftir að þingi ASÍ var frestað vegna þess að þingið var óstarfhæft. Á þinginu sjálfu og fyrstu dagana eftir þingið var mikið af tilfinningum og mörg orð látin falla sem bæta ekki ástandið. Þessar hugleiðingar mínar eru ekki settar fram til þess að dæma persónur eða leggja drög að frekari illindum. Heldur til þess að velta upp hugmyndum að breyttu fyrirkomulagi. Sjálfur hef ég verið þeirrar skoðunar að ASÍ skipti miklu máli og að verkalýðshreyfingin þurfi að hafa snertiflöt fyrir sameiginlegar áherslur og samvinnuvetvang. Eftir þetta þing sem má segja að sé hálfnað má sjá að félögin og samböndin sem mynda Alþýðusambandið rekast illa saman. Það má vel kenna einstaklingum um og það má líka benda á áherslumun. Sjálfur er ég félagi í VR svo að það komi fram. VR er langstærsta félagið innan ASÍ og er því töluverður munur á starfsemi VR heldur en er í minni félögum. Hagsmunir VR félaga eru hinsvegar þeir sömu og þeirra sem eru í minnstu einingunum í ASÍ. En einhverra hluta vegna finnst mörgum tilveru hreyfingarinnar ógnað þegar VR tekur til máls eða leggur fram mál. Svoleiðis hefur það verið um langa hríð og allt frá því að VR var innlimað í ASÍ. Nú er ég ekki að slá fram fullyrðingu sem ekki stenst heldur hefur VR á mörgum misserum verið hornreka innan ASÍ. Ekki ætla ég að fjalla um upphafið eða söguna, hana geta þeir kynnt sér sem vilja lesið sögu ASÍ. En að þessu sögðu leita á mann spurningar um skipulagið sem verkalýðshreyfingi hefur skapað sér. Og nú þarf ég að árétta að þetta er ekki skrifað neinum til höfuðs heldur til þess að reyna að greina vandann og spyrja hvort að hlutirnir þurfi að vera akkrúat eins og þeir eru. Er kannski ráð að breyta þessu fyrirkomulagi, minnka ASÍ eða leggja niður þennan strúktur sem virðist vera valdastrúktur þar sem menn eru tilbúnir til þess að leggja stein í götu samherja sinna bara út af valda taflinu einu saman? Getur verið að ASÍ sé að einhverju leiti þrándur í götu baráttunnar sem þarf að heyja? Mætti breyta þessu fyrirkomulagi þannig að ASÍ séu áfram þau regnhlífasamtök sem þau eru en að fella út valdastöðurnar sem verða oft bitbeinið. Það mætti reka ASÍ áfram sem miðpunkt upplýsinga, stuðningsnet og greiningarstöð fyrir hreyfinguna og halda reglulega þing um stefnur og strauma án þess að valdatafl um fólk og stóla sé viðhaldið. Í gegnum tíðina hafa félög og sambönd tekið höndum saman í kjaraviðræðum og þannig verður það áfram. Það verður engin breyting á því fyrirkomulagi hvernig samið er við atvinnurekendur. Í vetur munu flestir ef ekki allir kjarasamningar verða án aðkomu ASÍ, það hefur gerst áður og það á eftir að gerast aftur. Þá má spyrja hvers vegna allt þetta valdabrölt ef það skiptir svona litlu máli þegar kemur að stóra málinu sem eru kjaraviðræður. Öllum er ljóst að það þarf einhverskonar samvinnu og samræmdar aðgerðir á einhverjum tímapunkti en við hjótum að spyrja okkur hvort að þetta þurfi að vera akkúrat eins og það er núna. Sjálfur sé ég ekki lausnina en ég sé vandamálin. Vandinn er margþættur, hann snýst um völdin sem augljóslega má sjá, hann snýst líka um stefnu og áherslur. Með því að stefna öllum undir einn hatt verður eitthvað útundan og sjónarmið ná ekki upp á yfirborðið. Með þessum hugleiðingum mínu er ekki hvatt til að kljúfa ASÍ eða kljúfa hreyfinguna heldur að leggja til að það verði farið í naflaskoðun. Skoða hvort að það sé hreyfingunni lífsnauðsýnlegt að halda úti valdatafli sem veldur beinlínis sundrungu. Það er þörf á því að ræða þessi mál vegna þess að þetta skiptir mál og það er líka þörf á því að tala um þessi mál með virðingu, virðingu fyrir skoðunum annara með sátt í huga. ASÍ var ætlað það hlutverk að sameina en þessa dagana virðist því vera þveröfugt farið. Höfundur er félagi í VR og varamaður í stjórn VR.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar