Innanríkisráðherra Bretlands segir af sér og skýtur á Truss Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. október 2022 16:28 Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, segist hafa áhyggjur af stefnu ríkisstjórnarinnar. AP/Alberto Pezzali Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, mun láta af embætti eftir að hafa sent tölvupóst frá persónulegu netfangi sínu. Braverman hafði áður gagnrýnt u-beygju Truss og ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum harðlega en ríkisstjórnin er sögð hanga á bláðþræði. Talið er að fyrrverandi samgönguráðherra muni taka við af Braverman. Braverman tilkynnti um afsögn sína á samfélagsmiðlum fyrir skömmu en hún greinir þar frá því að hún hafi sent tölvupóst um innflytjendamál á samstarfsmann frá persónulegu netfangi sínu. Það teldist tæknilega sem brot á reglunum, þó að efni póstsins hafi áður verið kynnt og væri flestum kunnugt. Um leið og hún hafi áttað sig á mistökum sínum hafi hún tilkynnt um málið til þar til bæra aðila. „Sem innanríkisráðherra geri ég mestar kröfur til sjálfs míns og afsögn mín er hið rétta í stöðunni,“ sagði Braverman í bréfi sínu. My letter to the Prime Minister. pic.twitter.com/TaWO1PMOF2— Suella Braverman MP (@SuellaBraverman) October 19, 2022 Braverman virtist þá skjóta fast á ríkisstjórnina og Liz Truss. „Ríkisstjórnir treysta á það að fólk taki afleiðingum gjörða sinna. Að láta eins og við höfum ekki gert mistök, að halda áfram eins og allir geti ekki séð að við höfum gert þau, og vona að hlutirnir verði í lagi eins og hendi væri veifað eru ekki alvarleg stjórnmál,“ sagði Braverman. Braverman sagði þá ljóst að ríkisstjórnin hafi brotið loforð sem þau gáfu kjósendum og að hún hefði áhyggjur af stefnunni sem ríkisstjórnin væri að taka. Sjálf hefur hún sætt nokkurri gagnrýni vegna stefnu sinnar í útlendingamálum en hún hefur meðal annars talað gegn viðskiptasamningi við Indland vegna ótta af auknum innflytjendastraumi og lofað að draga úr fjölda innflytjenda um tugi þúsunda á ári. Innan við vika frá því að fjármálaráðherra var látinn fjúka Guardian hefur það eftir heimildarmönnum sínum að Truss hafi hreinsað dagskrá Braverman í dag og lagt af skipulagða heimsókn hennar. Grant Schnapps, fyrrverandi samgönguráðherra mun taka við embætti innanríkisráðherra af Braverman. The Rt Hon Grant Shapps MP @grantshapps has been appointed Secretary of State for the Home Department @ukhomeoffice. pic.twitter.com/z1xKhgwVJW— UK Prime Minister (@10DowningStreet) October 19, 2022 Innan við vika er frá því að Truss rak fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti og Jeremy Hunt tók við en Hunt kynnti í á dögunum efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. Mikil ólga er sögð innan Íhaldsflokksins þar sem umræða eigi sér stað um leiðtogaskipti. Formaður Verkamannaflokksins hefur kallað eftir afsögn Truss og vill að boðað sé til kosninga. Fréttin var uppfærð kl. 19:13 Bretland Tengdar fréttir Segir Truss hanga á bláþræði eftir u-beygju morgunsins Ríkisstjórn Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hangir á bláþræði að mati stjórnmálaskýranda BBC. Nýr fjármálaráðherra hennar kynnti í morgun efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. 17. október 2022 13:43 Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11 Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Braverman tilkynnti um afsögn sína á samfélagsmiðlum fyrir skömmu en hún greinir þar frá því að hún hafi sent tölvupóst um innflytjendamál á samstarfsmann frá persónulegu netfangi sínu. Það teldist tæknilega sem brot á reglunum, þó að efni póstsins hafi áður verið kynnt og væri flestum kunnugt. Um leið og hún hafi áttað sig á mistökum sínum hafi hún tilkynnt um málið til þar til bæra aðila. „Sem innanríkisráðherra geri ég mestar kröfur til sjálfs míns og afsögn mín er hið rétta í stöðunni,“ sagði Braverman í bréfi sínu. My letter to the Prime Minister. pic.twitter.com/TaWO1PMOF2— Suella Braverman MP (@SuellaBraverman) October 19, 2022 Braverman virtist þá skjóta fast á ríkisstjórnina og Liz Truss. „Ríkisstjórnir treysta á það að fólk taki afleiðingum gjörða sinna. Að láta eins og við höfum ekki gert mistök, að halda áfram eins og allir geti ekki séð að við höfum gert þau, og vona að hlutirnir verði í lagi eins og hendi væri veifað eru ekki alvarleg stjórnmál,“ sagði Braverman. Braverman sagði þá ljóst að ríkisstjórnin hafi brotið loforð sem þau gáfu kjósendum og að hún hefði áhyggjur af stefnunni sem ríkisstjórnin væri að taka. Sjálf hefur hún sætt nokkurri gagnrýni vegna stefnu sinnar í útlendingamálum en hún hefur meðal annars talað gegn viðskiptasamningi við Indland vegna ótta af auknum innflytjendastraumi og lofað að draga úr fjölda innflytjenda um tugi þúsunda á ári. Innan við vika frá því að fjármálaráðherra var látinn fjúka Guardian hefur það eftir heimildarmönnum sínum að Truss hafi hreinsað dagskrá Braverman í dag og lagt af skipulagða heimsókn hennar. Grant Schnapps, fyrrverandi samgönguráðherra mun taka við embætti innanríkisráðherra af Braverman. The Rt Hon Grant Shapps MP @grantshapps has been appointed Secretary of State for the Home Department @ukhomeoffice. pic.twitter.com/z1xKhgwVJW— UK Prime Minister (@10DowningStreet) October 19, 2022 Innan við vika er frá því að Truss rak fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti og Jeremy Hunt tók við en Hunt kynnti í á dögunum efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. Mikil ólga er sögð innan Íhaldsflokksins þar sem umræða eigi sér stað um leiðtogaskipti. Formaður Verkamannaflokksins hefur kallað eftir afsögn Truss og vill að boðað sé til kosninga. Fréttin var uppfærð kl. 19:13
Bretland Tengdar fréttir Segir Truss hanga á bláþræði eftir u-beygju morgunsins Ríkisstjórn Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hangir á bláþræði að mati stjórnmálaskýranda BBC. Nýr fjármálaráðherra hennar kynnti í morgun efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. 17. október 2022 13:43 Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11 Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Segir Truss hanga á bláþræði eftir u-beygju morgunsins Ríkisstjórn Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hangir á bláþræði að mati stjórnmálaskýranda BBC. Nýr fjármálaráðherra hennar kynnti í morgun efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. 17. október 2022 13:43
Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11
Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32