Þó líði ár og öld: biðin eftir nýrri stjórnarskrá Andrés Ingi Jónsson skrifar 20. október 2022 15:58 Í dag minnumst við gleðilegra tímamóta. Fyrir tíu árum kaus þjóðin um tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Niðurstaðan var skýr: 73.509 kjósendur töldu að leggja ætti tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, eða tveir þriðju þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Ekkert þeirra sem fóru og kusu þennan dag, 20. október 2012, hefði órað fyrir því að heilum áratug síðar ætti enn eftir að framfylgja niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Tíu ára bið Markmiðið hefur verið skýrt öll þessi tíu ár: að breyta stjórnarskránni í samræmi við tillögur Stjórnlagaráðs. En leiðin að því marki hefur verið allt annað en auðveld. Þar spilar margt inn í, en ekki síst hversu þunglamalegt ferlið við breytingar er samkvæmt gildandi stjórnarskrá – auk þess sem það er ólýðræðislegra en ferlið sem lagt var til af Stjórnlagaráði. Ferlið í dag er þannig að Alþingi þarf að samþykkja breytingarnar, svo þarf að slíta þingi, boða til nýrra Alþingiskosninga og loks þarf hið nýkosna þing líka að samþykkja breytingarnar. Við erum farin að kannast ansi vel við gallana á þessu ferli – sem endurspeglast í því að frá þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 höfum við fjórum sinnum haldið til Alþingiskosninga án þess að breytingar hafi verið gerðar. Hvers vegna gerist ekkert? Einna helst eru þrjár meginástæður fyrir því að það virðist nær ómögulegt að koma breytingum á stjórnarskrá í gegn: Í fyrsta lagi færist meginþungi allrar umræðu um stjórnarskrárbreytingar í lok hvers kjörtímabils. Á þeim tímapunkti eru störf þingsins gjarnan tekin að þyngjast og hætta er á því að grundvallarbreytingar á stjórnarskrá hljóti ekki þá athygli sem þeim ber. Í öðru lagi er almenningi ekki tryggð nein bein aðkoma með þjóðaratkvæðagreiðslu. Segja má að með núverandi fyrirkomulagi sé kosið um stjórnarskrárbreytingar samhliða almennum þingkosningum, en reynslan hefur verið sú að kosningar sem haldnar eru í kjölfar slíks þingrofs snúist ekki um inntak breytinga á stjórnarskrá. Í þriðja lagi sýnir reynsla undanfarinna ára fram á það að núverandi fyrirkomulag leiðir til þráteflis innan Alþingis þegar kemur að stjórnarskrárbreytingum. Hvort sem um er að ræða stærri eða smærri atriði, þá hefur þinginu ekki auðnast að gera varanlegar breytingar á stjórnarskrá frá því að mannréttindakafla var bætt við 1995 og kjördæmamörkum breytt árið 1999. Hættum að taka viljann fyrir verkið Alþingi var engu að síður falið það verkefni af þjóðinni að leiða í lög hina nýju stjórnarskrá. Þótt núgildandi stjórnarskrá sé ófullkomin að þessu leyti þá mætti samt ætla að hér væri um að ræða verkefni sem þing 63 þjóðkjörinna fulltrúa réði auðveldlega við að leysa, en raunin er því miður farin að sýna annað. Stjórnlagaráð skildi vel gallana við núverandi fyrirkomulag. Í greinargerð með frumvarpi stjórnlagaráðs var fjallað um þann ríka vilja sem stóð til þess að stjórnarskrárbreytingar yrðu afgreiddar með þjóðaratkvæðagreiðslu, en ekki með þingrofi og samhliða almennum kosningum eins og raunin er nú. Ef Alþingi hefði lokið vinnu sinni við frumvarp stjórnlagaráðs og samþykkt nýja stjórnarskrá á grundvelli þess þá byggjum við núna við þann veruleika að breytingar á stjórnarskrá yrðu á valdi og forsendum almennings frekar en þingmanna, sem hafa því miður ekki staðist prófið þegar kemur að árangri í breytingum á stjórnarskrá. Færum völdin í hendur fólksins Þeir flokkar sem setið hafa við völd frá árinu 2013 hafa ýmist sýnt verkefninu einbeitt afskiptaleysi eins og í forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, eða sett af stað einhvers konar sýndarvinnu sem engu skilar og brotlendir svo að lokum án nokkurs stuðnings samstarfsflokka, eins og frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskrá frá árinu 2021 bar vitni um. Undir lok síðasta kjörtímabils horfðum við upp á heilt kjörtímabil lenda í vaskinum hvað varðar stjórnarskrárbreytingar. Var það þá þrautalending nokkurra stjórnarandstöðuflokka að leggja til að sérstakt breytingarákvæði á stjórnarskrá yrði afgreitt á þingstubbi stuttu fyrir komandi kosningarnar. Þannig hefði mátt losa okkur við ókosti gildandi breytingarákvæðis. Tillagan, sem lögð var fram af fulltrúum Pírata, Flokks fólksins og Samfylkingarinnar hefði gert okkur kleift að breyta stjórnarskránni án þingrofs, með því að heimila þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar samþykkis frá Alþingi. Meirihluti Alþingis var hins vegar ekki tilbúinn að fallast á neitt slíkt. Haldið var til kosninga og núverandi stjórnarflokkar endurnýjuðu heitin, og enn og aftur var nýja stjórnarskráin látin mæta afgangi. Það er ekkert sem bendir til þess að núverandi ríkisstjórn nái saman um raunverulegar breytingar á stjórnarskrá. Ef fyrri vinna þessara sömu flokka við valdastólana er eitthvað til að byggja á, má í besta falli vænta einhvers málamyndagjörnings sem verður aldrei raunverulega ætlað að ná fram að ganga. Það að vinnan muni raunverulega byggja á tillögum stjórnlagaráðs er því miður borin von, ef litið er til fyrri tilrauna. Þess vegna hafa þingflokkar Pírata og Samfylkingar lagt fram frumvarp um að breytingarákvæði stjórnarskrárinnar verði lagfært, sem orðið gæti fyrsta skrefið í átt að stærri skrefum. Samþykkt frumvarpsins myndi gera okkur kleift að breyta stjórnarskránni án þingrofs og undirstrika vald þjóðarinnar sem stjórnarskrárgjafa. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Stjórnarskrá Píratar Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Í dag minnumst við gleðilegra tímamóta. Fyrir tíu árum kaus þjóðin um tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Niðurstaðan var skýr: 73.509 kjósendur töldu að leggja ætti tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, eða tveir þriðju þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Ekkert þeirra sem fóru og kusu þennan dag, 20. október 2012, hefði órað fyrir því að heilum áratug síðar ætti enn eftir að framfylgja niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Tíu ára bið Markmiðið hefur verið skýrt öll þessi tíu ár: að breyta stjórnarskránni í samræmi við tillögur Stjórnlagaráðs. En leiðin að því marki hefur verið allt annað en auðveld. Þar spilar margt inn í, en ekki síst hversu þunglamalegt ferlið við breytingar er samkvæmt gildandi stjórnarskrá – auk þess sem það er ólýðræðislegra en ferlið sem lagt var til af Stjórnlagaráði. Ferlið í dag er þannig að Alþingi þarf að samþykkja breytingarnar, svo þarf að slíta þingi, boða til nýrra Alþingiskosninga og loks þarf hið nýkosna þing líka að samþykkja breytingarnar. Við erum farin að kannast ansi vel við gallana á þessu ferli – sem endurspeglast í því að frá þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 höfum við fjórum sinnum haldið til Alþingiskosninga án þess að breytingar hafi verið gerðar. Hvers vegna gerist ekkert? Einna helst eru þrjár meginástæður fyrir því að það virðist nær ómögulegt að koma breytingum á stjórnarskrá í gegn: Í fyrsta lagi færist meginþungi allrar umræðu um stjórnarskrárbreytingar í lok hvers kjörtímabils. Á þeim tímapunkti eru störf þingsins gjarnan tekin að þyngjast og hætta er á því að grundvallarbreytingar á stjórnarskrá hljóti ekki þá athygli sem þeim ber. Í öðru lagi er almenningi ekki tryggð nein bein aðkoma með þjóðaratkvæðagreiðslu. Segja má að með núverandi fyrirkomulagi sé kosið um stjórnarskrárbreytingar samhliða almennum þingkosningum, en reynslan hefur verið sú að kosningar sem haldnar eru í kjölfar slíks þingrofs snúist ekki um inntak breytinga á stjórnarskrá. Í þriðja lagi sýnir reynsla undanfarinna ára fram á það að núverandi fyrirkomulag leiðir til þráteflis innan Alþingis þegar kemur að stjórnarskrárbreytingum. Hvort sem um er að ræða stærri eða smærri atriði, þá hefur þinginu ekki auðnast að gera varanlegar breytingar á stjórnarskrá frá því að mannréttindakafla var bætt við 1995 og kjördæmamörkum breytt árið 1999. Hættum að taka viljann fyrir verkið Alþingi var engu að síður falið það verkefni af þjóðinni að leiða í lög hina nýju stjórnarskrá. Þótt núgildandi stjórnarskrá sé ófullkomin að þessu leyti þá mætti samt ætla að hér væri um að ræða verkefni sem þing 63 þjóðkjörinna fulltrúa réði auðveldlega við að leysa, en raunin er því miður farin að sýna annað. Stjórnlagaráð skildi vel gallana við núverandi fyrirkomulag. Í greinargerð með frumvarpi stjórnlagaráðs var fjallað um þann ríka vilja sem stóð til þess að stjórnarskrárbreytingar yrðu afgreiddar með þjóðaratkvæðagreiðslu, en ekki með þingrofi og samhliða almennum kosningum eins og raunin er nú. Ef Alþingi hefði lokið vinnu sinni við frumvarp stjórnlagaráðs og samþykkt nýja stjórnarskrá á grundvelli þess þá byggjum við núna við þann veruleika að breytingar á stjórnarskrá yrðu á valdi og forsendum almennings frekar en þingmanna, sem hafa því miður ekki staðist prófið þegar kemur að árangri í breytingum á stjórnarskrá. Færum völdin í hendur fólksins Þeir flokkar sem setið hafa við völd frá árinu 2013 hafa ýmist sýnt verkefninu einbeitt afskiptaleysi eins og í forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, eða sett af stað einhvers konar sýndarvinnu sem engu skilar og brotlendir svo að lokum án nokkurs stuðnings samstarfsflokka, eins og frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskrá frá árinu 2021 bar vitni um. Undir lok síðasta kjörtímabils horfðum við upp á heilt kjörtímabil lenda í vaskinum hvað varðar stjórnarskrárbreytingar. Var það þá þrautalending nokkurra stjórnarandstöðuflokka að leggja til að sérstakt breytingarákvæði á stjórnarskrá yrði afgreitt á þingstubbi stuttu fyrir komandi kosningarnar. Þannig hefði mátt losa okkur við ókosti gildandi breytingarákvæðis. Tillagan, sem lögð var fram af fulltrúum Pírata, Flokks fólksins og Samfylkingarinnar hefði gert okkur kleift að breyta stjórnarskránni án þingrofs, með því að heimila þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar samþykkis frá Alþingi. Meirihluti Alþingis var hins vegar ekki tilbúinn að fallast á neitt slíkt. Haldið var til kosninga og núverandi stjórnarflokkar endurnýjuðu heitin, og enn og aftur var nýja stjórnarskráin látin mæta afgangi. Það er ekkert sem bendir til þess að núverandi ríkisstjórn nái saman um raunverulegar breytingar á stjórnarskrá. Ef fyrri vinna þessara sömu flokka við valdastólana er eitthvað til að byggja á, má í besta falli vænta einhvers málamyndagjörnings sem verður aldrei raunverulega ætlað að ná fram að ganga. Það að vinnan muni raunverulega byggja á tillögum stjórnlagaráðs er því miður borin von, ef litið er til fyrri tilrauna. Þess vegna hafa þingflokkar Pírata og Samfylkingar lagt fram frumvarp um að breytingarákvæði stjórnarskrárinnar verði lagfært, sem orðið gæti fyrsta skrefið í átt að stærri skrefum. Samþykkt frumvarpsins myndi gera okkur kleift að breyta stjórnarskránni án þingrofs og undirstrika vald þjóðarinnar sem stjórnarskrárgjafa. Höfundur er þingmaður Pírata.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun