Sunak, Johnson og Mordaunt virðast njóta mests stuðnings Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. október 2022 07:33 Mordaunt, Johnson og Sunak eru þeir kandídatar sem flestir hafa lýst yfir stuðningi við. epa Rishi Sunak, Boris Johnson og Penny Mordaunt eru þeir kandídatar sem flestir þingmenn Íhaldsflokksins hafa lýst yfir stuðningi við til að verða næsti leiðtogi flokksins og þar með næsti forsætisráðherra. Þeir sem freista þess að hreppa hnossið verða að tryggja sér stuðning að minnsta kosti 100 þingmanna yfir helgina. Þingmenn munu svo ganga til atkvæðagreiðslu á mánudag. Ef tveir eða mögulega þrír fá yfir 100 atkvæði, fá fullgildir flokksmenn að kjósa í netkosningu í næstu viku. Henni lýkur svo á föstudag. Hér má lesa meira um ferlið. Johnson er sagður eiga raunverulegan möguleika á endurkomu en hann er hins vegar ennþá gríðarlega óvinsæll meðal fjölda þingmanna. Forsætisráðherrann fyrrverandi ku vera fullviss um að hann sé maðurinn til að leiða Íhaldsflokkinn í næstu kosningum en aðrir hafa sínar efasemdir, ekki síst þar sem hann sætir enn rannsókn vegna ásakana um að hafa logið af þinginu. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birtist í morgun hefur Verkamannaflokkurinn nú 39 prósenta forskot á Íhaldsflokkinn. Ef gengið væri til kosninga í dag myndu 53 prósent kjósa Verkamannaflokkinn en aðeins 14 prósent Íhaldsflokkinn. Um er að ræða verstu útkomu flokksins í sögu skoðanakannana á Bretlandseyjum. Leiðtogar Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demókrata hafa kallað eftir því að boðað verði til þingkosninga. Íhaldsflokkurinn sé hreinlega ekki stjórntækur en til viðbótar við forsætisráðherraskiptin hafa gríðarlegar hrókeringar átt sér stað á öðrum ráðherraembættum síðustu misseri. NEW. *The Conservative Party falls to the lowest level of support in British polling history*Labour 53%Conservatives 14%Lib Dems 11%@PeoplePolling Oct 20— Matt Goodwin (@GoodwinMJ) October 21, 2022 Bretland Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Þeir sem freista þess að hreppa hnossið verða að tryggja sér stuðning að minnsta kosti 100 þingmanna yfir helgina. Þingmenn munu svo ganga til atkvæðagreiðslu á mánudag. Ef tveir eða mögulega þrír fá yfir 100 atkvæði, fá fullgildir flokksmenn að kjósa í netkosningu í næstu viku. Henni lýkur svo á föstudag. Hér má lesa meira um ferlið. Johnson er sagður eiga raunverulegan möguleika á endurkomu en hann er hins vegar ennþá gríðarlega óvinsæll meðal fjölda þingmanna. Forsætisráðherrann fyrrverandi ku vera fullviss um að hann sé maðurinn til að leiða Íhaldsflokkinn í næstu kosningum en aðrir hafa sínar efasemdir, ekki síst þar sem hann sætir enn rannsókn vegna ásakana um að hafa logið af þinginu. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birtist í morgun hefur Verkamannaflokkurinn nú 39 prósenta forskot á Íhaldsflokkinn. Ef gengið væri til kosninga í dag myndu 53 prósent kjósa Verkamannaflokkinn en aðeins 14 prósent Íhaldsflokkinn. Um er að ræða verstu útkomu flokksins í sögu skoðanakannana á Bretlandseyjum. Leiðtogar Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demókrata hafa kallað eftir því að boðað verði til þingkosninga. Íhaldsflokkurinn sé hreinlega ekki stjórntækur en til viðbótar við forsætisráðherraskiptin hafa gríðarlegar hrókeringar átt sér stað á öðrum ráðherraembættum síðustu misseri. NEW. *The Conservative Party falls to the lowest level of support in British polling history*Labour 53%Conservatives 14%Lib Dems 11%@PeoplePolling Oct 20— Matt Goodwin (@GoodwinMJ) October 21, 2022
Bretland Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira