Sjáðu Pohlstjörnuna, hálstakið og stórskrýtið sjálfsmark Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2022 07:31 Guðmundur Magnússon og Jannik Pohl skoruðu mörk Fram gegn FH í gær. VÍSIR/HULDA MARGRÉT KA-menn nýttu sér hrikaleg mistök miðvarða Stjörnunnar og eiga góða möguleika á að enda í 2. sæti Bestu deildar karla í fótbolta, eftir 3-0 sigur í Garðabæ í gær. Fram vann einnig 3-0 gegn FH og frestaði nær óumflýjanlegu falli Skagamanna niður um deild. Mörkin úr leikjunum má nú sjá hér að neðan en næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar lýkur svo í kvöld þegar Víkingur og KR mætast. Lokaumferðin er næsta laugardag klukkan 13 og verður öll leikin á sama tíma. KA er þremur stigum fyrir ofan Víking í baráttunni um 2. sæti en ef Víkingar vinna KR í kvöld komast þeir aftur upp í 2. sætið á markatölu. Rauða spjaldið sem Daníel Laxdal fékk gegn KA í gær, fyrir að taka Elfar Árna Aðalsteinsson hálstaki, vakti mikla athygli. Skömmu áður en að brottrekstrinum kom hafði Elfar Árni náð að koma KA í 1-0. Í seinni hálfleik jókst svo munurinn eftir slæm mistök miðvarða Stjörnunnar, fyrst þegar Sindri Þór Ingimarsson missti langa sendingu yfir sig og Jakob Snær Árnason skoraði, og svo þegar Björn Berg Bryde skallaði boltann óáreittur í eigið mark eftir hornspyrnu. Klippa: Mörk KA gegn Stjörnunni Fram komst í 2-0 í fyrri hálfleik gegn FH með mörkum Jannik Pohl, í bæði skiptin eftir að Framarar höfðu unnið boltann við eigin vítateig. Guðmundur Magnússon skoraði svo þriðja markið og jafnaði þar með Nökkva Þeyr Þórisson í keppninni um markakóngstitilinn í Bestu deildinni, með sínu sautjánda marki á tímabilinu. Fram mætir Keflavík á útivelli í lokaumferðinni, þar sem Guðmundur þarf að skora til að ná gullskónum. Klippa: Mörk Fram gegn FH Tap FH þýðir að ÍA getur enn tæknilega séð haldið sér uppi í Bestu deildinni en þá þarf liðið að vinna tíu marka sigur gegn FH í lokaumferðinni. ÍA er nefnilega í næstneðsta sæti, þremur stigum á eftir FH en með nítján mörkum verri markatölu. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KA Stjarnan Fram FH Fótbolti Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Mörkin úr leikjunum má nú sjá hér að neðan en næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar lýkur svo í kvöld þegar Víkingur og KR mætast. Lokaumferðin er næsta laugardag klukkan 13 og verður öll leikin á sama tíma. KA er þremur stigum fyrir ofan Víking í baráttunni um 2. sæti en ef Víkingar vinna KR í kvöld komast þeir aftur upp í 2. sætið á markatölu. Rauða spjaldið sem Daníel Laxdal fékk gegn KA í gær, fyrir að taka Elfar Árna Aðalsteinsson hálstaki, vakti mikla athygli. Skömmu áður en að brottrekstrinum kom hafði Elfar Árni náð að koma KA í 1-0. Í seinni hálfleik jókst svo munurinn eftir slæm mistök miðvarða Stjörnunnar, fyrst þegar Sindri Þór Ingimarsson missti langa sendingu yfir sig og Jakob Snær Árnason skoraði, og svo þegar Björn Berg Bryde skallaði boltann óáreittur í eigið mark eftir hornspyrnu. Klippa: Mörk KA gegn Stjörnunni Fram komst í 2-0 í fyrri hálfleik gegn FH með mörkum Jannik Pohl, í bæði skiptin eftir að Framarar höfðu unnið boltann við eigin vítateig. Guðmundur Magnússon skoraði svo þriðja markið og jafnaði þar með Nökkva Þeyr Þórisson í keppninni um markakóngstitilinn í Bestu deildinni, með sínu sautjánda marki á tímabilinu. Fram mætir Keflavík á útivelli í lokaumferðinni, þar sem Guðmundur þarf að skora til að ná gullskónum. Klippa: Mörk Fram gegn FH Tap FH þýðir að ÍA getur enn tæknilega séð haldið sér uppi í Bestu deildinni en þá þarf liðið að vinna tíu marka sigur gegn FH í lokaumferðinni. ÍA er nefnilega í næstneðsta sæti, þremur stigum á eftir FH en með nítján mörkum verri markatölu. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla KA Stjarnan Fram FH Fótbolti Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira