Fundu um fjögur hundruð ára systurskip Vasaskipsins á hafsbotni Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2022 16:31 Sjávarfornleifafræðingar fundu skipið árið 2019 en nú er búið að sannreyna að raunverulega sé um systurskip Vasaskipsins að ræða. Vrak Sjávarfornleifafræðingar hafa staðfest að systurskip eins af þjóðargersemum Svíþjóðar hafi fundist á hafsbotni í Stokkhólmssundi. Skipið, sem ber nafnið Eplið eða Äpplet á sænsku, mun áfram hvíla á botni skerjagarðsins þar sem það hefur verið í um 370 ár. Greint var frá uppgötvuninni í morgun, en skipið fannst við Vaxhólma. Í frétt TT segir að skipið hafi fundist árið 2019 og lágu þá hliðar skipsins mikið skemmdar á hafsbotni. Skrokkur skipsins var þó vel varðveittur upp að þilfari þar sem fallbyssur var að finna. Vrak „Það byrjaði að kitla í maganum,“ segir sjávarfornleifafræðingurinn Jim Hansson sem starfar við Vrak-safnið í Stokkhólmi í samtali við TT, um þennan merka fund. Eftir að skipið fannst var hafist handa við að sannreyna að raunverulega hafi verið um Eplið að ræða. Skipið var fyrst tekið í notkun árið 1629 og var notað fram til ársins 1658 þegar því var sökkt við Vaxhólma. Vrak Við Vaxhólma er að finna eins konar kirkjugarð fyrir gömul skip. Mikinn fjölda skipa á hafsbotni á þessum slóðum þar sem skipum var sökkt eftir að hætt að var að nota þau. Var það meðal annars gert til að loka Stokkhólmssundi fyrir siglingum óvinaskipa. „Púlsinn hækkaði virkilega þegar við sáum hvað skipið var líkt Vasa. Bæði smíðin og mikil stærð skipsins voru mjög kunnugleg. Þá kviknaði vonin um að við höfðum fundið eitt af systurskipum Vasa,“ segir Hansson. Rannsóknir hafa svo leitt í ljós að eik frá 1627 hafi verið notuð við smíði skipsins. Þá hafi komið í ljós að timbrið hafi komið frá Ängsö í vatninu Mälaren þar sem efnið sem notað var við smíði Vasa-skipsins var sótt. Líkt og með Vasa þá er Eplið vel varðveitt þrátt fyrir að hafa hvílt á hafsbotni í um 370 ár. Vrak Vasaskipið sökk í jómfrúarferð sinni árið 1628. Talið er að skipið hafi sokkið vegna lélegrar hönnunar. Eplið var smíðað um ári síðar og var um einum metra breiðara til að auka stöðugleikann við siglinguna. Vísindamennirnir telja þó ekki að Eplið hafi verið sérlega gott skip til siglinga. Skipin voru smíðuð í valdatíð Gústafs II Adolfs sem stýrði Svíþjóð á árunum 1611 til 1632. Hann fyrirskipaði smíði fjögurra skipa með tvöföldum fallbyssuþilförum til að festa Svíþjóð í sessi sem stórveldi í heimshlutanum. Auk Vasa og Eplisins voru Krónan og Septer smíðuð. Eplið var aldrei notað í sjóorrustum en var nýtt sem flutningaskip í Þrjátíu ára stríðinu. Vasaskipið er að finna á Vasasafninu í Stokkhólmi.Getty Vasasafnið í Stokkhólmi er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Stokkhólmi. Þar er að finna sjálft Vasaskipið sem lyft var af hafsbotni árið 1961 og var gert upp. Skipinu var svo komið fyrir á safninu sem opnaði formlega árið 1990. Svíþjóð Fornminjar Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Greint var frá uppgötvuninni í morgun, en skipið fannst við Vaxhólma. Í frétt TT segir að skipið hafi fundist árið 2019 og lágu þá hliðar skipsins mikið skemmdar á hafsbotni. Skrokkur skipsins var þó vel varðveittur upp að þilfari þar sem fallbyssur var að finna. Vrak „Það byrjaði að kitla í maganum,“ segir sjávarfornleifafræðingurinn Jim Hansson sem starfar við Vrak-safnið í Stokkhólmi í samtali við TT, um þennan merka fund. Eftir að skipið fannst var hafist handa við að sannreyna að raunverulega hafi verið um Eplið að ræða. Skipið var fyrst tekið í notkun árið 1629 og var notað fram til ársins 1658 þegar því var sökkt við Vaxhólma. Vrak Við Vaxhólma er að finna eins konar kirkjugarð fyrir gömul skip. Mikinn fjölda skipa á hafsbotni á þessum slóðum þar sem skipum var sökkt eftir að hætt að var að nota þau. Var það meðal annars gert til að loka Stokkhólmssundi fyrir siglingum óvinaskipa. „Púlsinn hækkaði virkilega þegar við sáum hvað skipið var líkt Vasa. Bæði smíðin og mikil stærð skipsins voru mjög kunnugleg. Þá kviknaði vonin um að við höfðum fundið eitt af systurskipum Vasa,“ segir Hansson. Rannsóknir hafa svo leitt í ljós að eik frá 1627 hafi verið notuð við smíði skipsins. Þá hafi komið í ljós að timbrið hafi komið frá Ängsö í vatninu Mälaren þar sem efnið sem notað var við smíði Vasa-skipsins var sótt. Líkt og með Vasa þá er Eplið vel varðveitt þrátt fyrir að hafa hvílt á hafsbotni í um 370 ár. Vrak Vasaskipið sökk í jómfrúarferð sinni árið 1628. Talið er að skipið hafi sokkið vegna lélegrar hönnunar. Eplið var smíðað um ári síðar og var um einum metra breiðara til að auka stöðugleikann við siglinguna. Vísindamennirnir telja þó ekki að Eplið hafi verið sérlega gott skip til siglinga. Skipin voru smíðuð í valdatíð Gústafs II Adolfs sem stýrði Svíþjóð á árunum 1611 til 1632. Hann fyrirskipaði smíði fjögurra skipa með tvöföldum fallbyssuþilförum til að festa Svíþjóð í sessi sem stórveldi í heimshlutanum. Auk Vasa og Eplisins voru Krónan og Septer smíðuð. Eplið var aldrei notað í sjóorrustum en var nýtt sem flutningaskip í Þrjátíu ára stríðinu. Vasaskipið er að finna á Vasasafninu í Stokkhólmi.Getty Vasasafnið í Stokkhólmi er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Stokkhólmi. Þar er að finna sjálft Vasaskipið sem lyft var af hafsbotni árið 1961 og var gert upp. Skipinu var svo komið fyrir á safninu sem opnaði formlega árið 1990.
Svíþjóð Fornminjar Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira