Fólk færir störf Ingibjörg Isaksen skrifar 25. október 2022 15:01 Fyrr í dag var haldinn fundur á starfsstöð Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á Akureyri þar sem tilkynnt var að fimm sérfræðistörf á sviði brunabótamats yrðu auglýst. Verða þau störf staðsett á Akureyri. Með því mun starfsmönnum HMS á Akureyri fjölga úr 16 í 21. Það má með sanni segja að starfstöð HMS á Akureyri hafi sannað gildir sitt hvað varðar flutning starfa út á land. Með tilkomu þessara starfa er ekki verið að flytja neina starfsmenn út á land heldur er verið að auglýsa fimm ný sérfræðistörf við brunabótamat og þar af eitt stjórnandastarf. Þessi breyting er í anda stefnu stjórnvalda um að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni og styrkir um leið svæðisbundið hlutverk Akureyrar sem stærsta þéttbýliskjarnans á landsbyggðinni. Síðustu ár hefur hugsun og menning þeirra sem ákveða hvar störf eru unnin tekið miklum breytingum. Við vitum að það er ekki nóg að búa til stefnur og aðgerðaráætlanir því á endanum þarf fólk til þess að færa störf og hér hefir það tekist með góðum hætti. Við vinnum eftir nýjum gildum, staðbundin störf þurfa ekki að vera staðbundin við höfuðborgarsvæðið, með tilkomu rafrænnar stjórnsýslu vitum við að það er hægt að byggja upp og byggja undir starfstöðvar víða um land. Mikilvægi sérfræðistarfa á landsbyggðinni er augljóst. Sérfræðistörf eru hvort tveggja mikilvæg fyrir samfélagið sem starfið er í sem og landsbyggðina í heild sinni. Við viljum að fólk eigi raunverulegt val um hvar það býr og starfar. Landsbyggðina hefur vantað opinber störf, sérfræðistörf og vel borgandi störf. Fleiri sérfræðistörf á landsbyggðinni stuðla að aukinni menntun á hverju svæði fyrir sig og þannig vex þekking hjá allri þjóðinni. Margir hverjir sem flytja á höfuðborgarsvæðið til náms eiga örðugt með að snúa aftur heim að námi loknu vegna skorts á góðum störfum. Með aukinni áherslu á óstaðbundin störf og flutning starfa sem þurfa ekki að vera staðbundin á höfuðborgarsvæðinu gefum við fólki aukin starfstækifæri í heimabyggð. Einstaklingar sem snúa aftur í heimahagana eða flytja í fyrsta sinn út á land auðga samfélagið á hverjum stað með margvíslegum hætti. Þannig samfélag viljum við skapa. Á fyrrnefndum fundi á Akureyri sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra einnig frá því að vinna starfshóps um borgarstefnu væri að hefjast. Í vinnu hópsins er það ekki aðeins höfuðborgin sem er undir heldur einnig svæðisborgin Akureyri. Þótt einhverjir hafi glott þegar við hér fyrir norðan byrjuðum að tala um Akureyri sem borg þá hefur umræðan þróast á þá leið að svæðisborgarhugtakið getur hjálpað okkur mjög við skilgreiningu á hlutverki Akureyrar og skyldum við nágrannasamfélögin. Ég hlakka til að fylgjast með þessari vinnu á næstu mánuðum. Við í Framsókn eigum okkur sterkar rætur um allt land. Það er í kjarna okkar sem Framsóknarfólks að vilja að byggðirnar hringinn í kringum landið fái að blómstra. Það verður gert með stefnumótun sem unnin er í góðri samvinnu við heimafólk og markvissum aðgerðum sem skapa blómlegar byggðir. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Akureyri Framsóknarflokkurinn Alþingi Byggðamál Vinnumarkaður Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í dag var haldinn fundur á starfsstöð Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á Akureyri þar sem tilkynnt var að fimm sérfræðistörf á sviði brunabótamats yrðu auglýst. Verða þau störf staðsett á Akureyri. Með því mun starfsmönnum HMS á Akureyri fjölga úr 16 í 21. Það má með sanni segja að starfstöð HMS á Akureyri hafi sannað gildir sitt hvað varðar flutning starfa út á land. Með tilkomu þessara starfa er ekki verið að flytja neina starfsmenn út á land heldur er verið að auglýsa fimm ný sérfræðistörf við brunabótamat og þar af eitt stjórnandastarf. Þessi breyting er í anda stefnu stjórnvalda um að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni og styrkir um leið svæðisbundið hlutverk Akureyrar sem stærsta þéttbýliskjarnans á landsbyggðinni. Síðustu ár hefur hugsun og menning þeirra sem ákveða hvar störf eru unnin tekið miklum breytingum. Við vitum að það er ekki nóg að búa til stefnur og aðgerðaráætlanir því á endanum þarf fólk til þess að færa störf og hér hefir það tekist með góðum hætti. Við vinnum eftir nýjum gildum, staðbundin störf þurfa ekki að vera staðbundin við höfuðborgarsvæðið, með tilkomu rafrænnar stjórnsýslu vitum við að það er hægt að byggja upp og byggja undir starfstöðvar víða um land. Mikilvægi sérfræðistarfa á landsbyggðinni er augljóst. Sérfræðistörf eru hvort tveggja mikilvæg fyrir samfélagið sem starfið er í sem og landsbyggðina í heild sinni. Við viljum að fólk eigi raunverulegt val um hvar það býr og starfar. Landsbyggðina hefur vantað opinber störf, sérfræðistörf og vel borgandi störf. Fleiri sérfræðistörf á landsbyggðinni stuðla að aukinni menntun á hverju svæði fyrir sig og þannig vex þekking hjá allri þjóðinni. Margir hverjir sem flytja á höfuðborgarsvæðið til náms eiga örðugt með að snúa aftur heim að námi loknu vegna skorts á góðum störfum. Með aukinni áherslu á óstaðbundin störf og flutning starfa sem þurfa ekki að vera staðbundin á höfuðborgarsvæðinu gefum við fólki aukin starfstækifæri í heimabyggð. Einstaklingar sem snúa aftur í heimahagana eða flytja í fyrsta sinn út á land auðga samfélagið á hverjum stað með margvíslegum hætti. Þannig samfélag viljum við skapa. Á fyrrnefndum fundi á Akureyri sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra einnig frá því að vinna starfshóps um borgarstefnu væri að hefjast. Í vinnu hópsins er það ekki aðeins höfuðborgin sem er undir heldur einnig svæðisborgin Akureyri. Þótt einhverjir hafi glott þegar við hér fyrir norðan byrjuðum að tala um Akureyri sem borg þá hefur umræðan þróast á þá leið að svæðisborgarhugtakið getur hjálpað okkur mjög við skilgreiningu á hlutverki Akureyrar og skyldum við nágrannasamfélögin. Ég hlakka til að fylgjast með þessari vinnu á næstu mánuðum. Við í Framsókn eigum okkur sterkar rætur um allt land. Það er í kjarna okkar sem Framsóknarfólks að vilja að byggðirnar hringinn í kringum landið fái að blómstra. Það verður gert með stefnumótun sem unnin er í góðri samvinnu við heimafólk og markvissum aðgerðum sem skapa blómlegar byggðir. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun