Segir Haaland sleppa við ummælin sem hún fái vegna bikinímynda Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2022 15:30 Ana Maria Markovic leikur með Grasshopper í Sviss en hefur hug á að komast í ensku úrvalsdeildina. Instagram/@anamxrkovic Króatíska landsliðskonan Ana Maria Markovic, sem er með yfir milljón fylgjendur á Instagram, segir talsverðan mun á viðbrögðum fólks við því þegar hún birti baðfatamyndir af sér í samanburði við það þegar norski landsliðsmaðurinn Erling Haaland geri slíkt hið sama. Markovic er 22 ára leikmaður Grasshopper í Sviss. Í viðtali við 20 Minuten segist hún hafa fengið tilboð frá félögum í efstu deildum Englands og Þýskalands í sumar en ákveðið að dvelja eitt ár í viðbót í Sviss, þó að hún stefni til Englands síðar. Í viðtalinu ræðir hún einnig um ummæli sín frá því síðasta vetur, þegar hún kvaðst ósátt við fjölmiðla sem lýstu henni sem „kynþokkafyllstu knattspyrnukonu heims“. Markovic sagðist engan áhuga hafa á að vera hlutgerð þannig, þó að hún hefði ekkert á móti því að vera sögð falleg, en ummæli hennar vöktu athygli víða um heim. „Eftir þetta held ég að margt fólk sé búið að sjá mig spila, sem sýnir að það er ekki bara upptekið af útlitinu mínu heldur hefur áhuga á frammistöðu minni sem íþróttakonu. Það er bara frammistaðan inni á vellinum sem skiptir máli, baráttan um hvern einasta bolta, en ekki andlitsfarðinn minn,“ segir Markovic í nýja viðtalinu við 20 Minuten. Hún var þá spurð hvort hún yrði einhvern tímann fyrir kynjamismunun, með niðrandi ummælum á samfélagsmiðlum, og svaraði: „Ég gef mönnum ekki færi á að dæma mig þannig. En það er munur þarna á milli karla og kvenna. Til dæmis ef að ég birti mynd af mér í bikiní á samfélagsmiðlum og Erling Haaland gerir það sama í sundbuxum, þá fær Erling alveg örugglega ekki sömu niðrandi, kynjatengdu ummæli,“ sagði Markovic. View this post on Instagram A post shared by Ana Maria Markovic (@anamxrkovic) View this post on Instagram A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) Hún er einnig landsliðskona Króatíu en segir að þar sé mikið meiri áhersla lögð á karlalandsliðið, sem vann til silfurverðlauna á síðasta heimsmeistaramóti. „Landsliðið er mjög sterkt en umgjörðin í kringum konurnar er bara ekki til staðar. Þetta sýnir líka muninn á milli fótbolta karla og kvenna. Við vorum látnar vera í ársgömlum æfingafötum karlalandsliðsins, og fengum þau í karlasniðum, og mér finnst vanta alla virðingu fyrir fótbolta kvenna þarna. Að sama skapi erum við með frábæra leikmenn eins og Ivana Rudelic [í Bayern München] og Leonarda Balog [í FC St. Pölten]. Fótbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Sjá meira
Markovic er 22 ára leikmaður Grasshopper í Sviss. Í viðtali við 20 Minuten segist hún hafa fengið tilboð frá félögum í efstu deildum Englands og Þýskalands í sumar en ákveðið að dvelja eitt ár í viðbót í Sviss, þó að hún stefni til Englands síðar. Í viðtalinu ræðir hún einnig um ummæli sín frá því síðasta vetur, þegar hún kvaðst ósátt við fjölmiðla sem lýstu henni sem „kynþokkafyllstu knattspyrnukonu heims“. Markovic sagðist engan áhuga hafa á að vera hlutgerð þannig, þó að hún hefði ekkert á móti því að vera sögð falleg, en ummæli hennar vöktu athygli víða um heim. „Eftir þetta held ég að margt fólk sé búið að sjá mig spila, sem sýnir að það er ekki bara upptekið af útlitinu mínu heldur hefur áhuga á frammistöðu minni sem íþróttakonu. Það er bara frammistaðan inni á vellinum sem skiptir máli, baráttan um hvern einasta bolta, en ekki andlitsfarðinn minn,“ segir Markovic í nýja viðtalinu við 20 Minuten. Hún var þá spurð hvort hún yrði einhvern tímann fyrir kynjamismunun, með niðrandi ummælum á samfélagsmiðlum, og svaraði: „Ég gef mönnum ekki færi á að dæma mig þannig. En það er munur þarna á milli karla og kvenna. Til dæmis ef að ég birti mynd af mér í bikiní á samfélagsmiðlum og Erling Haaland gerir það sama í sundbuxum, þá fær Erling alveg örugglega ekki sömu niðrandi, kynjatengdu ummæli,“ sagði Markovic. View this post on Instagram A post shared by Ana Maria Markovic (@anamxrkovic) View this post on Instagram A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) Hún er einnig landsliðskona Króatíu en segir að þar sé mikið meiri áhersla lögð á karlalandsliðið, sem vann til silfurverðlauna á síðasta heimsmeistaramóti. „Landsliðið er mjög sterkt en umgjörðin í kringum konurnar er bara ekki til staðar. Þetta sýnir líka muninn á milli fótbolta karla og kvenna. Við vorum látnar vera í ársgömlum æfingafötum karlalandsliðsins, og fengum þau í karlasniðum, og mér finnst vanta alla virðingu fyrir fótbolta kvenna þarna. Að sama skapi erum við með frábæra leikmenn eins og Ivana Rudelic [í Bayern München] og Leonarda Balog [í FC St. Pölten].
Fótbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Sjá meira