Ekki orðið var við að auglýsendur séu hikandi vegna HM í Katar Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2022 14:01 Einar Logi Vignisson, auglýsingastjóri RÚV, segir að kostunaraðilar útsendinga RÚV vegna HM í Katar séu fjórir. Vísir Framkvæmdastjóri RÚV sölu segist ekki hafa orðið sérstaklega var við það að erfiðara hafi reynst að fá aðila til að auglýsa í tengslum við útsendingar RÚV frá heimsmeistaramótinu í fótbolta sem hefst í Katar síðar í mánuðinum. Staðan á sölunni muni þó koma betur í ljós þegar nær dregur mótinu. Norskir fjölmiðlar greindu frá því að í vikunni að þær sjónvarpsstöðvar sem sýna frá mótinu þar í landi – NRK og TV2 – hafi fundið fyrir því að auglýsendur séu meira hikandi en oft áður. Ástæðan sé umræðan um spillingu innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA og hvernig ákveðið hafi á sínum tíma verið ákveðið að mótið skyldi haldið í Katar. Sömuleiðis hafi gríðarmikið verið fjallað um umfangsmikil brot á mannréttindum verkafólks í tengslum við smíði leikvanga í Katar þar sem leikirnir verða spilaðir. Ekki orðið var við umræðuna í samtali við kollega erlendis Einar Logi Vignisson, framkvæmdastjóri RÚV sölu, segir stöðuna í tenglum við auglýsingasölu RÚV vegna HM í raun vera ágæta. „Mesti munurinn fyrir okkur er að mótið er haldið að vetrarlagi að þessu sinni. Vanalega er mótið haldið að sumarlagi, sem er alla jafna rólegri tími í auglýsingasölu.“ Ef frá er talin þessi umræða í Noregi segist Einar Logi ekki hafa orðið sérstaklega var við það í samtölum við kollega erlendis hjá alþjóðasamtökum sem RÚV sala á aðild að, að auglýsendur séu meira hikandi en vanalega. „Nei, ég hef ekki orðið var við það. Það er samt auðvitað erfitt að segja. Ef menn vilja ekki auglýsa þá eru menn ekki endilega að segja okkur af hverju ekki. Pantanirnar koma. Það er þannig sem þetta virkar.“ Fjórir kostunaraðilar að þessu sinni Einar Logi segir sömuleiðis að annar stór þáttur sem hafi áhrif á söluna nú, samanborið við HM í Rússlandi 2018, sé að sjálfsögðu sá að Ísland keppir ekki á mótinu nú. Hann segir að vel hafi gengið að finna kostunaraðila fyrir útsendingar RÚV vegna heimsmeistaramótsins. Þeir séu fjórir að þessu sinni – Netgíró, ELKO, Lottó/Getraunir og KIA. „En það er of snemmt að segja til um það hvernig þetta mót kemur út. Við rennum svolítið blint í sjóinn með þetta. Þetta er á öðrum árstíma en vanalega og það er öðruvísi mengi auglýsenda en venjulega, þar sem mótið fer nú fram að vetrarlagi. Það er engin sjónvarpsstöð sem fagnar því að þetta skuli vera svona. Það er að mörgu leyti miklu betra að þetta sé að sumarlagi, þar sem þegar þetta er að sumarlagi þá skapar þetta frekar viðbótartekjur fyrir miðlana þar sem þetta kemur á tíma þegar annars er mjög lítið í gangi. Nú kemur þetta inn í jólaösina. Að því leytinu gerum við ráð fyrir að ekki verði jafn miklar tekjur af þessu móti og venjulega.“ Auglýsinga- og markaðsmál HM 2022 í Katar Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mannréttindi Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Norskir fjölmiðlar greindu frá því að í vikunni að þær sjónvarpsstöðvar sem sýna frá mótinu þar í landi – NRK og TV2 – hafi fundið fyrir því að auglýsendur séu meira hikandi en oft áður. Ástæðan sé umræðan um spillingu innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA og hvernig ákveðið hafi á sínum tíma verið ákveðið að mótið skyldi haldið í Katar. Sömuleiðis hafi gríðarmikið verið fjallað um umfangsmikil brot á mannréttindum verkafólks í tengslum við smíði leikvanga í Katar þar sem leikirnir verða spilaðir. Ekki orðið var við umræðuna í samtali við kollega erlendis Einar Logi Vignisson, framkvæmdastjóri RÚV sölu, segir stöðuna í tenglum við auglýsingasölu RÚV vegna HM í raun vera ágæta. „Mesti munurinn fyrir okkur er að mótið er haldið að vetrarlagi að þessu sinni. Vanalega er mótið haldið að sumarlagi, sem er alla jafna rólegri tími í auglýsingasölu.“ Ef frá er talin þessi umræða í Noregi segist Einar Logi ekki hafa orðið sérstaklega var við það í samtölum við kollega erlendis hjá alþjóðasamtökum sem RÚV sala á aðild að, að auglýsendur séu meira hikandi en vanalega. „Nei, ég hef ekki orðið var við það. Það er samt auðvitað erfitt að segja. Ef menn vilja ekki auglýsa þá eru menn ekki endilega að segja okkur af hverju ekki. Pantanirnar koma. Það er þannig sem þetta virkar.“ Fjórir kostunaraðilar að þessu sinni Einar Logi segir sömuleiðis að annar stór þáttur sem hafi áhrif á söluna nú, samanborið við HM í Rússlandi 2018, sé að sjálfsögðu sá að Ísland keppir ekki á mótinu nú. Hann segir að vel hafi gengið að finna kostunaraðila fyrir útsendingar RÚV vegna heimsmeistaramótsins. Þeir séu fjórir að þessu sinni – Netgíró, ELKO, Lottó/Getraunir og KIA. „En það er of snemmt að segja til um það hvernig þetta mót kemur út. Við rennum svolítið blint í sjóinn með þetta. Þetta er á öðrum árstíma en vanalega og það er öðruvísi mengi auglýsenda en venjulega, þar sem mótið fer nú fram að vetrarlagi. Það er engin sjónvarpsstöð sem fagnar því að þetta skuli vera svona. Það er að mörgu leyti miklu betra að þetta sé að sumarlagi, þar sem þegar þetta er að sumarlagi þá skapar þetta frekar viðbótartekjur fyrir miðlana þar sem þetta kemur á tíma þegar annars er mjög lítið í gangi. Nú kemur þetta inn í jólaösina. Að því leytinu gerum við ráð fyrir að ekki verði jafn miklar tekjur af þessu móti og venjulega.“
Auglýsinga- og markaðsmál HM 2022 í Katar Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mannréttindi Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira