Þegar lækningin er verri en sjúkdómurinn Jón Ingi Hákonarson skrifar 3. nóvember 2022 11:00 Stjórnvöld hafa vitað af 200 milljarða gati Íbúðalánasjóðs frá 2013 í það minnsta. Þá var tekin ákvörðun um að gera ekki neitt. Þá var ákveðið að þetta yrði vandamál annarrar ríkisstjórnar. Það þýðir að gefin voru út þau skilmerkilegu skilaboð að ríkið hygðist standa sig sem ábyrgðaraðili á útgefnum skuldabréfum sjóðsins. Bréfin hafa síðan gengið kaupum og sölum á markaði. Það að ábyrgðaraðili lánasafnsins íhugi það áratug seinna að koma sér undan þessum skyldum sínum er ein versta ákvörðun sem tekin hefur verið í íslenskri pólitík. Að telja okkur trú um að verið sé að spara þjóðinni hátt í fimmtíu milljarða er í besta falli arfaslakur brandari, í versta falli álitshnekkir og skemmdarverk á íslenskum fjármálamarkaði sem mun kosta Íslendinga mun meira en fimmtíu milljarða. Það skiptir máli að horfa fórnarkostnaðinn. Í þessu tilviki mun traust á skuldabréfaútgáfu ríkisins minnka með lakari lánakjörum. Hver ætti að treysta ríkisvaldi sem breytir leikreglum í hálfleik sér í vil? Þannig haga sér bara ríki sem við viljum ekki nefna í sömu andrá og Ísland. Lífeyrissjóðum er ekki heimilt að semja um það að lækka höfuðstól eigna sinna, slíkt væri lögbrot. Lífeyrissjóðum ber að innheimta hverja einustu krónu. Það að ráðherra tali fyrir samningum við sjóðina er með ólíkindum. Málið myndi alltaf enda fyrir dómstólum og ef ríkið myndi vinna það mál er trúverðugleiki íslenska ríkisins á lánamarkaði laskað með ófyrirséðum afleiðingum um langa framtíð. Þegar, fjármálaráðherra flokks sem telur sig vinna samkvæmt markaðslögmálum, tekur ákvörðun sem aðalritarar kommúnistaflokka gömlu Sovét gætu verið stoltir af, kárnar gamanið. En hvað á að gera? Ákvörðunin var tekin fyrir rúmum tíu árum. Ákvörðunin var sú að gera ekki neitt. Afleiðing þeirrar ákvörðunar er sú að ríkissjóður tekur skellinn. Það hefði verið hægt að lágmarka tjónið þá með því að gera ráðstafanir. Hvort aðgerðaleysið sé afleiðing skilningsleysis, skeytingarleysis eða hreinlega vegna þess að menn hafi talið að aðgerðaleysi væri skásti kosturinn veit ég ekki. En hitt veit ég að ákvörðunin um að taka ekki ákvörðun var niðurstaðan. Sú leið sem nú er verið að íhuga er líklega versti kosturinn í stöðunni, þar sem fjárhagstjón og laskað traust er niðurstaðan. Enn og aftur erum við sjálfum okkur verst. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá búum við í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi en högum okkur eins og við séum ein í heiminum og engum háð. Hrun bankanna 2008 var að mestu heimatilbúið og þrot Íbúðalánsjóðs er heimatilbúið. Við erum reynslumikil þjóð en stjórnvöldum gengur oft illa að læra af reynslunni okkur til hagsbóta. Enn og aftur þarf íslenska þjóðin að taka á sig hundruð milljarða tjón. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson ÍL-sjóður Mest lesið Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa vitað af 200 milljarða gati Íbúðalánasjóðs frá 2013 í það minnsta. Þá var tekin ákvörðun um að gera ekki neitt. Þá var ákveðið að þetta yrði vandamál annarrar ríkisstjórnar. Það þýðir að gefin voru út þau skilmerkilegu skilaboð að ríkið hygðist standa sig sem ábyrgðaraðili á útgefnum skuldabréfum sjóðsins. Bréfin hafa síðan gengið kaupum og sölum á markaði. Það að ábyrgðaraðili lánasafnsins íhugi það áratug seinna að koma sér undan þessum skyldum sínum er ein versta ákvörðun sem tekin hefur verið í íslenskri pólitík. Að telja okkur trú um að verið sé að spara þjóðinni hátt í fimmtíu milljarða er í besta falli arfaslakur brandari, í versta falli álitshnekkir og skemmdarverk á íslenskum fjármálamarkaði sem mun kosta Íslendinga mun meira en fimmtíu milljarða. Það skiptir máli að horfa fórnarkostnaðinn. Í þessu tilviki mun traust á skuldabréfaútgáfu ríkisins minnka með lakari lánakjörum. Hver ætti að treysta ríkisvaldi sem breytir leikreglum í hálfleik sér í vil? Þannig haga sér bara ríki sem við viljum ekki nefna í sömu andrá og Ísland. Lífeyrissjóðum er ekki heimilt að semja um það að lækka höfuðstól eigna sinna, slíkt væri lögbrot. Lífeyrissjóðum ber að innheimta hverja einustu krónu. Það að ráðherra tali fyrir samningum við sjóðina er með ólíkindum. Málið myndi alltaf enda fyrir dómstólum og ef ríkið myndi vinna það mál er trúverðugleiki íslenska ríkisins á lánamarkaði laskað með ófyrirséðum afleiðingum um langa framtíð. Þegar, fjármálaráðherra flokks sem telur sig vinna samkvæmt markaðslögmálum, tekur ákvörðun sem aðalritarar kommúnistaflokka gömlu Sovét gætu verið stoltir af, kárnar gamanið. En hvað á að gera? Ákvörðunin var tekin fyrir rúmum tíu árum. Ákvörðunin var sú að gera ekki neitt. Afleiðing þeirrar ákvörðunar er sú að ríkissjóður tekur skellinn. Það hefði verið hægt að lágmarka tjónið þá með því að gera ráðstafanir. Hvort aðgerðaleysið sé afleiðing skilningsleysis, skeytingarleysis eða hreinlega vegna þess að menn hafi talið að aðgerðaleysi væri skásti kosturinn veit ég ekki. En hitt veit ég að ákvörðunin um að taka ekki ákvörðun var niðurstaðan. Sú leið sem nú er verið að íhuga er líklega versti kosturinn í stöðunni, þar sem fjárhagstjón og laskað traust er niðurstaðan. Enn og aftur erum við sjálfum okkur verst. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá búum við í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi en högum okkur eins og við séum ein í heiminum og engum háð. Hrun bankanna 2008 var að mestu heimatilbúið og þrot Íbúðalánsjóðs er heimatilbúið. Við erum reynslumikil þjóð en stjórnvöldum gengur oft illa að læra af reynslunni okkur til hagsbóta. Enn og aftur þarf íslenska þjóðin að taka á sig hundruð milljarða tjón. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun