Hvað næst? Sykurskattur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2022 13:31 Fyrirætlanir stjórnvalda um veggjöld fela einfaldlega í sér skattahækkun. Bifreiðaeigendum, sem þegar eru að greiða háar fjárhæðir til hins opinbera vegna bifreiða sinna, verður þannig gert að greiða enn meira með þeim rökum að eigendur annarra bifreiða séu ekki lengur að gera það. Skilaboðin til þeirra eru þau að vilji þeir losna við þessa auknu skattheimtu geti þeir einfaldlega bara keypt sér öðruvísi bifreiðar. Talað er gjarnan um það að þeir sem noti tiltekna opinbera þjónustu eigi að greiða fyrir hana. Það er allt gott og blessað. Bifreiðaeigendur hafa hins vegar greitt fúlgur fjár fyrir umrædda þjónustu áratugum saman. Stór hluti af þeim fjármunum hefur ekki farið í samgöngumál sem var réttlætingin fyrir gjaldtökunni. Þeir hafa farið í annað. Og nú vantar meira. Eins og alltaf. Ekki sízt til þess að fjármagna Borgarlínuna!Minnt var réttilega á það í ályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á dögunum að skattkerfinu ætti ekki að beita til þess að stýra neyzluhegðun og spurt að gefnu tilefni hvort vænta mætti sykurskatts í náinni framtíð. Hver er enda í raun munurinn á því að stjórnvöld reyni að stjórna því hvernig ökutæki fólk kaupir og því hvort það kýs að neyta sykraðra matvæla eða ekki? Viðbrögð úr röðum þeirra, sem varið hafa þessa neyzlustýringu, hafa þannig gjarnan verið þau að segja að fólk geti einfaldlega fengið sér rafbíl til þess að þurfa ekki að greiða eins mikið til hins opinbera. Það væri vitanlega eins hægt að segja fólki að hætta einfaldlega að neyta sykraðra matvæla til þess að þurfa ekki að greiða sykurskatt. Hvenær varð það stefna Sjálfstæðisflokksins að stýra neyzluhegðun?Vafalaust hljóma „skattalegir hvatar“ vel í eyrum margra en í raun er þar ekki um annað að ræða en fegrað orðlag yfir opinbera neyzlustýringu. Væri ekki nær að láta einfaldlega markaðinn um málið? Er það ekki nægur hvati að rafmagn sé miklu ódýrari orkugjafi en bensíns og dísilolía? Er þannig ekki rétt að láta slíka markaðslega hvata um málið? Er það ekki í anda Sjálfstæðisflokksins? Þarf líka opinbera neyzlustýringu?Vonandi bera landsfundarfulltrúar gæfu til þess að hafna slíkri opinberri neyzlustýringu. Talsvert skárra væri ef önnur gjöld væru lækkuð á móti á umrædda bifreiðaeigendur sem næmi samsvarandi fjárhæðum. Það stendur hins vegar ekki til. Fyrir vikið er einfaldlega um skattahækkun að ræða hvernig sem á málið er litið. Þeir eiga bæði að greiða gömlu opinberu gjöldin og þau nýju. Nema þeir breyti neyzlu sinni. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Vegtollar Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirætlanir stjórnvalda um veggjöld fela einfaldlega í sér skattahækkun. Bifreiðaeigendum, sem þegar eru að greiða háar fjárhæðir til hins opinbera vegna bifreiða sinna, verður þannig gert að greiða enn meira með þeim rökum að eigendur annarra bifreiða séu ekki lengur að gera það. Skilaboðin til þeirra eru þau að vilji þeir losna við þessa auknu skattheimtu geti þeir einfaldlega bara keypt sér öðruvísi bifreiðar. Talað er gjarnan um það að þeir sem noti tiltekna opinbera þjónustu eigi að greiða fyrir hana. Það er allt gott og blessað. Bifreiðaeigendur hafa hins vegar greitt fúlgur fjár fyrir umrædda þjónustu áratugum saman. Stór hluti af þeim fjármunum hefur ekki farið í samgöngumál sem var réttlætingin fyrir gjaldtökunni. Þeir hafa farið í annað. Og nú vantar meira. Eins og alltaf. Ekki sízt til þess að fjármagna Borgarlínuna!Minnt var réttilega á það í ályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á dögunum að skattkerfinu ætti ekki að beita til þess að stýra neyzluhegðun og spurt að gefnu tilefni hvort vænta mætti sykurskatts í náinni framtíð. Hver er enda í raun munurinn á því að stjórnvöld reyni að stjórna því hvernig ökutæki fólk kaupir og því hvort það kýs að neyta sykraðra matvæla eða ekki? Viðbrögð úr röðum þeirra, sem varið hafa þessa neyzlustýringu, hafa þannig gjarnan verið þau að segja að fólk geti einfaldlega fengið sér rafbíl til þess að þurfa ekki að greiða eins mikið til hins opinbera. Það væri vitanlega eins hægt að segja fólki að hætta einfaldlega að neyta sykraðra matvæla til þess að þurfa ekki að greiða sykurskatt. Hvenær varð það stefna Sjálfstæðisflokksins að stýra neyzluhegðun?Vafalaust hljóma „skattalegir hvatar“ vel í eyrum margra en í raun er þar ekki um annað að ræða en fegrað orðlag yfir opinbera neyzlustýringu. Væri ekki nær að láta einfaldlega markaðinn um málið? Er það ekki nægur hvati að rafmagn sé miklu ódýrari orkugjafi en bensíns og dísilolía? Er þannig ekki rétt að láta slíka markaðslega hvata um málið? Er það ekki í anda Sjálfstæðisflokksins? Þarf líka opinbera neyzlustýringu?Vonandi bera landsfundarfulltrúar gæfu til þess að hafna slíkri opinberri neyzlustýringu. Talsvert skárra væri ef önnur gjöld væru lækkuð á móti á umrædda bifreiðaeigendur sem næmi samsvarandi fjárhæðum. Það stendur hins vegar ekki til. Fyrir vikið er einfaldlega um skattahækkun að ræða hvernig sem á málið er litið. Þeir eiga bæði að greiða gömlu opinberu gjöldin og þau nýju. Nema þeir breyti neyzlu sinni. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar