Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Þ. 105-97 | Fjórði sigur meistaranna í röð Andri Már Eggertsson skrifar 3. nóvember 2022 22:18 Kári Jónsson og félagar í Val eru ríkjandi Íslandsmeistarar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Valur vann sinn fjórða leik í röð í Subway deildinni. Valur sýndi mikla yfirburði snemma í leiknum og Þór Þorlákshöfn náði sér ekki á strik fyrr en í fjórða leikhluta sem var of seint. Valur vann á endanum átta stiga sigur 105-97. Þór hefur tapað öllum fimm leikjum og fer í landsleikjapásuna í neðsta sæti deildarinnar. Leikurinn fór fjörlega af stað þar sem liðin skiptust á körfum. Kristófer Acox var vel innstilltir strax í byrjun og tók yfir leikinn um miðjan fyrsta leikhluta. Kristófer byrjaði á að setja niður tvö vítaskot sem vakti björninn þar sem hann fylgdi því eftir með tveimur troðslu og allt í allt gerði Kristófer 12 stig í röð fyrri heimamenn. Maður beið einfaldlega eftir því að reykskynjarinn færi í gang í Origo-höllinni hann var það heitur. Valsmenn fylgdi góðu fordæmi Kristófers eftir og gerðu heimamenn 36 stig í fyrsta fjórðungi og voru tíu stigum yfir 36-26. Það var fátt sem stöðvaði sóknarleik Vals í öðrum leikhluta. Þegar annar leikhluti var hálfnaður voru heimamenn sautján stigum yfir. Gestunum tókst þó aðeins að saxa niður forskot Vals. Staðan í hálfleik var 61-50. Það var með ólíkindum að Þór Þorlákshöfn væri ellefu stigum undir í hálfleik með 60 prósent skotnýtingu sem var tveimur prósentum meira en Valur. Þórsarar tóku hins vegar aðeins níu fráköst en fengu á sig tíu sóknarfráköst. Í þriðja leikhluta tókst Þór Þorlákshöfn ekki að leysa stærsta vandamál fyrri hálfleiks sem var varnarleikurinn. Valsmenn héldu áfram að fara auðveldlega í átt að hringnum ásamt því að fá opin skot og taka sóknarfráköst þegar skotin klikkuðu. Valur var fimmtán stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Þór Þorlákshöfn var ekki á því að leggja árar í bát heldur gerðu fjórtán stig í röð snemma í fjórða leikhluta og minnkuðu forskot Vals niður í níu stig og þá tók Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, leikhlé. Þór Þorlákshöfn minnkaði muninn minnst niður í sex stig en nær komust gestirnir ekki og Valur vann að lokum átta stiga sigur 105-97. Af hverju vann Valur? Valur spilaði frábærlega í þremur leikhlutum. Valur komst með 23 stigum yfir sem reyndist vera of stór biti fyrir Þór Þorlákshöfn sem kom til baka í fjórða leikhluta. Hverjir stóðu upp úr Kristófer Acox var á eldi í fyrsta leikhluta þegar hann gerði tólf stig á tæplega þremur mínútum. Kristófer endaði á að gera 17 stig og taka 11 fráköst. Kristófer var framlagshæstur hjá Val með 25 framlagspunkta. Kári Jónsson endaði einnig með tvöfalda tvennu. Kári gerði 18 stig og gaf 12 stoðsendingar. Kári skilaði 23 framlagspunktum. Hvað gekk illa? Varnarleikur Þórs Þorlákshafnar var lélegur sérstaklega til að byrja með þar sem Valur gerði 36 stig í fyrsta leikhluta. Í fyrri hálfleik tók Þór Þorlákshöfn aðeins 9 fráköst á meðan tók Valur 10 sóknarfráköst í fyrri hálfleik. Þetta var lélegasti leikur Styrmis Snæs Þrastarssonar sem gerði aðeins fimm stig úr tíu prósent skotnýtingu. Bróðir hans Tómas Valur var einnig með fimm stig. Í áhlaupi Þórs í fjórða leikhluta voru þeir báðir á bekknum. Hvað gerist næst? Nú tekur við landsleikjahlé. Næsti leikur Vals er fimmtudaginn 20. nóvember klukkan 20:15. Föstudaginn 21. nóvember mætast Keflavík og Þór Þorlákshöfn klukkan 20:15. Lárus: Misstum leikinn frá okkur í fyrsta leikhluta Lárus Jónsson var svekktur með fyrstu þrjá leikhlutana í kvöld Vísir/Hulda Margrét Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var ánægður með síðasta fjórðung Þórs í kvöld. „Við misstum leikinn frá okkur í fyrsta leikhluta sem hefur verið saga tímabilsins. Valur gerði ellefu stig eftir sóknarfráköst. Við gerðum þetta að leik þegar Emil og Davíð Arnar komu inn á með orku og talanda,“ sagði Lárus Jónsson í viðtali eftir leik. Sóknarfráköst Vals voru að fara illa með Þór Þorlákshöfn í fyrri hálfleik þar sem Þór tók aðeins níu fráköst á meðan Valur tók tíu sóknarfráköst. „Valur fékk ellefu stig eftir sóknarfráköst þar var munurinn. Í seinni hálfleik vorum við flatir til að byrja með en í fjórða leikhluta breyttist það. Valur var bara með fjögur sóknarfráköst í seinni hálfleik.“ Nú tekur við landsleikjapása. Þór Þorlákshöfn hefur tapað öllum fimm leikjunum en Lárus ætlaði ekki að rífa í handbremsuna. „Við tókum gott spjall inn í klefa eftir þennan leik um hvernig við ætlum að mæta betur inn í leikina. Við ætlum síðan að vinna í okkar málum í þessari pásu,“ sagði Lárus Jónsson að lokum. Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Körfubolti
Valur vann sinn fjórða leik í röð í Subway deildinni. Valur sýndi mikla yfirburði snemma í leiknum og Þór Þorlákshöfn náði sér ekki á strik fyrr en í fjórða leikhluta sem var of seint. Valur vann á endanum átta stiga sigur 105-97. Þór hefur tapað öllum fimm leikjum og fer í landsleikjapásuna í neðsta sæti deildarinnar. Leikurinn fór fjörlega af stað þar sem liðin skiptust á körfum. Kristófer Acox var vel innstilltir strax í byrjun og tók yfir leikinn um miðjan fyrsta leikhluta. Kristófer byrjaði á að setja niður tvö vítaskot sem vakti björninn þar sem hann fylgdi því eftir með tveimur troðslu og allt í allt gerði Kristófer 12 stig í röð fyrri heimamenn. Maður beið einfaldlega eftir því að reykskynjarinn færi í gang í Origo-höllinni hann var það heitur. Valsmenn fylgdi góðu fordæmi Kristófers eftir og gerðu heimamenn 36 stig í fyrsta fjórðungi og voru tíu stigum yfir 36-26. Það var fátt sem stöðvaði sóknarleik Vals í öðrum leikhluta. Þegar annar leikhluti var hálfnaður voru heimamenn sautján stigum yfir. Gestunum tókst þó aðeins að saxa niður forskot Vals. Staðan í hálfleik var 61-50. Það var með ólíkindum að Þór Þorlákshöfn væri ellefu stigum undir í hálfleik með 60 prósent skotnýtingu sem var tveimur prósentum meira en Valur. Þórsarar tóku hins vegar aðeins níu fráköst en fengu á sig tíu sóknarfráköst. Í þriðja leikhluta tókst Þór Þorlákshöfn ekki að leysa stærsta vandamál fyrri hálfleiks sem var varnarleikurinn. Valsmenn héldu áfram að fara auðveldlega í átt að hringnum ásamt því að fá opin skot og taka sóknarfráköst þegar skotin klikkuðu. Valur var fimmtán stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Þór Þorlákshöfn var ekki á því að leggja árar í bát heldur gerðu fjórtán stig í röð snemma í fjórða leikhluta og minnkuðu forskot Vals niður í níu stig og þá tók Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, leikhlé. Þór Þorlákshöfn minnkaði muninn minnst niður í sex stig en nær komust gestirnir ekki og Valur vann að lokum átta stiga sigur 105-97. Af hverju vann Valur? Valur spilaði frábærlega í þremur leikhlutum. Valur komst með 23 stigum yfir sem reyndist vera of stór biti fyrir Þór Þorlákshöfn sem kom til baka í fjórða leikhluta. Hverjir stóðu upp úr Kristófer Acox var á eldi í fyrsta leikhluta þegar hann gerði tólf stig á tæplega þremur mínútum. Kristófer endaði á að gera 17 stig og taka 11 fráköst. Kristófer var framlagshæstur hjá Val með 25 framlagspunkta. Kári Jónsson endaði einnig með tvöfalda tvennu. Kári gerði 18 stig og gaf 12 stoðsendingar. Kári skilaði 23 framlagspunktum. Hvað gekk illa? Varnarleikur Þórs Þorlákshafnar var lélegur sérstaklega til að byrja með þar sem Valur gerði 36 stig í fyrsta leikhluta. Í fyrri hálfleik tók Þór Þorlákshöfn aðeins 9 fráköst á meðan tók Valur 10 sóknarfráköst í fyrri hálfleik. Þetta var lélegasti leikur Styrmis Snæs Þrastarssonar sem gerði aðeins fimm stig úr tíu prósent skotnýtingu. Bróðir hans Tómas Valur var einnig með fimm stig. Í áhlaupi Þórs í fjórða leikhluta voru þeir báðir á bekknum. Hvað gerist næst? Nú tekur við landsleikjahlé. Næsti leikur Vals er fimmtudaginn 20. nóvember klukkan 20:15. Föstudaginn 21. nóvember mætast Keflavík og Þór Þorlákshöfn klukkan 20:15. Lárus: Misstum leikinn frá okkur í fyrsta leikhluta Lárus Jónsson var svekktur með fyrstu þrjá leikhlutana í kvöld Vísir/Hulda Margrét Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var ánægður með síðasta fjórðung Þórs í kvöld. „Við misstum leikinn frá okkur í fyrsta leikhluta sem hefur verið saga tímabilsins. Valur gerði ellefu stig eftir sóknarfráköst. Við gerðum þetta að leik þegar Emil og Davíð Arnar komu inn á með orku og talanda,“ sagði Lárus Jónsson í viðtali eftir leik. Sóknarfráköst Vals voru að fara illa með Þór Þorlákshöfn í fyrri hálfleik þar sem Þór tók aðeins níu fráköst á meðan Valur tók tíu sóknarfráköst. „Valur fékk ellefu stig eftir sóknarfráköst þar var munurinn. Í seinni hálfleik vorum við flatir til að byrja með en í fjórða leikhluta breyttist það. Valur var bara með fjögur sóknarfráköst í seinni hálfleik.“ Nú tekur við landsleikjapása. Þór Þorlákshöfn hefur tapað öllum fimm leikjunum en Lárus ætlaði ekki að rífa í handbremsuna. „Við tókum gott spjall inn í klefa eftir þennan leik um hvernig við ætlum að mæta betur inn í leikina. Við ætlum síðan að vinna í okkar málum í þessari pásu,“ sagði Lárus Jónsson að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum