Gott samfélag tryggir gott geðheilbrigði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 07:30 Liðin eru meira en tvö ár frá því að frumvarpið um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu var einróma samþykkt á þingi. Málið flutti ég ásamt þingflokki Viðreisnar og nítján öðrum þingmönnum úr öllum flokkum. Þverpólitísk samstaða náðist þannig um mikilvægar og löngu tímabærar breytingar. Hins vegar komu þær ekki til framkvæmda fyrr en löngu seinna. Fyrir skömmu var tilkynnt að Sjúkratryggingar Íslands hefðu gert einhliða rammasamning við sálfræðinga um þjónustuna. Þó kemur hvergi fram hversu miklu fjármagni stendur til að verja til málsins. Þá kemur heldur ekki nógu skýrt fram hverjir geta notið niðurgreiddu þjónustunnar eða hve margir tímar af sálfræðimeðferð fást niðurgreiddir. Sálfræðingar hafa gagnrýnt þetta og spurt hvers vegna samtalið við stéttina hafi ekki verið meira en þetta. Samningurinn er skref í rétta átt en því miður virðist sem upphaflegum markmiðum frumvarpsins hafi ekki verið fylgt nógu vel eftir. Ýmsum spurningum er líka enn ósvarað. Slík óvissa kemur sér afar illa fyrir sálfræðinga og ekki síst skjólstæðinga þeirra. Um leið og frekari skýringa er þörf er sömuleiðis mikilvægt að aðgengi að þjónustunni verði aukið enn frekar, eins og lagt var upp með í byrjun, enda þörfin mikil og vandamálin aðkallandi. Andleg heilsa á að vera metin jöfn líkamlegri heilsu. Því er ekki nema sjálfsagt að þjónustan sé veitt eins og hver önnur heilbrigðisþjónusta. Öllu máli skiptir að almenningur hafi greiðan aðgang að aðstoð, ekki síst ungt og tekjulágt fólk sem hingað til hefur þurft að neita sér um þessa lífsnauðsynlegu þjónustu, með tilheyrandi afleiðingum fyrir hópana sjálfa og samfélagið í heild, eins og við sjáum helst í hrakandi geðheilsu og vaxandi örorku. Gott samfélag sér til þess að hjálparþurfi einstaklingar komi ekki að lokuðum dyrum og neyðist til að bera harm sinn í hljóði. Skyldur okkar í stjórnmálum eru því ríkar. Málinu þarf að fylgja eftir af fullum krafti svo tryggja megi viðunandi þjónustu fyrir alla hópa óháð aðstæðum og efnahag. Gleymum ekki að góðu samfélagi ber að tryggja gott geðheilbrigði. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Liðin eru meira en tvö ár frá því að frumvarpið um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu var einróma samþykkt á þingi. Málið flutti ég ásamt þingflokki Viðreisnar og nítján öðrum þingmönnum úr öllum flokkum. Þverpólitísk samstaða náðist þannig um mikilvægar og löngu tímabærar breytingar. Hins vegar komu þær ekki til framkvæmda fyrr en löngu seinna. Fyrir skömmu var tilkynnt að Sjúkratryggingar Íslands hefðu gert einhliða rammasamning við sálfræðinga um þjónustuna. Þó kemur hvergi fram hversu miklu fjármagni stendur til að verja til málsins. Þá kemur heldur ekki nógu skýrt fram hverjir geta notið niðurgreiddu þjónustunnar eða hve margir tímar af sálfræðimeðferð fást niðurgreiddir. Sálfræðingar hafa gagnrýnt þetta og spurt hvers vegna samtalið við stéttina hafi ekki verið meira en þetta. Samningurinn er skref í rétta átt en því miður virðist sem upphaflegum markmiðum frumvarpsins hafi ekki verið fylgt nógu vel eftir. Ýmsum spurningum er líka enn ósvarað. Slík óvissa kemur sér afar illa fyrir sálfræðinga og ekki síst skjólstæðinga þeirra. Um leið og frekari skýringa er þörf er sömuleiðis mikilvægt að aðgengi að þjónustunni verði aukið enn frekar, eins og lagt var upp með í byrjun, enda þörfin mikil og vandamálin aðkallandi. Andleg heilsa á að vera metin jöfn líkamlegri heilsu. Því er ekki nema sjálfsagt að þjónustan sé veitt eins og hver önnur heilbrigðisþjónusta. Öllu máli skiptir að almenningur hafi greiðan aðgang að aðstoð, ekki síst ungt og tekjulágt fólk sem hingað til hefur þurft að neita sér um þessa lífsnauðsynlegu þjónustu, með tilheyrandi afleiðingum fyrir hópana sjálfa og samfélagið í heild, eins og við sjáum helst í hrakandi geðheilsu og vaxandi örorku. Gott samfélag sér til þess að hjálparþurfi einstaklingar komi ekki að lokuðum dyrum og neyðist til að bera harm sinn í hljóði. Skyldur okkar í stjórnmálum eru því ríkar. Málinu þarf að fylgja eftir af fullum krafti svo tryggja megi viðunandi þjónustu fyrir alla hópa óháð aðstæðum og efnahag. Gleymum ekki að góðu samfélagi ber að tryggja gott geðheilbrigði. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun