Áttundi þrjátíu stiga leikur Doncic í röð Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2022 09:29 Luka Doncic hefur farið frábærlega af stað á tímabilinu með Dallas Mavericks. Vísir/Getty Luka Doncic heldur áfram frábærri spilamennsku sinni í NBA deildinni í körfuknattleik en hann skoraði meira en þrjátíu stig áttunda leikinn í röð þegar lið hans Dallas Mavericks lagði Toronto Raptors í nótt. Doncic skoraði 35 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í 111-110 sigri Dallas liðsins. Hann er nú búinn að skora meira en þrjátíu stig í átta leikjum í röð í upphafi tímabilsins og jafnaði þar með metið yfir næst bestu byrjun leikmanns í deildinni. Tímabilið 1959-60 skoraði Wilt Chamberlain einnig þrjátíu stig eða meira í fyrstu átta leikjum sínum en hann á sjálfur metið frá tímabilinu 1962-63 þegar hann skoraði meira en þrjátíu stig í fyrstu tuttugu og þremur leikjum sínum á tímabilinu. Doncic á því enn nokkuð í land ætli hann sér að slá það met. Luka Don i has now joined Wilt Chamberlain as the only players in @NBA history to score 30+ points in 8-or-more consecutive games to begin a season.Chamberlain, first 8 games in 1959-60Chamberlain, first 23 games in 1962-63*Don i , first 8 games in 2022-23 pic.twitter.com/5I2qeyYtPY— Mavs PR (@MavsPR) November 5, 2022 Jerami Grant tryggði Portland Trailblazers sigur gegn Phoenix Suns með flautukörfu. Lokatölur 108-106 en Portland hefur farið vel af stað í deildinni og hefur unnið sex sigra í fyrstu átta leikjunum. Kevin Durant skoraði 28 stig, tók 9 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í sigri Brooklyn Nets gegn Washington Wizards. Brooklyn liðið lék án Ben Simmons og Kyrie Irving en liðið sagði þjálfaranum Steve Nash upp í vikunni eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Jerami Grant comes up CLUTCH in the closing moments for the @trailblazers! #TissotBuzzerBeater #ThisIsYourTime pic.twitter.com/0hqjivZ3xN— NBA (@NBA) November 5, 2022 Þá skellti Giannis Antetokounmpo í þrítugustu þreföldu tvennu sína á ferlinum þegar Milwaukee Bucks lagði Minnesota Timberwolves. Bucks eru enn ósigraðir í deildinni. Það gengur ekkert hjá LeBron James og félögum í Los Angeles Lakers en liðið tapaði sjötta leik sínum á tímabilinu þegar þeir biðu lægri hlut gegn sterku liði Utah Jazz. James skoraði 17 stig fyrir Lakes en Russell Westbrook var stigahæstur með 26 stig. Úrslit næturinnar í NBA-deildinni: Miami Heat - Indiana Paces 99-101 New York Knicks - Philadelphia 76ers 106-104 Brooklyn Nets - Washington Wizards 128-86 Chicago Bulls - Boston Celtics 119-123 Charlotte Hornets - Memphis Grizzlies 99-130 LA Clippers - San Antonio Spurs 113-106 Toronto Raptors - Dallas Mavericks 110-111 Golden State Warriors - New Orleans Pelicans 105-114 Milwaukee Bucks - Minnesota Timberwolves 115-102 Portland Trailblazers - Phoenix Suns 108-106 Utah Jazz - Los Angeles Lakers 130-116 NBA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira
Doncic skoraði 35 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í 111-110 sigri Dallas liðsins. Hann er nú búinn að skora meira en þrjátíu stig í átta leikjum í röð í upphafi tímabilsins og jafnaði þar með metið yfir næst bestu byrjun leikmanns í deildinni. Tímabilið 1959-60 skoraði Wilt Chamberlain einnig þrjátíu stig eða meira í fyrstu átta leikjum sínum en hann á sjálfur metið frá tímabilinu 1962-63 þegar hann skoraði meira en þrjátíu stig í fyrstu tuttugu og þremur leikjum sínum á tímabilinu. Doncic á því enn nokkuð í land ætli hann sér að slá það met. Luka Don i has now joined Wilt Chamberlain as the only players in @NBA history to score 30+ points in 8-or-more consecutive games to begin a season.Chamberlain, first 8 games in 1959-60Chamberlain, first 23 games in 1962-63*Don i , first 8 games in 2022-23 pic.twitter.com/5I2qeyYtPY— Mavs PR (@MavsPR) November 5, 2022 Jerami Grant tryggði Portland Trailblazers sigur gegn Phoenix Suns með flautukörfu. Lokatölur 108-106 en Portland hefur farið vel af stað í deildinni og hefur unnið sex sigra í fyrstu átta leikjunum. Kevin Durant skoraði 28 stig, tók 9 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í sigri Brooklyn Nets gegn Washington Wizards. Brooklyn liðið lék án Ben Simmons og Kyrie Irving en liðið sagði þjálfaranum Steve Nash upp í vikunni eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Jerami Grant comes up CLUTCH in the closing moments for the @trailblazers! #TissotBuzzerBeater #ThisIsYourTime pic.twitter.com/0hqjivZ3xN— NBA (@NBA) November 5, 2022 Þá skellti Giannis Antetokounmpo í þrítugustu þreföldu tvennu sína á ferlinum þegar Milwaukee Bucks lagði Minnesota Timberwolves. Bucks eru enn ósigraðir í deildinni. Það gengur ekkert hjá LeBron James og félögum í Los Angeles Lakers en liðið tapaði sjötta leik sínum á tímabilinu þegar þeir biðu lægri hlut gegn sterku liði Utah Jazz. James skoraði 17 stig fyrir Lakes en Russell Westbrook var stigahæstur með 26 stig. Úrslit næturinnar í NBA-deildinni: Miami Heat - Indiana Paces 99-101 New York Knicks - Philadelphia 76ers 106-104 Brooklyn Nets - Washington Wizards 128-86 Chicago Bulls - Boston Celtics 119-123 Charlotte Hornets - Memphis Grizzlies 99-130 LA Clippers - San Antonio Spurs 113-106 Toronto Raptors - Dallas Mavericks 110-111 Golden State Warriors - New Orleans Pelicans 105-114 Milwaukee Bucks - Minnesota Timberwolves 115-102 Portland Trailblazers - Phoenix Suns 108-106 Utah Jazz - Los Angeles Lakers 130-116
NBA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira