Áttundi þrjátíu stiga leikur Doncic í röð Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2022 09:29 Luka Doncic hefur farið frábærlega af stað á tímabilinu með Dallas Mavericks. Vísir/Getty Luka Doncic heldur áfram frábærri spilamennsku sinni í NBA deildinni í körfuknattleik en hann skoraði meira en þrjátíu stig áttunda leikinn í röð þegar lið hans Dallas Mavericks lagði Toronto Raptors í nótt. Doncic skoraði 35 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í 111-110 sigri Dallas liðsins. Hann er nú búinn að skora meira en þrjátíu stig í átta leikjum í röð í upphafi tímabilsins og jafnaði þar með metið yfir næst bestu byrjun leikmanns í deildinni. Tímabilið 1959-60 skoraði Wilt Chamberlain einnig þrjátíu stig eða meira í fyrstu átta leikjum sínum en hann á sjálfur metið frá tímabilinu 1962-63 þegar hann skoraði meira en þrjátíu stig í fyrstu tuttugu og þremur leikjum sínum á tímabilinu. Doncic á því enn nokkuð í land ætli hann sér að slá það met. Luka Don i has now joined Wilt Chamberlain as the only players in @NBA history to score 30+ points in 8-or-more consecutive games to begin a season.Chamberlain, first 8 games in 1959-60Chamberlain, first 23 games in 1962-63*Don i , first 8 games in 2022-23 pic.twitter.com/5I2qeyYtPY— Mavs PR (@MavsPR) November 5, 2022 Jerami Grant tryggði Portland Trailblazers sigur gegn Phoenix Suns með flautukörfu. Lokatölur 108-106 en Portland hefur farið vel af stað í deildinni og hefur unnið sex sigra í fyrstu átta leikjunum. Kevin Durant skoraði 28 stig, tók 9 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í sigri Brooklyn Nets gegn Washington Wizards. Brooklyn liðið lék án Ben Simmons og Kyrie Irving en liðið sagði þjálfaranum Steve Nash upp í vikunni eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Jerami Grant comes up CLUTCH in the closing moments for the @trailblazers! #TissotBuzzerBeater #ThisIsYourTime pic.twitter.com/0hqjivZ3xN— NBA (@NBA) November 5, 2022 Þá skellti Giannis Antetokounmpo í þrítugustu þreföldu tvennu sína á ferlinum þegar Milwaukee Bucks lagði Minnesota Timberwolves. Bucks eru enn ósigraðir í deildinni. Það gengur ekkert hjá LeBron James og félögum í Los Angeles Lakers en liðið tapaði sjötta leik sínum á tímabilinu þegar þeir biðu lægri hlut gegn sterku liði Utah Jazz. James skoraði 17 stig fyrir Lakes en Russell Westbrook var stigahæstur með 26 stig. Úrslit næturinnar í NBA-deildinni: Miami Heat - Indiana Paces 99-101 New York Knicks - Philadelphia 76ers 106-104 Brooklyn Nets - Washington Wizards 128-86 Chicago Bulls - Boston Celtics 119-123 Charlotte Hornets - Memphis Grizzlies 99-130 LA Clippers - San Antonio Spurs 113-106 Toronto Raptors - Dallas Mavericks 110-111 Golden State Warriors - New Orleans Pelicans 105-114 Milwaukee Bucks - Minnesota Timberwolves 115-102 Portland Trailblazers - Phoenix Suns 108-106 Utah Jazz - Los Angeles Lakers 130-116 NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
Doncic skoraði 35 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í 111-110 sigri Dallas liðsins. Hann er nú búinn að skora meira en þrjátíu stig í átta leikjum í röð í upphafi tímabilsins og jafnaði þar með metið yfir næst bestu byrjun leikmanns í deildinni. Tímabilið 1959-60 skoraði Wilt Chamberlain einnig þrjátíu stig eða meira í fyrstu átta leikjum sínum en hann á sjálfur metið frá tímabilinu 1962-63 þegar hann skoraði meira en þrjátíu stig í fyrstu tuttugu og þremur leikjum sínum á tímabilinu. Doncic á því enn nokkuð í land ætli hann sér að slá það met. Luka Don i has now joined Wilt Chamberlain as the only players in @NBA history to score 30+ points in 8-or-more consecutive games to begin a season.Chamberlain, first 8 games in 1959-60Chamberlain, first 23 games in 1962-63*Don i , first 8 games in 2022-23 pic.twitter.com/5I2qeyYtPY— Mavs PR (@MavsPR) November 5, 2022 Jerami Grant tryggði Portland Trailblazers sigur gegn Phoenix Suns með flautukörfu. Lokatölur 108-106 en Portland hefur farið vel af stað í deildinni og hefur unnið sex sigra í fyrstu átta leikjunum. Kevin Durant skoraði 28 stig, tók 9 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í sigri Brooklyn Nets gegn Washington Wizards. Brooklyn liðið lék án Ben Simmons og Kyrie Irving en liðið sagði þjálfaranum Steve Nash upp í vikunni eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Jerami Grant comes up CLUTCH in the closing moments for the @trailblazers! #TissotBuzzerBeater #ThisIsYourTime pic.twitter.com/0hqjivZ3xN— NBA (@NBA) November 5, 2022 Þá skellti Giannis Antetokounmpo í þrítugustu þreföldu tvennu sína á ferlinum þegar Milwaukee Bucks lagði Minnesota Timberwolves. Bucks eru enn ósigraðir í deildinni. Það gengur ekkert hjá LeBron James og félögum í Los Angeles Lakers en liðið tapaði sjötta leik sínum á tímabilinu þegar þeir biðu lægri hlut gegn sterku liði Utah Jazz. James skoraði 17 stig fyrir Lakes en Russell Westbrook var stigahæstur með 26 stig. Úrslit næturinnar í NBA-deildinni: Miami Heat - Indiana Paces 99-101 New York Knicks - Philadelphia 76ers 106-104 Brooklyn Nets - Washington Wizards 128-86 Chicago Bulls - Boston Celtics 119-123 Charlotte Hornets - Memphis Grizzlies 99-130 LA Clippers - San Antonio Spurs 113-106 Toronto Raptors - Dallas Mavericks 110-111 Golden State Warriors - New Orleans Pelicans 105-114 Milwaukee Bucks - Minnesota Timberwolves 115-102 Portland Trailblazers - Phoenix Suns 108-106 Utah Jazz - Los Angeles Lakers 130-116
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira