Siðferði og mannúð í garð hælisleitenda Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 7. nóvember 2022 20:30 Víða sjást þess merki í íslensku samfélagi að aðventan er skammt undan. Jólageitin kunnuglega prýðir Ikea, á ljósastaurum eru komin upp jólaljós til minna landsmenn á boðskap jólanna og flest erum við farin að huga að jólamatnum í ljósi frétta af humarskorti við Íslandsstrendur. Þvert á þessa tilhlökkun berast okkur fréttir af brottvísunum flóttamanna á Íslandi sem ganga lengra en við höfum áður séð í okkar samfélagi. Systur eru teknar höndum á leið sinni úr skólanum, ungum manni í hjólastól er troðið inn í bíl og fjölskylda sett í þá stöðu að vera allslaus og bjargarlaus í Grikklandi, fjölskylda sem lagði sig fram um að leggja til okkar samfélags. Aðgerðir þessar þola vart dagsins ljós og fréttamönnum var gert erfitt fyrir að færa þjóðinni fréttir af aðgerðunum. Áföllin sem þessi fjölskylda, og þau fjölmörgu önnur sem sæta sömu meðferð, upplifa, bætast við áfallasögu þeirra á flótta frá heimalandi sínu og í leit að betra lífi.En áfallið er ekki einkamál þolenda, heldur varðar samvisku, siðferði og heilindi okkar sem samfélag. Á slíkri stundu er það ábyrgðarhluti að þegja og skylda allra sem raust hafa að tala einum rómi, gegn kerfislægu óréttlæti og með mannhelgi – mannúð. Spámenn Gamla testamentisins áttu það sameiginlegt að standa vörð um samvisku þjóðar sinnar og héldu því fram að þjóðin öll væri undir dómi, þegar brotið er á þeim sem eiga undir högg að sækja, útlendingum þar á meðal. Jesús orðaði siðferðiskyldu lærisveina sinna með orðunum „gestur var ég en þér hýstuð mig ekki ... sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér. Á liðnum áratugum hefur samfélagsvitund okkar þróast frá því að geta skýlt sig á bakvið óréttlæti annarra í átt að sameiginlegri ábyrgð samfélagsins, þegar brotið er á einstaklingum og hópum. Í uppgjöri við hildarleik seinni heimstyrjaldar báru þýskir hermenn fyrir sig að hafa einungis hlýtt fyrirmælum og reglum í framgöngu sinni og Vesturlönd voru sammála um að það væri ekki málsvörn, skipanir réttlættu ekki óréttlæti. Í mannréttindabaráttu sjötta áratugarins báru menn fyrir sig reglur og lög sem brutu á mannhelgi og mannréttindum einstaklinga og hópa. Martin Luther King boðaði þá borgaralega óhlýðni í baráttu sinni og sagði að „mælikvarði mennskunnar er ekki hvar menn standa á stundu þæginda, heldur hvar menn standa á tímum ögrunar.“ Í því ljósi er það siðferðislega rangt að þegja, það er siðferðislega rangt að framfylgja óréttlátum reglum og það fæst ekkert siðferðilegt skjól í að bera fyrir sig reglur og fyrirmæli. Jólin eru kristnum mönnum helgar tíðir og jólaguðspjallið segir að Guð hafi komið inn í þennan heim sem fátækt barn valdlausra hjóna. Hjóna á hrakhólum frá heimabyggð og loks gerð að hælisleitendum, pólitískum flóttamönnum í Egyptalandi vegna ofsókna í heimalandi sínu. Aðventan er tími undirbúnings en sá undirbúningur á sér fyrst og fremst stað hið innra. Jólaskraut, gjafir og veitingar eru umgjörð um þann fögnuð að hafa horfst í augu við sjálfan sig á föstu aðventunnar. Guð gefi okkur sem samfélag gæfu til þess að nýta þessa aðventu til að endurskoða hug okkar og hjörtu í garð þeirra sem leita náða í okkar samfélagi og leggja af það óréttlæti að færa fjölskyldur úr landi í járnum. https://youtu.be/xrU7DMbOvP0 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Trúmál Hælisleitendur Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Víða sjást þess merki í íslensku samfélagi að aðventan er skammt undan. Jólageitin kunnuglega prýðir Ikea, á ljósastaurum eru komin upp jólaljós til minna landsmenn á boðskap jólanna og flest erum við farin að huga að jólamatnum í ljósi frétta af humarskorti við Íslandsstrendur. Þvert á þessa tilhlökkun berast okkur fréttir af brottvísunum flóttamanna á Íslandi sem ganga lengra en við höfum áður séð í okkar samfélagi. Systur eru teknar höndum á leið sinni úr skólanum, ungum manni í hjólastól er troðið inn í bíl og fjölskylda sett í þá stöðu að vera allslaus og bjargarlaus í Grikklandi, fjölskylda sem lagði sig fram um að leggja til okkar samfélags. Aðgerðir þessar þola vart dagsins ljós og fréttamönnum var gert erfitt fyrir að færa þjóðinni fréttir af aðgerðunum. Áföllin sem þessi fjölskylda, og þau fjölmörgu önnur sem sæta sömu meðferð, upplifa, bætast við áfallasögu þeirra á flótta frá heimalandi sínu og í leit að betra lífi.En áfallið er ekki einkamál þolenda, heldur varðar samvisku, siðferði og heilindi okkar sem samfélag. Á slíkri stundu er það ábyrgðarhluti að þegja og skylda allra sem raust hafa að tala einum rómi, gegn kerfislægu óréttlæti og með mannhelgi – mannúð. Spámenn Gamla testamentisins áttu það sameiginlegt að standa vörð um samvisku þjóðar sinnar og héldu því fram að þjóðin öll væri undir dómi, þegar brotið er á þeim sem eiga undir högg að sækja, útlendingum þar á meðal. Jesús orðaði siðferðiskyldu lærisveina sinna með orðunum „gestur var ég en þér hýstuð mig ekki ... sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér. Á liðnum áratugum hefur samfélagsvitund okkar þróast frá því að geta skýlt sig á bakvið óréttlæti annarra í átt að sameiginlegri ábyrgð samfélagsins, þegar brotið er á einstaklingum og hópum. Í uppgjöri við hildarleik seinni heimstyrjaldar báru þýskir hermenn fyrir sig að hafa einungis hlýtt fyrirmælum og reglum í framgöngu sinni og Vesturlönd voru sammála um að það væri ekki málsvörn, skipanir réttlættu ekki óréttlæti. Í mannréttindabaráttu sjötta áratugarins báru menn fyrir sig reglur og lög sem brutu á mannhelgi og mannréttindum einstaklinga og hópa. Martin Luther King boðaði þá borgaralega óhlýðni í baráttu sinni og sagði að „mælikvarði mennskunnar er ekki hvar menn standa á stundu þæginda, heldur hvar menn standa á tímum ögrunar.“ Í því ljósi er það siðferðislega rangt að þegja, það er siðferðislega rangt að framfylgja óréttlátum reglum og það fæst ekkert siðferðilegt skjól í að bera fyrir sig reglur og fyrirmæli. Jólin eru kristnum mönnum helgar tíðir og jólaguðspjallið segir að Guð hafi komið inn í þennan heim sem fátækt barn valdlausra hjóna. Hjóna á hrakhólum frá heimabyggð og loks gerð að hælisleitendum, pólitískum flóttamönnum í Egyptalandi vegna ofsókna í heimalandi sínu. Aðventan er tími undirbúnings en sá undirbúningur á sér fyrst og fremst stað hið innra. Jólaskraut, gjafir og veitingar eru umgjörð um þann fögnuð að hafa horfst í augu við sjálfan sig á föstu aðventunnar. Guð gefi okkur sem samfélag gæfu til þess að nýta þessa aðventu til að endurskoða hug okkar og hjörtu í garð þeirra sem leita náða í okkar samfélagi og leggja af það óréttlæti að færa fjölskyldur úr landi í járnum. https://youtu.be/xrU7DMbOvP0
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar